Óðinn - 01.01.1924, Page 28

Óðinn - 01.01.1924, Page 28
28 Ó[Ð I N N Ullin mín. — Ullin mín var afbragðs-góð áður nornir spunnu; þær með hana gengu á glóð, gullnir þræðir brunnu! Gnyr. Þung í lofti skjálfa ský, skruggur fjöllin stikla. En margfalt hefur hærri gný haturs brimið mikla. Systurnar. Orbirgð svelgir súra veig sár af aldahlekkjum. Auðlegð, sem var frækn og fleyg, ferst á silkibekkjum. Stormur. Ferðum skynda skýin grá, skekin vindum hörðum; byljir hrindast ólmir á upp í tinda-skörðum. Kuldi. Kaldar hærur kemba fjöll, kylja hlær um dranga. Fjúki slær um freðinn völl, frostið særir vanga. Haustmorgun. Hvít af hrími úti er eftir grímu jörðin. Rámur gýmir ruggar sjer, rennur skíma’ á fjörðinn. Haustkvöld. Hljóð á kvöldi vetrarvöld vefa tjöld úr snævi. Reisa öldur faldafjöld fram á köldum sævi. Vökulok. Ljóðið kveðst í dott og dá, draumar við því taka. Nóttina líður óðum á, augað er þreytt að vaka Jón Magnússon. 0 Frú Oline Gunnlögsson. 12. júlí 1859. — 12. desember 1923. Oline Gunnlögsson er fædd og uppalin í Dan- mörku. Hún giftist 28. ágúst 1883 þáverandi versl- unarstjóra Gránufjelagsins á Raufarhöfn, Jakob Gunn- lögssyni og lifðu þau saman í hjónabandi í full 40 ár. A Raufarhöfn bjuggu þau í 10 ár og þar fæddust öll börn þeirra. Eitt þeirra dó í æsku, en 5 náðu fullorðins aldri, en af þeim dóu tvö haustið 1918 úr spönsku sýkinni, Halldór 32 ára og Jakobína 28 ára, og er þeirra beggja getið í »Oðni«, á sínum tíma. Þrjú börnin eru á lífi, Gunn- laugur, í Ame- ríku, Margrjet í Kaupm.höfn, og Lárus, sem er meðstjórnandi hf. Jakob Gunnlögs- son & Co. í Kaupmannahöfn. Þau 10 ár sem Oline var á Rauf- arhöfn, kynti hún sjer vel íslenska síði og lifaðar- Oline Gunnlögsson. háttu. Hún lærði að lesa og tala íslensku svo vel að fáir Danir hafa náð íslenskum framburði betur en hún; það var jafn- an töluð íslenska á heimilinu og gerði hún sjer far um að læra hana sem best. Hún var mikil dugnaðar og myndarkona, bæði starfsöm, hagsýn og afkasta- mikil, hreinlát og reglusöm og öll hússtjórn fór henni svo vel úr hendi að það mátti kallast fyrirmynd, sjálf var hún sístarfandi og ósjerhlífin. Á veturna vann hún mikið að tóskap, ekki að eins dúka í milliföt og nær- föt, heldur einnig utanhafnarföt, gólfteppi o. 'fl. Að öllu starfi, hvort sem það var tóskapur, saumar eða fínni hannyrðir, eða það voru utanhúss störf, þvottar og þessháttar, þá gekk hún að þeim með list og fjöri, meðan hún hafði heilsu, og það var eins og hún væri mest ánægð og skemtilegust, þegar hún hafði sem mest að vinna, og hún hafði einnig áhrif á þá sem voru í samvinnu með henni, svo þeir störfuðu

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.