Óðinn - 01.01.1924, Side 30

Óðinn - 01.01.1924, Side 30
30 ÓÐINN norska þjóðin var í sannleika sofandi, og þegar hún fór að smárumska kringum 1800, hafði svefninn hvorki seitt til hennar andlegan nje efnalegan auð. Fjarri fór því. Hún var á vonarveli. Og það var ekki þar með nóg, því í þjóðernismálum var hún ekki lengur ein og óklofin. Æðri stjettin var annað hvort af erlendum ættum, eða svo háð erlendum áhrifum að það kom í sama stað niður. Reyndar voru þeir þjóðlegir á sína vísu, margir mennirnir í æðri stjett- unum. Þeir vildu stjórnarfarslegt sjálfstæði Noregs. En þeir trúðu því ekki að unt væri að koma fótun- um undir sjálfstæða norska menningu og litu ávalt til Danmerkur, sem móðurlands menningarinnar. Og það álit hefur ríkt til skams tíma. Það var málið sem einna mest skildi æðri og lægri stjettirnar. Embættismennirnir töluðu og skrifuðu tóma dönsku og var þungt um að skilja »bændamálið«. En hvað um það — jafnvel þó þeim væri það eðlilegt að beita dönskunni, sjest það undireins 1814, að þeir sakna hins norska málsins. Því þetta hefur það verið sem rjeð því, að Eiðsvallarmennirnir settu það ákvæði í grundvallarlögin 17. maí 1814, að tungan í landinu skyldi vera »norsk«. Þetta var þó að eins úrræða- leysi þjóðrækninnar, því allir vissu að það var danska sem þeir áttu við. Helstu menn okkar eftir 1814 fundu einnig til skortsins á norsku ritmáli. H. Werge- land sagði einhverju sinni: »Noregur verður að eign- ast sitt eigið mál áður en öldin er úti«. Og P. A. Munch áleit, að við ættum að taka upp aftur hið forna málið — sem var þó auðvitað ekki vinnandi vegur. Hverjar eru svo afleiðingar þess að danska hefur verið ritmál okkar? Það hefur orðið til þess, að Noregur hefur að meira eða minna leyti orðið hjá- leiga danskrar menningar. Danaöldinni norsku lýkur ekki árið 1814, en hún er við líði enn í dag. Og aldrei hafa dönsk menningaráhrif verið máttugri en á umliðinni öld. Og það, sem Norðmenn hafa skapað af andlegum verðmætum er úti um heiminn oftast kallað danskt. Hugsið um norsku bókmentirnar, sem bæði eru miklar og góðar. Undireins og komið er út fyrir landssteinana í Noregi, eru þær kallaðar dansk- ar. Stór þýsk bókmentasaga telur þá Björnson og Ibsen með dönskum bókmentum, og bætir því við, sem einhverri kynjasögu: »Merkwiirdig dass beide in Norwegen geboren sind«. (Það er merkilegt að þeir eru báðir fæddir í Noregi). Og þegar danska blaðið Politiker. spurði írska skáldið Veats að því, hvað menn þektu til danskra bókmenta í Irlandi, svaraði hann: Að eins Holberg. Menn þekkja Ibsen, Holberg og Strindberg. Einn Svíi fekk því að fylgjast með inn í dönsku bókmentirnar. í fyrra talaði Georg Brandes í norska stúdentafjelaginu og sagði m. a: »Því verður ekki neitað, að það besta í dönskum bók- mentum er verk norskra höfunda«. Og úr því Brandes segir það, er það sjálfsagt satt. Og sumum finst það eflaust eitthvert hól. En mjer virðist það sorglegur sannleikur, að nokkur þjóð þurfi að heyra það, að helstu stórvirkin sem andleg afrek hennar hafa skapað skuli vera úrvalið í eigu annarar þjóðar. Veit jeg það vel, að oft er það strangt og strítt að vera skáld hjá smáþjóð, og að oft er það slíkri þjóð torsótt að halda uppi tungu sjálfrar sín. Frá þjóð- ernis sjónarmiði er það samt sem áður miklu verra og miklu meira þjóðartjón, að þau skáldverk, sem lýsa eiga landi og lýð, sjeu klædd framandi fötum, svo að þau sýni eigi hið þjóðlega vaxtarlagið. En slíkum fötum flíka þær norsku bókmentir, sem skrifaðar eru á dönsku. Þess vegna getur bæði Brandes og aðrir með rjettum rökum kallað þær danskar. En þurfum við Norðmenn þess þá, að klæðast um aldur og æfi þessum framandi flíkum? ]á — ef við eigum ekki, eða getum ekki skapað ritmál, sem í sannleika sje norskt. En það er einmitt þetta sem til er í því máli, sem kallað er landsmál eða nýnorska. Ivar í Ási (I. Aasen) varð fyrstur til þess að halda því fram, að unt væri að skapa ritmál úr því mæltu máli, sem lifði í sveitum Noregs. Það hafði þróast nokkurnvegin á sama hátt og fornsænskan varð að nýsænsku og forndanskan að nýdönsku, og laut sín- um eigin lögum, sem greindu það glögt frá dönsku og sænsku. Það hafði breytst mikið, fall-beygingar voru horfnar, sömuleiðis sagnbeygingar eftir tölum og per- sónum. En að öðru leyti lifði margt í því af hljóðum, orðaforða og beygingum hins forna máls. Þó bygða- málin væru ólík, fann Aasen þó að það var fleira sem tengdi þau en það sem sundraði. Hann fann málslög eða málreglur, sem í meginatriðum áttu við þau öll, og eftir þessum lögum skapaði hann ritmálsgrundvöll landsmálsins. Þjóðin fekk lagða undirstöðu hins norska ritmáls í tveimur stórum vísindaritum hans, Norsk grammatik og Norsk ordbok (1850). Og jeg vil leggja áherslu á það, að landsmálið er frá öndverðu reist á vísindalegum grundvelli, og verður því hvorki um það sagt, að það sje »hrognamál« eða »bantumál frá Afríku«. Nú valt þá á því, hvernig þjóðin tæki þessu nýja máli, og þá fyrst og fremst æðri stjettirnar, en þær voru hjer um bil einar um notkun ritmálsins í Noregi? ]ú, frá öndverðu mætti landsmálið andspyrnu svo að segja allra æðri stjettanna, því meinið var þetta, að

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.