Óðinn - 01.01.1924, Page 33
ÓÐINN
33
frá ríkismálinu, en það verður æ meira og meira að
snúast að vörninni einni, verður að vernda það, sem
það þegar hefur, en hefur litla von um nýja vinninga.
Bardagaaðferðin er einnig ólík. Hjá málmönnunum
hefur ástin á öllu sem norskt er, einkum tungunni,
verið það, sem knúð hefur þá fram, og frá þeirra
hendi hefur því verið barist með eldhug og trú, oft
svo heitri, að andstæðingarnir hafa kallað það of-
stæki. Hjá ríkismálsmönnunum virðist mjer sem greina
megi tvo flokka. Þeir sem afturhaldssamastir eru
berjast ekki eins mikið af ást á sínu máli, eins og af
hatri til landsmálsins. Aður fyr gerðu þeir ekki annað
en að draga dár að landsmálinu — nú eru þeir óðir
og uppvægir. Þeir sem frjálslyndari eru, hafa nokkra
samúð með landsmálinu, en álíta að það sje of mikill
brestur og of mikið tap, að hverfa að landsmálinu alt
í einu. Þeir vilja gera landsmálið »norskara«, og þeir
ræða málið oftast með viti, en ekki vonsku. í síðara
flokknum fjölgar, í hinum fækkar. Margir álíta nú
einnig, og það menn úr báðum flokkum, að með
tímanum geti málin nálgast svo hvort annað að byggja
megi brú á milli þeirra, og þannig öðlast eitt mál í
landinu. Þetta mál mundi eflaust verða Iandsmálinu
skyldara en ríkismálinu, því það verður að sjálfsögðu
að byggjast á norsku mæltu máli í bæ og bygð. Og
þrátt fyrir alla »afnorskun« síðustu aldar er norskan
enn þá sjerkennilegt og auðugt mál. Mín skoðun er
annars sú, að það verði alnorska stefnan, en ekki hin,
sem sigrar að lokum.
Hitt skal jeg fúslega játa, að ríkismálið á enn þá
mikinn mátt, bæði í skóla, kirkju, stjórn, blöðum og
bókmentum. Samt trúi jeg á sigur landsmálsins. Og
jeg reisi það ekki að eins á rökum þess, hve við-
gangur landsmálsins hefur verið mikill, eða á vaxandi
»upplausn« ríkismálsins (eins og ríkismálsblaðið Morg-
enbladet kemst nýlega að orði). En jeg reisi það á
þeim rökum fyrst og fremst, að jeg veit, að lands-
tnálið er hjartans mál mikils þorra af hinum þróttmesta
æskulýð Noregs. Að vísu skipa margir sjer undir
merki ríkismálsins líka — en fylla þó langmest þann
flokkinn, sem landsmálinu stendur næstur. Hjá norsk-
um æskulýð nútímans er að vaxa bæði ást og virðing
og trú á því sem norskt er. Og norskur æskulýður
vill endurreisa alt norskt, sem á sjer viðreisnar von.
Þeir, sem nú kalla landsmálið »hrognamáI« eða
bantumál frá Afríku, sýna ekki einungis það, að þeir
vita ekkert um hvað þeir tala, en þeir vanvirða einnig
og hæða mikinn hluta af hinum besta æskulýð Noregs.
Og jeg vildi óska þess, að þeir sem þetta halda,
gætu einhverntíma komið á norskt ungmennamót, þar
sem saman eru komnar margar þúsundir æskumanna,
þá mundu þeir sjá, að landsmálshugsunin er ekki að
eins draumórar, eða skýjaskraf, en hún er í senn
hugsjón og veruleiki. Norskur æskulýður syngur:
Hjarta si harpa er málet St mor
strengjerne livet hev spunne,
ja hvar ein streng er ei livstág av ord,
alle or hjarta hev runne.
Harpe me fram att til samsongen stor
heve funne. (Lars Eskelartd.)
Það er þessi norska harpa, sem við köllum lands-
mál. Hún er að vísu enn þá ekki svo vel stilt og
stemd, sem við vildum og hún getur verið. En jeg
efast ekki um það, að með alúð og umönnun mun
norska harpan — sem er úr gömlu efni og góðu —
klingja og hljóma og óma eins fagurt og fult eins og
íslenska harpan lætur í íslenskum eyrum — eins og
hin fegursta harpa um víða veröld. —
Adolf Försund.
[Greinin, sem hjer fer á undan, eftir A. F., er aðalefni fyrir-
lesturs, sem hann flutti í stúdentafjelaginu hjer s. 1. vetur. En
hann dvaldist hjer þá til að kynnast ísl. máli og ísl. efnum. Hann
hefur þýtt á Iandsmál eina af sögum ]óns Trausta og úrval úr
ísl. smásögum ýmsra höf. o. fl. og mun það koma út innan skams.]
SiL
Matthías jochumsson skáld.
(Dánarminning.)
Suðragnoðin sigldi þín
sóns í boðaföllum,
flutti roðað Vanavín,
vígt í goðahöllum.
Neðst frá brimi Hekluhyls
huginn fimi rendi
efst í limið Yggdrasils,
aldrei svima kendi.
Þú gatst arnaraugum glæst
yfir hjarnastrindi
allra barna hjarans hæst
horft, af Parnastindi.
Þú gatst leiðir móðurmáls
mælt á skeiði tíða
gegnum reiðir raunabáls
rósa og breiður fríðar.