Óðinn - 01.01.1924, Síða 34

Óðinn - 01.01.1924, Síða 34
34 OÐINN Þú gatst skoðað hetju hjör Allar núna háum hjá hels á roðinn vengi, hjeðan snúnum anda þar sem voða fagur för tímans rúnir ráðnar á fanstu troðin lengi. röðultúnum standa. Fjöldans hnignun þjer var þraut, þrátt í skygni stefja öll þín hygni að því laut andans tign að hefja. Björtu sálar blysin þín birtu strjála víða óðarmálin meðan þín minnisskála prýða. Bakvið kletta mannameins mærðar ljetta höndin þín gat fljettað öllum eins ástar sljettuböndin. Gegnum fræða rakin rök rann í kvæðaþáttum hjartansgæða vakin vök vörmum æðasláttum. Meiri hróður mæðralands mun ei þjóðum spunninn og í sjóðinn bræðrabands beinni slóðir runninn. Harpan ljóða tapar tón, taumur hljóða slaknar, skáldið góða felur frón fallið, þjóðin saknar. Landsins fanna ljóðmæring lýðir hann nú trega serafanna hátt í hring hafinn sannarlega. Þar mun honum fögnuð fá fylta vonin sanna, mannsins son í miðju sjá mestan konunganna. Aftur hlý um hljómagöng, hærra skýjaslæðum, honum nýjan syngur söng sálin frí af mæðum. Hana breið um sólnasvið serafs leiða mundir lífsins heiðu vötnin við vísdóms meiðum undir. Vertu kvaddr af Islands öld æðstu saddur gæðum. Vertu gladdr af vina fjöld vits á staddur hæðum. Jón Guðmundsson. Sl Eimskipafjelag íslands. 1914 — 17. janúar — 1924. Ef mörgum íslendingum væri fengin sú spurning til úrlausnar, hvað Islandi hefði verið gert mest til sæmdar og nytsemdar hin síðari ár, þá er sennilegt að svörin yrðu mjög margvísleg. T. d. myndu sumir telja það mikilvægast, að landið hefur fengið sjálf- stæði sitt viðurkent. Aðrir nefndu til stofnun háskól- ans. Enn má búast við að mörgum þætti það mest vert, hversu atvinnuvegum þjóðarinnar hefur aukist gengi með nýjum áhöldum og nýrri þekkingu, einkum í því sem lýtur að sjávarútgerð. Og þeir yrðu senni- lega eigi fáir, sem settu efst stofnun Eimskipafjelags Islands. Allir þessir menn hefðu mikið til síns máls. Frjáls- ræði til að njóta allra góðra hæfileika sinna, sjálfum sjer og öðrum til góða, eru öllum nauðsyn, jafnt ein- staklingnum sem þjóðarheildinni. En það er vandfengið undir útlendu drottinvaldi og gott að hafa rjett sinn til sjálfstæðis augljósan og viðurkendan. Háskólinn er dýrmæt stofnun, og jafnan mun þjóðin meta og virða fróðleik og vísindi. Og framfarir í atvinnuvegunum eru okkur grundvöllur að menningu og vellíðan. An þess að efnahagur þjóðarinnar sje góður verðum við seint »frjálsir menn í frjálsu landi*. Ef vel á að vera borgið hag þjóðarinnar, þarf þetta þrent að fylgjast að: sjálf- stæði, mentun og góður efnahagur. Er þá komið að hinu síðasttalda svari og rökum þeirra, sem meta Eimskipafjelagið mesta framförina.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.