Óðinn - 01.01.1924, Qupperneq 35

Óðinn - 01.01.1924, Qupperneq 35
ÓÐINN 35 Fyrsta stjórn Eimskipafjelags íslands og framkvæmdastjóri þess. Standandi: Olafur johnson og Garöar Gíslason. Sitjandi: Olgeir Friðgeirsson, Halldór Daníelsson, E. Nielsen, Sveinn Björnsson, Jón Gunnarsson og Eggert Claessen. Það hefur um langan aldur verið viðurkent af flest- um, að ferðir manna um fjarlæg hjeruð og lönd og viðskifti við íbúa þeirra væru þroskandi og mentandi, auk þess sem flestum er það brýn nauðsyn, að standa í sem bestu sambandi við umheiminn. Okkur Islend- ingum er það brýn nauðsyn. Veldur því annarsvegar lega landsins og einangrun lengst norður í höfum, og hins vegar hversu gæði landsins eru fábreytt og margt sem þarf að sækja til annara. Sagnfræðingar okkar hafa margsinnis bent á það, hversu dugur og kjarkur landsmanna var á háu stigi meðan þeir áttu sjálfir skip í förum og heimsóttu nágrannalöndin að staðaldri. Og einn þeirra hefur haldið fram þeirri skoðun, að hinar foru bókmentir okkar sjeu að miklu leyti að þakka utanförum höfundanna og skólavistum þeirra víðsvegar um Norðurálfu. Oft er líka vitnað til þess, hversu sjálfstæðisþrá forfeðra okkar var sterk og hvað þeir höfðu mikinn mátt til að varðveita frelsi sitt, þótt við ofurmagn væri að etja. Eins hið gagn- stæða, þegar þeir höfðu glatað skipakosti sínum og utanferðir vóru að mestu lagðar niður. Til þess að leita sjer fjár, menningar og þekkingar, í öðru landi, er það nauðsyn áð þurfa eigi að sækja farið til annara. Um það eru að síðustu flestir sammála, að það sje atvinnuvegunum fyrir bestu að umráð sam- göngutækjanna sje í eigin höndum. Verður þar sem annarstaðar sjálfs höndin hollust. Niðurstaðan verður því sú, að með stofnun Eim- skipafjelags íslands hafi sjálfstæði landsin fengið ör- uggan stuðning, mentun þess verið greiddur vegur og

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.