Óðinn - 01.01.1924, Side 39

Óðinn - 01.01.1924, Side 39
ÓÐINN 39 um aðgerð Lagarfoss og húsbygginguna. Samt verð- ur tekjuafgangur sá, að vel má við una, ef haldist hefði áfram. A ferðum skipanna varð sú breyting, að einungis vóru farnar fjórar vesturheimsferðir, en auknar að sama skapi ferðir til Bretlands og Norðurlanda. Við skip þau, sem fjelagið hefir til útgerðarstjórnar, bættist strandferðaskipið »Suðurland«. Um störf Eimskipafjel. árið 1921 gildir að mestu hið sama og 1920. Goðafoss hinn nýi byrjar ferðir sín- ar í ágúst og eru skip fjelagsins þar með orðin þrjú. Lagarfoss fór framanaf árinu þrjár ferðir til Vestur- heims, en annars var siglt til nágrannalandanna. Tekjuafg. varð svipaður og árið áður, um 600,000 kr. En sökum verðfalls skipa og fasteigna var varið til afskrifta á eignunum hátt á aðra miljón króna. Þetta ár flutti Eimskipafjelagið í hið nýja hús sitt. Er það hið vandaðasta og veglegasta og fjelaginu á allan hátt til sóma. Arið 1922 var litlu breytt um starfsemi fjelagsins. Vesturheimsferðum var hætt að öðru en því, að Ville- moes fór vestur með ullarfarm seinni hluta sumars. I byrjun maímánaðar strandaði Sterling við Seyðis- fjörð og annaðist Villemoes að nokkru strandferðir um sumarið. En samið var um smíði á nýju og hent- ugra skipi til strandferða. Gullfoss og Goðafoss voru alt árið í áætlunarferðum með Iíku fyrirkomulagi og á undan stríðinu, en Lagarfoss fór nokkrar reynslu- ferðir til Englands til undirbúnings væntanlegum áætlunarferðum þangað framvegis. Síðastliðið ár, 1923, voru öll skip fjel. komin í fast- ar ferðir. Gullfoss og Goðafoss með endastöð utan- lands, í Khöfn, og Lagarfoss hóf reglulegar Bretlands- ferðir með endastöð í Hull, en fór þrisvar til Kaup- mannahafnar. I apríl kom til landsins hið nýja strandferðaskip »Esja«, hið vandaðasta og hentugasta skip sem hjer hefur gengið í ferðum með ströndum fram, og eru nú samgöngur innanlands komnar í sæmilegt horf. Skipið hefur haldið mjög vel áætlanir, og í öllu reynst hið besta. Um fjárhagslega hlið á rekstri þess er lítt reynt enn, en það, sem af er, má telja sæmilegt. Eins og ofanritað yfirlit ber með sjer, er það eigi lítið starf sem Eimskipafjelag Islands hefur unnið á fyrsta áratug sínum. Og hvernig skyldi hafa farið stundum á ófriðartímunum, ef það hefði ekki verið komið til sögunnar? Þessu er enginn vegur að svara. En allir vita, að það hefur verið bjargvættur þjóðar- innar. Nú hefur fjelagið, eins og flestir aðrir, fengið að kenna á erfiðleikum þeim, sem komu í kjölfar stríðsins, og hagur þess er ekki eins góður og áður. Ættu nú Islendingar að minnast heitorða sinna við stofnun fjelagsins, og veita því alt það fylgi sem þeim er mögulegt. Láta það flytja allar þær vörur, sem það með nokkru móti fær komist yfir, og taka sjer ætíð far með skipum þess, þegar þeir ferðast. Sje þessa gætt, þarf enginn að vera áhyggjufullur um framtíð fjelagsins. Hún hlýtur þá að verða slík, að til þess megi heimfæra hin alkunnu orð Steingríms: „Þá vaxa meiðir þar vísir er nú, svo verður ef þjóðin er sjálfri sjer lrú“. Emil Nielsen fæddist 26. janúar 1871 í Rud- kjöbing á Langalandi í Danmörku. A ungri árum gekk hann á gagn- fræðaskólann í þeim bæ, og tók þar burt- fararpróf, en rjeðist þar eftir í siglingar; en til þeirra hafði hugur hans hneigst frá æsku. Eftir að hafa verið fjögur ár í förum eða í skól- um til skiftis, tók hann stýrimannspróf og gerðist stýrimað- ur, en skipstjóri var hann orðinn 24 ára að aldri, og byrjaði um leið Islandsferð- ir. V/ar hann fyrst með seglskip sem hin alþekta verslun Orum & Wulffs átti, en síðar Mars, eimskonnortu Gránufjelagsins. Laust eftir alda- mót varð hann skipstjóri hjá Thorefjelaginu og starf- aði þar uns Eimskipafjelag íslands var stofnað og hann gerðist þar framkvæmdastjóri. Það voru þannig tveir áratugir sem Nielsen hafði verið í förum hingað til lands, þegar hann fluttist hingað alfarinn, og á þeim tíma hafði hann unnið svo traust allra sem kyntust honum, að því var tekið með ánægju af öllum vinum Eimskipafjelagsins er ráðning hans frjettist um landið. Og það traust sem honum var sýnt, er hann var kvaddur til starfsins, hefur hann sýnt að hann átti skilið. Þegar er Eimskipafjelagið var stofnað og skipa- kaupin ráðin, tók Nielsen til starfa, sem ráðanautur

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.