Óðinn - 01.01.1924, Síða 42
42
ÓÐINN
En þetta hefur Einar skipstjóri leyst þannig af hendi,
að hingað til hefur Goðafoss fylgt áætlun í besta
lagi og borið sig fjárhagslega eigi síður en hin skipin,
sem sigla betri leiðir.
Þrjú Ismákvæði.
Jeg elska þig mannlíf —
]eg elska þig mannlíf allri sál
hins ástríðuþjáða manns.
Og heims þíns táruga tálarmál,
það var tunga míns fósturlands.
Og heimska þín það er heimska mín
og harmur þinn er mitt böl.
En þegar jeg gleðst, þá er gleði mín
þitt gullna festaröl.
]eg er barn þitt mannlíf og breyskleika þíns,
breyskur, fákænn og smár.
Og þú varst svalalind munaðar míns
í meira en tuttugu ár.
Og ástum knýtti jeg alt mitt líf
við augnablikshjegóma þinn. —
— En hvernig sem fer, þá er krossinn mín hlíf
og Kristur frelsari minn.
(Lourdes 24. okt. 1924.)
Tvífarinn.
(Orkt upp úr ljóði Heines': Still ist die Nacht.)
Nóttin er hljóð og borgin í blundi. —
Hún bjó hjer áður, unnustan mín.
Við eigum ei framar endurfundi.
— Á einmana húsið tunglið skín.
Hver stendur hjer einn og starir til hæða,
í nístings-angist, nábleikri kinn?
Skyldu’ honum hjartabenjar blæða,
en baninn smjúga í sárið inn?
Það fyllir ntig ógn hans ásján að skoða,
jeg eygi mig sjálfan í látum hans.
]eg sje minn hjáliðna sálarvoða
í svip þessa fölva næturmanns.
(London 11. des. 1923.)
Jeg er brott frá þjer bernska —
Jeg er brott frá þjer bernska og bernskuland.
Við yður knýtir mig naumast nokkurt band.
Runnar mínar sælustu sólir.
En ljúft er mjer að rifja upp lögin þín.
Og enn þá man jeg jólin og jólakvæði mín.
Mjúkt var við móðurbarminn að hvíla.
Marmarinn beið sveipaður meitlarans hjúp:
Á kvöldin ljómar Krist-stjarnan en kyrðin djúp.
Sælt var við móðurbrjóstin að sofa.
Að vorinu kom lóan með vorljóð sín.
Hún hefur verið inndælust unnusta mín.
]eg skulda henni sumarlanga söngva.
En jeg er horfinn, bernska, í brott frá þjer.
Og flest er það á brottu sem brosti við mjer.
Drottinn blessi alla sem jeg unni.
(Orkl á járnbraut í Suður-Frakklandi um nótt; okt. 1923.)
H. K. L.
Perlan úr djúpinu.
Eftir Friðriíc Ásmundsson Brekkan.
Það var einu sinni maður, sem leitaði að perlum. Og
hann kafaði niður í dýpstu djúpin til þess að leita, og
öllum ógnum þeim er djúpin geyma hlaut hann að mæta,
og hann varð að etja gegn þeim og hætta lífi sínu.
Og hann fann perlu eina, sem var harla fögur og
ljómi hennar var bjartari en tunglsljósið. Maðurinn
varð feginn í hjarta, því að hann vissi að hún var
mjög dýrmæt.
— Jeg gef keisaranum perluna, hugsaði maðurinn.
Og hann ljet smíða um hana gullhylki og lagði hana
þar niður; og dag nokkurn gekk hann fram fyrir
keisarann, fjell á knje og tók til orða:
— Sjá, jeg hef þjer gjöf að færa, — perlu eina í
gullhylki. Og perlan er hið dýrmætasta í heimi, hún
er meira virði en fjársjóðir þínir allir, hún er meira
virði en allir gimsteinar Indíuborga. Og jeg hef sjálf-
ur sótt hana niður í hin dýpstu djúp, jeg hætti lífi
mínu og atti gegn öllum ógnum djúpanna. Sjá, voldugi
keisari, þennan dýrgrip, sem jeg hætti fyrir lífi mínu,
legg jeg nú í þína hönd.