Óðinn - 01.01.1924, Page 44

Óðinn - 01.01.1924, Page 44
44 ÓÐINN í moldina. Vjer íslendingar höfum lengi verið hneigðir fyrir, að halda á lofti æfiatriðum góðra manna, svo að eftir megi »lifa minning mæt, þótt maðurinn deyi«, og þessi hjón, sem hjer eiga hlut að máli, eiga það ekki síður skilið en margir aðrir, að minningu þeirra sje á lofti haldið. ]ón sál. Magnússon var fæddur í Austurhlíð í Bisk- upstungum 8. nóvember 1835. Faðir hans var Magnús dbrm., þá í Austurhlíð, síðar lengi í Bráðræði við Reykja- vík, sonur ]óns ]ohnsen í Stóra-Armóti í Flóa, ]óns- sonar sýslumanns í Rangárvallasýslu, ]ónssonar pró- fasts í Skálholti; en hann var son- ur ]óns Sigurðs- sonar sýslumanns í Einarsnesi. En móðir ]óns Magn- ússonar var Quð- rún Hjaltalín, dá- in 1882, dóttir ]óns Oddssonar Hjaltalín prests á Breiðabólsstað á Skógarströnd, þess, er kvað Tíðavísurnar, var hún því alsystir ]óns Hjaltalín landlæknis, og var Halla Árnadóttir. stórgáfuð kona. Halla Arnadóttir, kona ]óns Magnússonar, var fædd 17. júní 1834 og var dóttir Árna Magnússonar dbrm. á Stóra-Ármóti; en kona Árna var Helga ]óns- dóttir, alsystir Magnúsar í Bráðræði. — En Árni var sonur Magnúsar Beinteinsonar í Þorlákshöfn, er átti Hólmfríði Árnadóttir prófasts í Holti undi Eyjafjöllum, Sigurðssonar prófasts í Holti. Bræður Árna Magnús- sonar voru þeir Gísli Magnússon skólakennari, hinn stórgáfaðasti og lærðasti maður, og Sigurður dbrm. Magnússon á Skúmstöðum í Landeyjum, einn merk- asti búhöldur sunnanlands á sinni tíð. — En báðar þessar ættir, er jeg nú hefi talið, eru flestum fróðum mönnum kunnar, og þarf þær því ekki lengra að rekja. — ]ón sál. Magnússon ólst upp í Austurhlíð hjá foreldrum sínum þangað til að hann var 26 ára gamall. Hann fjekk að ýmsu leyti betra og fullkomn- ara uppeldi enn títt var þá um bændasyni til sveita. Þannig var honum komið fyrir til náms að minsta- kosti einn vetur hjá sjera ]óhanni Briem prófasti í Hruna, nam hann þar skrift, rjeftritun, reikning og dönsku; má fullyrða, að dvöl hans þar hjá þeim merka gáfumanni varð honum til mikils gagns í lífinu. — Hann varð þegar á ungum aldri fyrir sterkum áhrif- um af frelsis- og framfarakenningum ]óns Sigurðs- sonar, fylti hann um hríð flokk þeirra manna, sem heima vildu og efla sjálfstæði landsins í sem fylstum mæli, var hann alt til æfiloka mjög áhugasamur um öll landsmál. ]ón sál. var fríðleiksmaður, prúðmenni og nettmenni hið mesta, einkennilega gerður og hýr í vinahóp og tryggur og staðfastur í lund. Fáskiftinn var hann um það, sem hann taldi sjer óviðkomandi, en fylgdi fast hverju því máli, sem hann hallað- ist að. Hann hat- aði allan ódreng- skap og lítil- mensku, og all- ur var hugsunar- hátturhanssæmd- armanni samboð- inn. Hann fór hægt og stillilega að öllu, en ljet ekki hlut sinn fyrir neinum, þótt við einhvern liðs- mun væri að etja; það mátti heim- færa upp á hann orð skáldsins, að hann var »þjettur á velli og þjettur í lund og þolgóður á raunastund«. Halla sál. kona ]óns var merkiskona um alla hluti; hún ólst upp á sæmdarheimili og fekk mentun í æsku frekar en þá var títt. Var henni komið fyrir hjá frú Thorgrimsen á Eyrarbakka; en heimili þeirra hjóna var alla tíð þjóðfrægt fyrir reglusemi og alla heimilis- prýði. Var það ungum stúlkum lánsvegur, að komast þangað, enda mintist Halla sál. þeirra hjóna jafnan með stakri virðingu, og dvalar sinnar á heimili þeirra með þakklæti. Halla sál. var vel gefin til sálar og líkama, stálminnug og kunni mikið utanbókar, t. d. kunni hún alla Passíusálmana utanað, og var svo um fleira eldra fólk. — Þau hjón, ]ón og Halla, giftust 11. júní 1861. Þegar hún andaðist var tæpum mánuði fátt í, að þau hefðu verið saman í hjúskap í 60 ár, en hún dó 15. maí 1921, en ]ón þrem árum seinna eða 1. apríl 1924. Þau hjón byrjuðu búskap á nokkr- um hluta af Stóra-Ármóti. En fluttu þaðan eftir eitt ár að Austurey í Laugardal, þaðan eftir þrjú ár að

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.