Óðinn - 01.01.1924, Síða 45

Óðinn - 01.01.1924, Síða 45
ÓÐINN 45 Felli í Biskupstungum, en þar bjuggu þau í fimm ár, og var Jón hreppstjóri í Biskupstungnahreppi þau ár, sem hann bjó á Felli; gekk honum sveitabúskapurinn ágætlega og stóð hagur hans með miklum blóma. En um þær mundir kendi Jón sál. allmikillar van- heilsu, var honum þá ráðlagt, að flytja úr sveit og að sjó. Enda þótt honum væri þau umskift ekki alls- endis ljúf, þá hvarf hann samt að því ráði, og fór suður að Narfakoti í Njarðvíkum, og þar bjó hann í 16 ár. — En árið 1886 brá Magnús sál. í Bráðræði búi fyrir elli sakir, fluttist þá Jón að Bráðræði eftir föður sinn, og dvöldu þau hjón síðan í Reykjavík til dauðadags. — Þau hjónin, Jón og Halla, eignuðust í hjúskapnum 10 börn; 5 börnin dóu þegar í æsku og ein dóttir 22 ára gömul, var hún augasteinn föður sínsog hon- um mjög harm- dauð. En 4 börn þeirra eru á lífi, Hallbjörg og Helga, sem voru hjá föður sínum, er hann andaðist, Arni verkstjóri hjá Kveldúlfi, og Helgi verslunarstjóri á Stokkseyri. — Auk barna sinna ólu þau hjón upp tvö börn vanda- laus, og komu þeim vel og sómasamlega til manns. Hjúskapar- og heimilislíf þeirra hjóna var ávalt hið fegursta, og sjálf voru þau virt og vel metin af öll- um, sem þektu þau. Sú var trú þeirra, að sönn heim- ilisgæfa blómgaðist best í skjóli trúar, guðsótta og góðra siða, og þeim varð eftir trú sinni. Guð gefi landi voru sein flesta húsbændur, er þá trú hafa. Þá mun »rísa brú til betri tíða«. Ó. O. Sl Eftirmæli. Sem hollvættir hugir fylgja heim þjer í friðarins skaut, — viðkvæmir vefja örmum vin sinn og förunaut. Tjaldið er fallið. Þig felur í faðmi sjer þögul Hel. Hljóttu nú hjartans þakkir! Hlutverk þitt ljekstu vel! G. Ó. F. Jón í Káranesi. Hvenær Jón bóndi Halldórsson í Káranesi í Kjós er fæddur, er mjer ekki kunnugt, en hann er liðlega sextugur og fæddur að Austurvelli á Kjalarnesi. Jeg hefi þrásinnis óskað þess, að þjóð vor ætti, þó ekki væri nema svo sem tíunda hvern mann hans líka eða hans ígildi. Þá yrði eigi land vort lengi að komast úr skuldakreppu og alskonar ógöngum. Jón er fyrirmyndarmaður, ágætismaður á fjölmarga lund, sem á sjer áreiðanlega að tiltölu fáa líka, því miður. Fæddur er hanrt af fátæku foreldri og framanaf ]ón og Laxárferjan. æfinni efnaðist hann lítt. Má geta þess, að fram að tvítugu fjekk hann ekkert kaup, eignaðist fram til þess tíma ekki einusinni spariföt. Þegar hann byrjaði búskap í Káranesi, átti hann lítið til, enda var vinnumannskaup þá eigi nema 60 kr. (en vinnukonukaup hálfu minna eða nálægt því). Hafði hann þó í tómstundum sínum smámsaman smíðað eitthvað af búsáhöldum. Kona hans ólst einnig upp í fátækt og eigi flutti hún heldur efni í búið, en þau hjón gerðu sem minstar kröfur til lífsins. En smámsaman efnuðust þau hjón vegna frábærrar atorku, hirðusemi og ráðdeildar af hálfu þeirra beggja og eru nú vel efnum búin, þrátt fyrir þung efnaleg áföll, sem síðar verður á minst. Frá því Jón fer úr foreldrahúsum 9 ára að aldri og fram til tvítugsaldurs, dvelur hann hjá stjúpföður sínum. Þar vandist hann dugnaði og ráðdeild. Svo var hann nokkur ár í vinnumensku hjá ýmsum, þang- að til hann fór að búa. í æsku og uppvexti hafði hann verið með af- brigðum fjörmikill og sívinnandi og trúmenskan frá- bær og umhyggjan fyrir hag húsbændanna. Ein-

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.