Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 3
ÓÐIN N 59 Ágúst Flygenring var mikilmenni í islensku atvinnulífi. Það eru slíkir menn, sem móta um- hverfið og gera garðinn frægan. Jeg minnist þess altaf, þegar jeg sá Ágúst FJygenring í fyrsta skifti. Jeg var þá að setjast að hjer sem læknir. Jeg man sjerstaklega eftir því, hve mjer þótti maðurinn mikilúðlegur. Jeg sá fljótt, að í honumbjó óvenjulega mikill kraftur. Svipurinn á andlitinu var mikilúðlegur, lýsti það óbilandi viljaþreki og greind, en jafnframt all-stóru skapi. Öll framkoma hans var virðu- leg og veittu menn honum ávalt sjerstaka at- hygli á mannamótum. Ágúst Flygenring var óvenjulega góðum gáf- um gæddur. Hann var mjög fljótur að skilja kjarna hvers máls. Hann hafði ekki fengið mikla mentun í æsku. En hann fór til Noregs og lærði þar seglasaum og tók stýrimannspróf. — Hann talaði vel norsku og dönsku. Honum var mjög sýnt um að læra mál. Ensku kendi hann sjer sjálfur. Þegar jeg kom hjer fyrst, kunni hann ekkert í ensku, eða gat að minsta kosti ekki talað hana. Einu sinni sem oftar kom jeg til hans, var þá hjá honum enskur maður. FJygen- ring talaði við hann um ýmsa hluti, en jeg tók eftir þvi, að hann slepti oft endingum orðanna. Þegar Englendingurinn var farinn, sagði jeg við Á. Fl.: »Þú hefur ekki verið lengi að læra enskuna; þú átt ekki annað eftir en endingarnar«. — Hann brosti út í annáð munnvikið og sagði: »Maður getur bjargað sjer, ef maður kann orð- stofnana, jeg nenti ekki að eiga við ,gramma- tíkina‘«I En hana lærði hann síðar og talaði góða ensku og skildi hana vel. Á. Fl. var sí-Iesandi, þegar hann var ekki að vinna skyldustörfin. Hann las ekki einungis margar af hinum markverðari íslensku hókum, heldur margar ágætar útlendar bækur, enda átti hann gott bókasafn, og hann mundi það, sem hann las. Honum þótti gaman að skáldskap og hann kuuni mjög mikið af kvæðum, innlendum og útlendum; sjerstaklega þótti honum gaman að kýmnikvæðumJ). — Hann fylgdist ávalt vel með í íslenskum bókmentum og mörgum ný- ungum annara landa í bókmentum. Mun það sjaldgæft um svo önnum kafinn kaupsýslumann sem hann var. t*að er áður búið að telja upp ýms störf, sem Á. Fl. hafði með höndum, bæði hjer í Hafnar- 1) Albert Engström var uppáhalds-höfundur hans. firði og annarsstaðar, og sleppi jeg þvi hjer, en jeg hygg, að þau hafi verið all-mörg atvinnu- fyrirtækin, sem hann var eitthvað við riðinn, á meðan að starfskraftar hans voru i fullu fjöri. — Rjeð mestu þar um, að hann hafði óvenju- lega haldgóða þekkingu á atvinnulífi Islendinga, skarpskygni, og auk þess var hann svo sam- vinnuþýður og ljettur í lund, að allir vildu með honum vinna. Pó var hann með afbrigðum skapstór og ráðríkur, en hann kunni að stilla skap sitt, þegar hann átti við skynsama menn og um mikilsverð mál var að ræða. En hann átti það til, ef i hlut átti ljelegir og grunnhygnir menn, að hella yfir þá stóryrðum, en hann var ávalt fljótur til sátta og hló oft sjálfur að þvi, á eftir, að hann skyldi hafa reiðst. Enginn, sem þekti hann, tók honum þetta illa upp, þeir vissu, að hann meinti ekki alt, sem hann sagði. Hann var dálítið mislyndur — og kom það jafnvel fram á vinum hans stundum, ef hann var í því skapi. En það var eins og öllum, sem þektu hann, væri ekkert siður vel við hann þrátt fyrir það. Gistrisni Á. Fl. var kunn um alt land, flestir, sem komu til Hafnarfjarðar, komu til hans, þó að þeir ættu þangað ekkert sjerstakt erindi, það »heyrði til« að koma til Flygenrings. Þangað leituðu menn, lágir sem háir. En þeir voru margir, sem leituðu til Á. Fl., ef þeir áttu i einhverjum erfiðleikum. Hafnfirðingar notuðu óspart góðvild hans, og fengu hjá honum holl ráð eða peningabjálp. Hann leysti vandamál margra manna, ekki aðeins Hafnfirðinga, heldur einnig manna úr öðrum bygðarlögum. Þau voru mörg, vandamálin, sem hann var beðinn að leysa og margskonar; væri fróðlegt að vita um þau öll, en hann ljet það ekki uppi, sem hon- um var trúað fyrir af einlægni. Ágúst Flygenring var sambland af hinnm harð- ráða, skapstóra skipstjóra, sem vildi láta hlýða sjer, og hinum slynga kaupsýslumanni og stór- huga framfaramanni í atvinnulífinu. En hjartað var gott; öllum, sem áttu erfitt og leituðu hans, veitti hann hjálp. Hann var góður drengur. Hann var gleðimaður mikill, og naut gæða heimsins, en gætti ávalt hófs. Allir sóttust eftir honum, ef einhver fagnaður var á ferðinni, því að fáir kunnu sem hann að gleðjast með glöðum.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.