Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 9

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 9
ÓÐ I N N 65 Grænlandsför Arnljóts Ólafssonar alþm. sumarið 1860. Dagbðk. Niðurlag. Laugardaginn 14.x) var veitsla haldin í Sout- hampton; þar voru mörg minni drukkin, Dana- konungs og fleiri. Þá fórum við frá Lundúnum og biðum í »konungsskitningi« þar til hinn 19. er drotningin og maður hennar komu að sjá skipið. Daginn eftir var undið upp segl og eigi fyr en að áliðnum degi — um nón — því föstu- dagur er óheilladagur hjá Englum. Síðan hefur lítið borið til tíðinda; fyrst fengum vjer byr austur Sundið og hjeldum norður með Eng- landi að austan, þá kom á andviðri í þrjá daga og miðaði oss lítið, þá varð lygnt, síðan vestan og sunnan andvari og höfðum vjer reyk uppi. Laugardag 28. vorum vjer fyrir framan Apar- djón, þá var hægur andvari á landnorðan og miðaði oss lítt. Þá las jeg steinafræði: »A manual of Scientific Enquiry«. Þar er einkum vitnað til Dufrénoy: »Traité de minéralogie« og henni fylgt. Vjer biðum lengi dags hjá Apar- djóni og fengum þar mann á skip, er nefndist Slesser m. D. Sunnudaginn var á andviðri og höfðum vjer reyk uppi, miðaði oss lítt. Svona gekk ferðin hægt og stilt. Nokkrar rannsóknir voru gerðar með sjópöddur, hita og kulda í sjónum og fleira. Föstudag 3. ágúst komum vjer til Færeyja, þá var á veður fagurt og sýndist oss öllum fagrar eyjarnar, sem allar eru sígrænar til að sjá, háar, með sundum mjóum, sem á Vest- og Austfjörð- um, hæsti toppurinn er um 2400 fet. — Heim- sóktur Finsen og amtmaður og fleiri. Daginn eftir fórum vjer af stað. Þeir Shafner, dr. Rae og luktafantur Zeilau fóru landveg frá Þórshöfn til Halldórsvíkur norðarlega á Straumey — um 8 færeyskar milur. — Þeir voru ljett búnir, enda var þá veður gott. Hinir sigldu suður um eyna og vestur Hrosseyjarsund, sáum Tröllkonufing- urinn og hjeldum síðan norður Vestmannafjörð millum Straumeyjar og Vogeyjar. Þá tók að hvessa og lögðum vjer þá inn í Vestmannahöfn. E*að er höfn ágæt, þar hefur kaupmaður Siem- 1) Petta var 14. júlí, sbr. Th. Zeilau: »Fox Expe- ditionen« Kbhn 1861. Fr. Waldikes Forlagsboghandel. sen sölubúð eina, faktor hans er Regner, lag- legur maður; þar á höfninni skutum vjer 15 fugla: kríur og skegglur (er Færeyingar kalla »skeggva«). Hásetar drukku í landi. — Alt eru trapfjöll, eður stuðlaberg með skeiðum, á Fær- eyjum, og af því undirlendið vantar, þá er sem eyjunum hafi að eins skotið upp til hálfs. — Daginn eflir, 5. ágúst, fórum vjer á áliðnum degi til Halldórsvíkur, þar sem ætlað er að þráðurinn skuli liggja frá Færeyjum til íslands. Þá var á veður hvast, regn og kuldi svo mikill að snjóaði á fjöll. Vjer vorum nær reknir í land, efri ráin á framsiglutrjenu brotnaði og 5 hásetar sködduðust, og 2 af þeim mjög, svo að hælt er við, að þeir verði eigi jafn-góðir, brandurinn laskaðist og nokkuð. Hinn 6. ágúst biðum vjer fjelaga vorra, jeg gekk á fjall upp og safnaði grösum og steinum og ritaði Grími brjef. Þá komu þeir fjelagar um miðjan dag. Teknar myndir af mönnum og bænum í Halldórsvík. Dr. Rae ætlar, að hann hafi fundið hraungrjót á Færeyjum, og að ætlun hans er stuðlaberg (basalt) og stallaberg (stallagrjót, tuf), brunnið grjót, og munurinn eigi annar, en að stuðla- bergið (eður stönglagrjótið) hefur eigi færst úr lagi, en stallagrjótið hefur lagst flatt í byltingum jarðarinnar, þvi hvorttveggja sje í öndverðu (kristallað, crystalliseret) sem ísstönglar, þar sem vatnið frís, og er það harðla merkilegt, að eldur og frost eður hiti og kuldi skuli orka sömu myndun — en eftir er að athuga, hvort ísstöngl- arnir eru fimmstrendir (pentagonal prismatisk) eður eigi. Þelta gæti menn kallað frumhraun, og væri það rjettnefni. Mál Færeyinga er mjög blandað orðið, en þó eru sum orð íslensk enn, svo sem tjald = tjaldur (fuglinn) reka-trje = rekaviður, bjarga = bjarga undan sjó. Þeir sýndu mjer bark-gras, þar sem rótin undir er höfð til að barka skinn með, jeg hef það með mjer. Rótin er þvegin og þurkuð, síðan mulin í smátt. Skinnið er fyrst bleytt í sjó- vatni og rótinni núið í skinnið og síðan er skinnið lagt saman. Þetta er gert í 8 daga einu sinni á dag, en eigi bleytt nema um sinn. — Litið er til af skinni á Færeyjum og ganga menn því oft berfættir langar leiðir, vegir eru engir, eigi troðningar einu sinni. Þeir hafa hesta að vísu, en eigi marga; þeir eru minni en islenskir

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.