Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 6
62 ÓÐINN og einn þeirra fáu manna, er hugsaði mjög grand- gæfilega hvert málefni, áður en hann tók af- stöðu til þess. Hann var prúður maður og til- lögugóður í sveita- og hjeraðsmálum, enda voru honum falin hreppstjórnarstörfin skömmu eftir að hann byrjaði búskapinn, og ljet hann sjer jafnan mjög ant um heill og heiður sveitar sinnar. Hann var sýslunefndarmaður öll bú- skaparár sín í Garðsauka. Vegna langvarandi vanheilsu konu sinnar, hvarf Jón að því ráði, að flytjast með fjölskyldu sína til Reykjavíkur, í von um að hún nyti þar betri læknisbjálpar, en það var skylduræknin, sem rak hann burtu úr átthögunum, æsku- stöðvunum, sem hann unni, og hefði annars aldrei farið burtu þaðan, enda gerði hann þær ráðstafanir löngu fyrir andlát sitt, að hann yrði fluttur að Stórólfshvoli, og fengi að bera þar beinin. Það var líka gert síðar. Eftir komu sína til Reykjavíkur keypli Jón húsið nr. 5 við Vesturgötu hjer i bænum, af Einari Renediktssyni, sem hafði nefnt það áður Aberdeen. I5au hjón eignuðust 3 börn: Elínu, Ragnheiði og Skúla, sem öll komust á þroskaaldur. Sigríði konu sina misti Jón snögglega 22. apríl 1905, og varð hún harmdauði manni sínum og börn- um, svo og öllum þeim mörgu, er höfðu kynst mannkostum hennar og göfuglyndi. Hún var fædd 19. nóvember 1856, og var, eins og getið er hjer áður, ein af hinum mikilsmetnu börn- um Skúla læknis Thorarensen og konu hans Ragnheiðar Þorsteinsdóttur á Móeiðarhvoli. Sigríður Skúladóttir var há og tigulega vaxin, og bar á sjer hreinan yndisþokka þeirrar konu, er aldrei vill vamm sitt vita. Hún var manni sfnum ágæt eiginkona og börnum sínum frábær móðir, sem alt vildi fyrir þau gera, er hún vissi að mætti verða þeim til gæfu og velgengni á lífsleiðinni. Hún var virt og elskuð af æðri og lægri, sem umgengust hana, en hjúum sfnum var hún fyrirmyndar húsmóðir, og hafði sjer- stakt lag á að segja yflrlætislaust fyrir verkum, hún var stjórnsöm og rækti heimili sitt með mestu alúð. Hún var mentuð kona og trúrækin, sem lifði í þeirri öruggu vissu, að eftir erfið- leika og heilsubrest, mundi bíða hennar annað betra líf hinu megin á landinu ókunna, hún lifði og dó í þeirri von, og munu vinir hennar eigi efast um að henni hafi orðið að trú sinni. Hún var grafin í kirkjugarðinum hjer í bænum og reisti maður hennar virðulegan minnisvarða á legstað hennar. Elín dóttir þeirra hjóna var fædd 1886, hún var gáfuð og elskuleg stúlka, en átti við lang- varandi vanheilsu að stríða og dó 17. ágúst 1915, og hvílir við hlið móður sinnar. — Skúli dó 1930 og er frá honum sagt í »Óðni« sama ár, en Ragnheiður er kenslukona við Kvennaskóla Reykjavíkur. Jón Árnason dó 10. mars 1910, og var fluttur austur að Stórólfshvoli og grafinn þar, samkvæmt ósk hans sjálfs. Börn hans reistu þar á leiði hans laglegl minnismerki. — Með honum hnje í val- inn einn af hinum góðu og einlægu sonum þessa lands, sem vann að köllun sinni af trúmensku og þeirri fölskvalausu skoðun, að fyrsta og æðsta skylda hvers einstaks manns sje sú, að vinna fyrir sjer sjálfum og skylduliði sínu, til þess að þurfa eigi að verða háður öðrum, en treysta á sjálfan sig og þann mikla Guð, sem öllu ræður, og sem maðurinn á að síðustu að mæta frammi fyrir, og gera þar reikning fyrir æfistarfi sínu. Deyr fje en orðstírr deyja frændr, deyr aldregi deyr sjálfr it satna, hveim sjer góðan getr. Sigurgeir Einarsson. Um þjóðskáldið sjera }ón Þorláksson á Bægisá. í Staðarhólstungum i Saurbæ bjó um 1880 Jón nokk- ur Ögmundsson, er var seinni maður Önnu, ömmu dr. Valtýs Guðmundssonar. Ólína Andrjesdóttir hitti eitt sinn Jón þennan og atvikaðist þá svo, að henni varð á munni þessi vísa eftir sjera Jón Porláksson: »Ingimund- ur Ögmundsbur, alsporaður kauði, hann er til þess hentugur: heim að reka sauði«. Segir þá Jón: »Pú ert þá að hafa yflr visuna um hann Ingimund bróður minn«. Fór Ólína þá að spyrja hann nánara út i þetta, og sagði hann að Guðríður móðir sín hefði verið skáldmælt vel og hraðkvæð, og hafi þau oft kveðist á hún og sjera Jón; hafl hann þá verið vanur að segja: »Biddu, Gudda, meðan jeg geng inn að púltinu mínu«. Pví hún var oft fljótari en hann. Jón var kominn hátt á áttræðisaldur og hafði gleymt flestum samkveðlingum þeirra, en þessa sögu sagði hann Ólinu: Prestur hafði farið í kaupstað rjett fyrir ieitirnar, og kom heim síðla kvölds, þá orðið var rökkvað, en heimafólkið var úti, því veður var gott, og sá prest ríða heim, og reið hann hratt. En er hann kom efst í tröðina, var þar svað mikið, svo hesturinn

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.