Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 5
ÓÐINN G1 en dó á heimili sinu, Ránargötu 12 hjer í bæn- um, 23. mars 1932. Hún var óvenjulega þrek- mikil kona, hagsýn og háttprúð, sem lifði fyrir heimili sitt og var því leiðarljós í hvívetna, hvort heldur á meðan dáð og dugur hennar var í fullu fjöri, eða eftir að aldurinn færðist yfir og eðlileg hrörnun fór að gera vart við sig. Hún var ávalt athugul húsmóðir og skyldurækin móðir börnum sínum, en manni sínum var hún ástrik og einlæg allan þeirra langa samvistar- tíma. Hún var fríð kona og höfðingleg, tiguleg og aðsópsmikil í allri framkomu, kona sem kunni að skipa fyrir verkum, og gat líka laðað að sjer þá, sem undir hana voru gefnir. Hún var prýðilega gáfuð kona og vel að sjer um alt, sem íslenskt var, hún las mikið og mundi það frábærlega vel. Þau hjón voru samhent í allri háttprýði og dagfari á heimilinu, og glaðlyndi þeirra og gest- risni var þeim jafnan sameiginlegt. — Með þess- um mætu hjónum eru horfnar sjónum vorum göfugar manneskjur, er höfðu það jafnan hug- fast að vinna sjálf sín störf og vera óháð öðrum, og töldu það æðstu skyldu sína að láta gott af sjer leiða, bæði á heimili sinu og utan þess. Pau glöddu margan snauðan á hinnl löngu æfi- Ieið sinni, og víst mun verða sagt við þau: »Pað sem þið gerðuð einum af mínum minstu bræðrum, það hafið þið mjer gert, gakk inn í fögnuð herra þíns«. Börn þeirra, barnabörn og ættmenn, munu jafnan blessa minningu þeirra, en vinir þeirra vita »að lengi lifir mannorð mætt, þólt maður deyi«. Sigurgeir Einarsson. # Til kaupenda Óðins. »Óöinn« beinir peirri ósk í allri vinsemd til kaup- enda sinna, að peir borgi blaðið árlega, en láti ekki safnast fyrir hjá sjer skuldir. Þótt blöð og tímarit, sem gefln eru út með ríflegum styrkveitingum úr opinber- um sjóðum, eða frá stjórnmálaflokkunum, þoli pað, að eiga borgunina hjá mönnum árum saman, eða að missa hana alveg, pá mega menn ekki ætla, að hin blöðin og tímaritin, sem kostuð eru af einstökum mönnum og engan styrk hafa við að styðjast frá öðrum en kaupendunum, standist petta. — En pað mundi reynast alt annað en heppilegt fyrir bókmentir landsins og blaðamensku, ef til pess kæmi, að ekkert gæti komið hjer út annað en pað, sem kostað væri meira eða minna af opinberu fje eða pá af stjórnmálaflokkunum. 3ón Árnason hreppstjóri. Pegar jeg var að taka satnan minningarorð þau um Jakob Árnason, sem birtast hjer á öðrum stað í »Óðni«, hugkvæmdist mjer að líta í »Pjóðólf« og »ísafold« frá þeim tíma að Jón Árnason bróðir hans, frá Vestri-Garðsauka, fjell frá, en mjer til mikillar undrunar fann jeg þar að eins frá- sögn um andlát hans og athafnalíf í fáorðum bæjarfrjettum, og í »ísafold« er beinlínis rangt sagt frá nokkrum atriðum, er virðist nauðsyn- legt að leiðrjetta fyrir annála Reykjavíkur. Jón var sonur Árna Árnasonar og Elínar Jak- obsdóttur í Vestri-Garðsauka í Hvolhreppi, og er fæddur þar 14. febrúar 1845. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, en eftir að faðir hans dó, bjó hann með móður sinni, en bróðir hans, Jakob, tók bústjórn á jörðinni og gerðist þar bóndi. Þegar Jakob ílutti frá Garðsauka, vorið 1883, og fór vestur í Ölfus, fjekk Jón ábúðar- rjett á jörðinni hjá sjera Matthíasi Jochumssyni, er þá var prestur í Odda, og tók sjer hjú og ráðs- konu. En síðar á árinu giftist hann Sigríði Skúla- dóttur, læknis Thorarensen á Móeiðarhvoli, myndar- og mannkosta konu, eins og hún átti kyn til. Hún tók þegar við bústjórn í Garðs- auka, og ávann sjer brátt virðingu og hylli hjúa sinna og nágranna, enda varð heimilið þegar með fyrirmyndarbrag, þar sem æðri og lægri komu og nutu gestrisni og höfðingskapar þeirra hjóna. Jón var búhöldur mikill, ráðdeildarsamur og var sýnt um öll fjármál. Hann var orðinn mjög vel fjáður maður, er hann byrjaði búskap- inn, því auk þess að hann hafði efnast á störf- um sínum, rjeðist hann í það happa-fyrirtæki að kaupa »Stórólfshvols-torfuna«, þ. e. Stórólfs- hvolinn, ásamt hjáleigum þeim, er lágu undir hann, svo og jarðirnar Miðkrika og Dufþekju. Hann varð að borga kaupverðið þegar við afsal, því að eigendurnir voru margir og fjevana. En Jón fjekk þegar lánað það, sem hann þurfti af fje, hjá frú Ragnheiði Þorsteinsdóttur Thoraren- sen á Móeiðarhvoli, og greiddi hann henni lánið skilvíslega eins og um var samið. Jón var sjerstaklega orðheldinn og áreiðanlegur maður, og hafði því traust og virðingu allra þeirra, er höfðu kynni af honnm. Hann var prýðilega sjálfmentaður maður, eftir því sem þá gerðist,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.