Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 18

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 18
74 ÓÐINN Hrútshellir í Hrólfsstaðahellislandi. (Áður óprentað kvæði, eítir Guðmund Guðmundsson skáid). Volegt er í Hrútshellir um heldimm vetrarkvöld, hjer á sjer bústaö hin mesta vætta fjöld, glottandi forynjur gripa í sjerhvern mann, sem gengur i myrkri í voðahelli þann. Heyrist þar um næturnar geigvænlegt gaul, grenjandi öskur og hamramt drauga raul, dynkirnir þungir, sem hrynji hamraborg, hringl og kynlegt málmhljóö og feiknalegl org. Lítirðu inn um mynnið, þar gulur logi upp gýs úr gólfinu og blóðið í æðum nærri frýs, af hrylling í myrkrinu glórir glyrnur í, og gráleit að augum þjer svifa þoku-ský. Rammar eru merktar þar rúnir á hvern stein, sem ristu forðum vættir, er gerðu lýðum mein; ef gengirðu’ inn, töfra þig tálfull drauga grey, þú tryllist, þú villist og dyrnar finnur ei. Par yfir i hamrinum situr gýgur grá, gýgjuna slær hún með ógnum þrungna brá; ef hlustarðu’ á slaginn, þú standast eigi mátt, þú stökkur fyrir bjargið og molast í smált. En verstur er í Hrútshelli um heldimm vetrarkvöld hrúturinn gamli af leiðri vætta fjöld, hann stangar svo bergið, að skelfur hamra höll og hissa á það stara hin geigvænlegu tröll. Svona eru nú söngvarnir mínir núna. 28. nóv. 1892. Guðmundur Guðmundsson. 24. Hraðfrjettir komu til manna, og biðum vjer nú eftir vatnsins hræringu, er vjer höfðum sent brjef vor til Hafnar kvöldið fyrir. Á Grænlandi skilið eftir: hvalbátur, tjald stórt, sem Grænlendinga-tjald úr skinni, nokkur lín- Iök &, má telja sumt eða alt tapað. Ferðin í Islandi: 14 hestar, 5 menn, kostnað- ur um £ 53 eður 500 rd., hestar og söðlar 1 Reykjavik 98 rd. Áður ferðin hófst frá Suðurhamptúnum var kostnaður 25.000 pd. Þar af 12000 pd. til Dana. Nú þvi um 30.000 pd. Eftirmáli. Það var ameríkanski verkfræðingurinn Gis- borne, sem fyrstur gerði þá tillögu að tengja saman símanet Evrópu og Ameríku með sæsíma. Fyrsta tilraunin var gerð 1857, en síminn slitn- aði þegar rúmar 50 mílur höfðu verið gefnar út. Næsta ár var þráðurinn sendur á 2 skipum, sem mættust á miðju hafinu, og lögðu þaðan simann sína leið hvort. Þráðurinn slitnaði nokkr- um sinnum, en þeim tókst að bæta hann, og 5. ágúst 1858 var þráðurinn settur í land í Ir- landi og Nýfundnalandi, 320 milur á lengd, og hafði þá allur kostnaður numið um 22 miljónir króna. Vegalengdin var 250 mílur milli Valentla á írlandi og Trinity Bay. — Mikil var gleðin, en hún var stutt, því 1. september hætti hann að flytja skeytin og nú liðu sjö ár áður en ný tilraun væri gerð, eða 1864 — 390 milna langur þráður, 3750 m. kopar, 5250 m. járnþráður og 60.000 m. snæri kostaði um 12.600.000 kr. — »Austri hinn mikli« fór nú einn með þráðinn frá Irlandsströnd og komst 177 mílur, en þá brast þráðurinn. En strax næsta sumar, eða 28. júlí 1866, lenti Austri hinn mikli við Nýfundna- land með sæsímann heilan og óslitinn, og síðan hefur aldrei verið simasambandslaust milli þess- ara heimsálfa. — Næsta ár náði A. h. m. upp þræði þeim, sem hann misti 1865, og kom honum alla leið, svo þá voru 2 þræðir, sem tengdu álfurnar. Jón Jónsson læknir. ®® Á rústum Brattahlíðar 27. oktðber 1860. Eftir Arnljót Ólafsson. iq y / Harður er steinn, en hörðum höndum vann sá, er kannat láð nam ok skóp lýðum land grænt fur ver handan. Harður er steinn, en herða hugar fjekk þó bugat; tegldisk bjarg í borgu, bauð svá Eirikur rauði. Pungur er steinn, en þengill þrótti stýrði dróttar, frjálsra handa, fundnum færivjelum stæra. Pungur er steinn, en þyngri þuldir dómar Skuldar eru, at arfa horfin auð stár borg hins Rauöa. Kaldur er steínn — á kveldi kátir feðgar sátu, hjetu lönd, at heitum hreinkvists lög i steini. Kaldur er steinn ok köldum kynlausum hlýr vinum; öld gat betri aldri ein þó bautasteina. ®®

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.