Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 27

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 27
ÓÐINN 83 þeir hjá mjer mestallan daginn og lásu fræði sín, og hlýddi jeg þeim yfir á víxl. Minnist jeg margra af þeim piltum með mikilli gleði. Jeg hafðí fyrir lestrar- og kenslustofu austurstofuna í Melsteðshúsi, og sat þar hjá þeim, meðan þeir voru að lesa undir, og var eftirgangssamur við þá. A kvöldin, er lestri var lokið, þvoðu þeir sjálfir gólfið og bekkina í stofunni, og var títt gengið að því með mikilli atorku, og fjöri. — Vorið 1905 man jeg sjerstaklega eftir Einari Kvaran, syni skáldsins; hann var svo skemtilegur lærisveinn. Hann var mjög ungur, jeg held 12 ára eða svo, og fremur lítill þá. Það voru heimtuð 10 kvæði, lærð utan að, til inntökuprófs, og máttu sveinarnir velja þau sjálfir. Einar valdi Höfuðlausn, og jeg sje enn fyrir mjer myndina af því, er Einar stóð og hóf upp kvæðið með hljómþýðri rödd, en fremur ólíkur Agli. Sólin skein inn í kviststofuna, og drengurinn stóð þar rjóður og ákafur, og flutti hið forneskjulega kvæði hið besta, og hlaut hrós fyrir. En jeg skemti mjer ágætlega, því umgerðin um kvæðið gaf því nýjan blæ. — Margar slíkar yndisstundir átti jeg með piltum mínum. — Jeg man hve glaður jeg varð, er jeg var beðinn fyrir Bjarna litla Jósefsson, frá Melum í Hrúta- firði. Það var vorið 1906. Hann var það vor bestur í dönskum stíl í flokki mínum. En því hlakkaði jeg svo til að kynnast honum, að jeg hafði ávalt í fersku minni þá skemtun, er jeg hafði haft af honum, er jeg árið 1898 gisti á Melum, eins og jeg hef áður sagt frá. — Um vorið 1906 bar tvent til mikilla rauna. Hið fyrra var feikndagurinn mikli, laugardagurinn 7. apríl, er hinn stóri og vandaði Kutter, »Ingvar«, fórst inni við Viðey, og með honum 19 hraustir og góðir drengir. Jeg gleymi aldrei þeim degi, er vjer næstum því gátum sjeð dauðastríð þeirra hjeðan úr bænum, án þess að unt væri að koma þeim til bjargar. Þar fórust margir vinir mínir, og þar á meðal þrír fjelags- bræður, sem mjer þótti vænst um af þeim öllum; en það voru þeir Tyrfingur Magnússon, skipstjóri, Júlíus Arason, stýrimaður, og Sigurður Jóhannesson, ung- lings piltur, hinn besti og mannvænlegasti. Þessir þrír voru mínir virktavinir, og kærir mjög. — Daginn áður en þeir höfðu lagt út í síðasta sinn, komu þeir allir til mín til að kveðja, eins og þeir altaf voru vanir. — Fárviðrisdaginn mikla var jeg ekki samt mjög kvíðafullur, jafnvel eftir að jeg vissi að »Ingvar« var strandaður, því að jeg treysti því að mennirnir mundu bjargast upp í Viðey. Jeg man eftir því, að jeg hafði latínutíma kl. 5-6 um daginn. Varð fyrst lítið úr kenslu, því að allir piltarnir voru sem á nál- um og gátu ekki um annað hugsað en strandið og mennina, sem þeir vissu að hjengu uppi í reiðanum. Sjerstaklega man jeg að Olafi Thors var mikið niðri fyrir. Hann gat ekki á heilum sjer tekið, eða verið kyr eitt augnablik. Loksins sagði jeg: »Jeg sje ekki að við gögnum þeim neitt með því að æðrast hjer, og svíkjast um latínuna. Nú gefum við okkur alla að henni þennan tíma og hugsum ekki um annað*. — »Það er ómögulegt!* sagði Óli. — »Jú«, sagði jeg, »því að við getum hvort sem er alls ekki dugað þeim neitt, ef við gætum það, færum við strax, en það gagnaði þeim ekkert; og svo vil jeg ekki heyra eitt einasta orð meira um þetta, fyr en tíminn er búinn*. — Jeg held að jeg hafi hálfsært Óla með þessu kaldlyndi, sem honum fanst vera. — Fyrst næsta morgun frjettust að fullu þau tíðindi, að enginn hefði af komist. Sá Pálmasunnudagur var alldauflegur. Jeg fór inn á Spítala og messaði þar, og var mjer þá þungt um hjartað. Öll páskavikan var sannkölluð sorgarvika. Einn daginn var komið í land með 13 lík þeirra, er þá höfðu rekið, og var múgur og marg- menni samankomið niður við bryggju, til þess að taka á móti þeim og fylgja þeim upp í líkhús. Þegar þar var komið, var jeg beðinn um að biðja bæn þar inni. Það var erfitt, því ofurharmur vildi varna máls. Nú bættist ofan á þetta fregnin um tvær skútur, sem farist höfðu uppi á Mýrum ofviðrisdaginn, og var á þeim mannval mikið, og þekti jeg þá allmarga. Páskadagurinn var einn sá undarlegasti Páskadagur, sem jeg hef lifað. Um morguninn kl. 8 var Dóm- kirkjan troðfull af fólki, svo ekki var auður nokkur gómstór blettur. Jón Helgason, dócent, prjedikaði og hjelt átakanlega ræðu. Öll kirkjan flaut í tárum, og páskaboðskapurinn kom sem máttugt afl inn í þjóðarharminn. Það voru ógleymanlegir Páskar, og ógleymanleg var einnig sú mikla jarðarför, er eftir fylgdi. — Hið annað sorgarefni var það, að unglingspiltur, Guðbjörn Jóhannsson, frá Litla-Seli í Rvík, druknaði skamt frá landi, var að synda þar og hefur víst fengið krampa. Þetta var mánudaginn 18. júní. Hann hafði verið dæmalaust áhugasamur fjelagsdrengur í deild- inni sinni og var andlega þroskaðri en flestir drengir á hans reki. Hann sótti altaf biblíulestra í aðaldeild- inni, enda þótt þeir væru nú fremur fyrir fullorðna, en hann fylgdist svo vel með, og kom sjer þannig, að allir unnu honum, sem voru í biblíulestrarflokkn- um. Hann las líka biblíuna heima hjá sjer. Lát hans vakti mikla hluttekningu meðal fjelagsfólks og biblíu-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.