Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 31

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 31
ó Ð I N N 87 mjög til að koma við í Hvítanesi og sjá bræðrahóp- inn, og einkum Pjetur litla, því að hann var stöðugt í huga mjer. Við riðum því þangað heim og var okkur tekið þar með allri blíðu. Allir voru dreng- irnir siðlátir, en ófeimnir og hinir efnilegustu. ]eg fann að Pjetur hændist mjög að mjer. — Einn af drengjunum, Hafliði, var ekki heima, og fjekk jeg ekki að sjá hann að því sinni. — Þaðan riðum við út með Hvalfirði og yfir Reynivallaháls-taglið, og komum við á Hálsi hjá Þórði bónda; hafði jeg eitt sinn áður komið þar, í tíð sjera Þorkels á Reyni- völlum, er við ]ón Þorkelsson, skólabróðir minn, fór- um að heimsækja Þorbjörn Þórðarson, skólabróður okkar og mjer mjög kæran. — Á Hálsi var mesta höfðingssetur. — Síðan hjeldum við Guðmundur fram að Reynivöllum og vorum þar um nóttina. Þá nótt samdi jeg ræðu mína til næsta dags. A Reynivöllum hitti jeg ungan vin úr Reykjavík, Gunnlaug son Guð- mundar landlæknis Björnssonar; var hann í sumar- dvöl hjá þeim prestshjónunum og var hinn efnilegasti og Ijúfasti sveinn; hann var þá kornungur að aldri. Við kirkjuna hitti jeg líka vini frá Valdastöðum, Þor- kel og Steina, sem mjer voru að góðu kunnir frá því um aldamót, er þeir voru >á skútu« og komu til mín í Grjótagötu, og Berg bróður þeirra, 12 ára gamlan, hafði jeg eitt sinn hitt, nýkominn á báti ofan úr Kjós, og hafði hann verið hjá mjer eina nótt. Þeir bræður fögnuðu mjer vel og þótti mjer vænt um að sjá þá. — Eftir messu hjeldum við Guðmundur til Flekkudals og vorum þar um nóttina. Þar bjó Ólafur, bróðir Guðmundar, og þar hafði Guðmundur alist upp. Höfðum við þar ágæta nótt. Mánudags- morguninn fórum við þaðan og komum við á Grjót- eyri, en þar bjó Sigríður Magnúsdóttir, Árnasonar trjesmiðs í Reykjavík, og átti jeg þar vini að mæta, því alt það fólk hafði verið mjer einkargott á skóla- árum mínum. — Við komum líka við á Bæ. Þar var mesti myndarbragur á öllu. Tók Andrjes bóndi Ólafs- son vinsamlega á móti okkur. Hann átti hóp myndar- barna. Þar hitti jeg guðsson minn lítinn úr Reykjavík, Pjetur Kristinsson. son vinar míns Kristins Ágústs ]ónssonar, stýrimanns, og Guðríðar Þórðardóttur, er var ein af stofnendum K. F. U. K. Pjetur var þá á þriðja ári og fagnaði mjer hjartanlega. Var móðir hans þar með hann í sumardvöl. Þaðan hjeldum við svo af stað og riðum fyrir framan Esju og hröðuðum nú ferðinni til Reykjavíkur. Klukkan var nálægt 9 um kvöldið, er við fórum yfir Elliðaárnar og riðum niður Laugaveginn. Þar ljetum við hestana lötra, því við vorum svo hugfangnir af kvöldfegurðinni. Það var komið fram um sólsetur og veðrið hið fegursta. Faxaflói var allur sólroðinn og lá í þeim undraljóma og gullgliti, að jeg hef aldrei sjeð hann í svo dásam- legum dýrðarljóma, og þar við bættust litbrigðin á Esjunni, sem enginn getur lýst. — Svo endaði þessi vikuferð og styrkti mjög þá vináttu okkar Guð- mundar, sem æ hefur haldist síðan. — Þegar við kom- um heim, frjettum við að burtfarardag okkar, fyrra mánudag, hafði orðið stórkostlegur húsbruni í Hafnar- firði, og höfðu Flygenrings-húsin brunnið og nokkur fleiri hús. Vissum við þá fyrst hvað mökkur sá hinn mikli hefði haft að þýða, er vjer af Svínaskarði sá- um yfir Hafnarfirði, og okkur hafði furðað svo á, að við urðum í sífellu að líta um öxl, til að horfa á hann. Þessi í hönd farandi vetur var fremur daufur, því fjelagslífið lá því nær niðri. Var örsjaldan hægt að halda fundi, vegna þess að nýja húsið var ekki nærri tilbúið, eins og heitið hafði verið. Það eina, sem hægt var að gera, var að hafa biblíulestra heima hjá mjer. Mjer brá við, því nú voru engir drengjafundir, eng- inn sunnudagaskóli, engin sjómannastofa. Alt lá eins og í kaldakoli. og margir unglingar afvöndust fjelag- inu og komu ekki framar. ]eg veit ekki hvernig mjer hefði liðið, ef jeg hefði ekki haft talsverða kenslu, og talsverða umgengni við skólapilta, sem heimsóttu mig, og svo hina eldri fjelaga, sem komu altaf við og við til mín, og jeg til þeirra. Svo var mjer sent nýtt verkefni rjett fyrir jólin. Þau rök lágu til þess, að Gunnar Sæmundsson, sem ávalt hafði verið mikill vinur minn, kom suður um haustið, til þess að stunda nám á prestaskólanum. Hann var mjög vel gefinn maður, og snillingur að leika á orgel. Hann fjekst og dálítið við að semja lög. Þegar Björn ]ensson, latínuskólakennari, dó, hafði Jóhann Gunnar Sigurðs- son orkt kvæði eftir hann, kveðju frá skólapiltum, og Gunnar Sæmundsson búið til lagið, en piltakór söng það við jarðarförina; þótti það vel takast hvort- tveggja; en þeir voru þá báðir í skóla. — Þegar jeg bjó í Grjótagötu og á fyrstu Melsteðshúss-árum mín- um höfðu þrír efnilegir skólapiltar verið í vinfengi mínu, og voru sjálfir mjög samgrónir, en það voru þeir Jóhann Gunnar, Lárus Sigurjónsson, báðir skáld- efni góð, og Gunnar Sæmundsson. En í ofurkappi gengu þeir eitt vorið norður í land, og höfðu ein- sett sjer að ná á þrem dögum fótgangandi norður í Skagafjörð, og reyndu víst alt of mikið á sig, urðu fyrir heilsutjóni, sem sett var í samband við þessa för. Jóhann Gunnar dó, Lárus varð kand. theol., en var um áraskeið lamaður á heilsu og fór til Ameríku.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.