Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 30

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 30
86 ÓÐIN N hefði jeg ekki gert þetta, en jeg hjelt að þeir hefðu gott af þessari æfingu í stillingu og píndi þá því svona. — Svo þegar við vorum búnir, sagði jeg að nú mættu þeir fara. Þeir spurðu hvort þeir ættu ekki að hjálpa til að bera út bækur mínar. — Jeg sagði »nei«, því að ef húsið brynni alt, vildi jeg heldur missa bækurnar, en fá þær allar skemdar. Jeg heyrði að slökkviliðið var komið á vettvang, og fjekk að vita að það væri að yfirbuga eldinn. Það varð líka svo, að litlar urðu skemdir niðri. En þetta hafði eftirköst, því að um kvöldið komu til mín ýmsir vinir, og var verið að tala um þetta, sem komið hafði fyrir um daginn; var líka talað um, hve mikil eldhætta væri í húsinu, og hve slæmt væri að hafa alt óvátrygt, sjer- staklega bækur mínar. Mjer fanst engin þörf á vá- tryggingu, því margar af bókum mínum væru vina- gjafir, og knýttar við þær minningar, sem peningar alls ekki gætu bætt úr. Vjer gengum svo nokkrir suður á Mela, og altaf voru þeir að klifa á þessu. Pjetur Gunnarsson spurði, hvers virði jeg hjeldi að væru bækur mínar. Jeg kvaðst halda að væru þær seldar á uppboði, fengi jeg fyrir þær nokkur hundruð króna, en jeg vildi ekki selja bókasafn mitt, þótt mjer væru boðnar i það fimm þúsund krónur. Svo hættum vjer talinu og jeg hugsaði ekki meir um þetta. En eftir svo sem vikutíma, komu þessir sömu vinir til mín og færðu mjer að gjöf brunabótaskýrteini, hljóð- andi upp á 5000 kr., og var það gildandi til árs. Þá nótt gat jeg ekki sofið fyrir brunahræðslu, og þessi hræðsla varaði við í nokkrar vikur, því að mjer fanst þetta svo hátt, að það næði ekki nokkurri átt að innanhússmunir mínir væru svo mikils virði, og gæti þetta litið illa út, ef nú brynni rjett á eftir. Jeg varð líka afarfeginn, er tryggingartíminn var útrunn- inn, og hef aldrei síðan vátrygt neitt. Að nokkru leyti var þá um sumarið hjá mjer piltur að norðan, sem var hálf geðveikur. Hann hjelt að hann væri með einhverja voða meinsemd og fór til allra lækna, og trúði þeim ekki, er þeir sögðu hon- um, að ekkert gengi að honum, en gáfu honum samt einhverja óskaðlega dropa, og hafði hann um eitt skeið 12 recept sitt frá hverjum lækni, og var altaf að taka inn. Það var allerfitt að hafa með hann að gera, því hann var að vissu leyti í mestu eymd. Einn dag t. d. var hann viti sínu fjær af hræðslu um, að hann mundi deyja þann dag af »heilablóðfallic, og grjet og bar sig aumlega, hvernig sem jeg reyndi að hughreysta hann. Um miðjan dag kveinaði hann af því, að hann mundi vera búinn að fá garnaflækju, og um kvöldið var það orðið að krabbameini. — Það var oft bæði skringilegt og þó raunalegt, sem fyrir hann kom. En það skánaði nokkuð, er fram á næsta veiur leið. Annars var þetta sumar afar viðburðalítið; jeg var nær altaf heima; þó fór jeg eina skemtiferð upp að Þyrli á Hvaifjarðarströnd. Guðmundur Einarsson, síðar prestur og prófastur, bauð mjer með sjer. Við riðum svo mánud. 23. júlí af stað og fórum mína gömlu leið yfir Svínaskarð, og hjeldum um kvöldið til Reynivalla og vorum þar um nóttina í besta yfir- læti. Sjera Halldór er skólabróðir minn og góður vinur. Við vorum og saman eitt ár á prestaskólanum, síðasta árið hans þar og hið fyrsta mitt. Okkur talað- ist svo til, að jeg skyldi messa þar næsta sunnudag, er við kæmum aftur frá Þyrli. Daginn eftir komu okkar riðum við Guðmundur að Þyrli. Er við vorum komnir upp á Reynivallaháls, hittum við þar tvo drengi og námum staðar til þess að tala við þá. Þeir voru á leið heim til sín, að Hvítanesi, en sá bær stendur Kjósarmegin við Hvalfjörð. Þeir hjetu Edvarð og Pjetur, og kváðust vera synir Helga bónda Guðmundssonar á Hvítanesi. Þá rifjaðist upp fyrir mjer, að faðir þeirra hafði komið til mín þá um vorið í Melsteðshús og beðið mig að yrkja kvæði til minn- ingar um son hans, Kristján, er druknað hafði 7. apríl uppi við Mýrar. Hafði hann verið sá elsti af 8 sonum og mannvænlegur mjög. — Edvarð og Pjetur voru mjög laglegir piltar; var Pjetur sá yngri, eitthvað 7—8 ára gamall. Mjer leitst prýðisvel á hann og hafði gaman af að spjalla við hann. Svo hjeldum við Guð- mundur leið okkar og ljettum ekki fyr en við kom- um að Þyrli. Þá var þar bóndi Guðmundur Magnús- son, er kvæntur var Kristínu, systur Guðmundar Ein- arssonar, og var þangað þessari kynnisför einkum heitið. Var okkur tekið þar með mestu prýði, og sát- um við þar í þrjá daga og skemtum okkur hið besta. Þau hjón áttu efnilega drengi og voru þeir okkur mjög fylgispakir. Daginn eftir að við komum þangað var hið besta veður og sól og sumarblíða mikil. Við Guðmundur gengum þá fram á Þyrilsnes, okkur til skemtunar, og voru tveir af sonum bónda í för með okkur, annar þeirra hjet Magnús, löngu síðar prestur í Ólafsvík. Er fagurt þar úti í nesinu. Mjer þótti vænt um að sjá örn einn mikinn, er sveif þar á útþöndum vængjum yfir oss og flaug út eftir firði. Það grípur mig ætíð einhver hátignartilfinning, er jeg sje örn á flugi, og er leitt hve sjaldan menn fá að njóta þeirrar sýnar nú á dögum. Liðu nú dagar fljótt og lögðum við af stað frá Þyrli laugard. 28. júlí, og riðum nú annan veg en þann, er við komum. Langaði mig

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.