Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 36

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 36
92 Ó Ð I N N Ásmundur Ásgeirsson skákmeistari íslands 1933. Eftir dauða hans hjeldum vjer, jeg og hinir nán- ustu vinir hans af prestaskólanum, áfram biblíulestr- um vorum, þangað til fram um miðjan maí. Á sein- asta biblíulestrinum fjekk jeg mikla og ágæta bók, í fögru bandi. Það var æfisaga Frans af Assisi, eftir Johannes Jörgensen, og var framan á hana skrifað: »Frá Brandi og Briemum, þökk fyrir föstudagskvöldin*. ]eg las þá bók með áfergju mikilli, en stundum varð jeg að hætta, því að í lýsingunni af Frans sá jeg mína eigin mynd, sem mótsetning, svo að títt sveið undan samviskunni; jeg þoldi varla að lesa bókina, en gott hafði jeg af þvi samt. — Jeg hafði ekki Ieigt í Fischerssundi lengur en til 14. maí, og var nú búið að leigja það öðrum, en jeg vissi lengi vel ekki, hvar jeg ætti að fá mjer bústað. Jeg hafði neitað að eiga bústað í nýja húsinu. Jeg heyrði um vorið að steinhúsið í Litla-Seli væri til sölu. Mjer leitst vel á þann stað, og hafði hug á að kaupa það, ef jeg gæti. Það átti að kosta 3000 krónur. Jeg gerði nokkrar tilraunir til að festa kaup á því, og hugsaði jeg helst til þess, að jeg gæti flutt þangað 14. maí, og vildi jeg gjarnan fá þar leigt, þótt ekki yrði af kaupum. Mjer gekk ógreitt að fá mjer ábyrgðarmenn, og loksins, þann 13. maí, strandaði alt, og einnig það, að fá þar leigt, eins og jeg var bú- inn að fá vilyrði fyrir, og hafði þess vegna ekki svip- ast neitt eftir öðru húsnæði. — Þegar jeg kom heim um kvöldið, stóð málið þannig, að alt með Sel var komið í strand, og jeg hafði lofað að vera búinn að flylja fyrir kl. 3 næsta dag. Jeg hafði fengið mjer vagn og hjálparmenn til flutningsins, og átti vagninn að fara fyrstu ferðina kl. 10. En hvert hann ætti að fara vissi jeg ekki. Jeg vildi þó ekki um kvöldið segja mömmu frá þessum vonbrigðum, til þess að hún ekki hefði neinar áhyggjur; mjer fanst að nóg væri, að þær kæmu að morgni. — Jeg svaf samt ró- legur um nóttina, og snemma um morguninn var byrjað að taka saman flutninginn, og mamma, og allir aðrir, hjeldu að flytja ætti vestur að Seli. Svo kl. 9 kvaðst jeg þurfa að fara út, og mundi jeg kom- inn heim áður en fyrsti vagn færi. Jeg fór svo upp til Sigurðar Björnssonar, síðar brunamálastjóra, sem hafði með sölu og leigu á húsum að gera, og spurði hann eftir auðum íbúðum. Hann hafði eina íbúð til leigu í nr. 14 við Lindargötu. Jeg tók þá íbúð, og samningur var undirskrifaður. Jeg skoðaði íbúðina; það var neðri hæðin í tvílyftu húsi nýlegu, með tveim stofum og herbergi allstóru. — Svo var alt klappað og klárt kl. 11, og jeg flýtti mjer heim, og var þá búið að hlaða á vagninn. Svo fórum við af stað. Jeg sagði flutningsmönnum að þeir skyldu elta mig, hvert sem jeg færi. Svo var vagninum ekið út sundið, út á Vesturgötu; en þeim brá í brún, er jeg þá sneri í austur, í staðinn fyrir að þeir hjeldu að í vestur ætti að fara. Þeir höfðu orð á þessu, en jeg sagði þeim að koma á eftir mjer og furða sig ekki á krókaleið minni, enda væri hægt að komast vestur að Seli, þótt fyrst væri farið í austur. Svo fórum við þar sem leiðir lágu inn á Lindargötu. Þeir hjeldu víst að jeg væri ekki með öllum mjalla. Svo nam jeg staðar við nr. 14, og bað þá að taka af vagninum og bera inn. Þeir ætluðu varla að þora að gera það, uns þeir sáu að jeg hafði lyklavöldin að húsinu. Nú sagði jeg þeim hvernig á öllu stóð, og varð nú að þessu gaman. Þegar við komum svo aftur til baka, sagði jeg mömmu frá breytingunni, og ljet hún sjer það vel líka. Svo gekk nú flutningurinn vel og næstu nótt svaf jeg í nýja staðnum. — Það var ágætt sambýli við hús- eigandann, sem bjó á loftinu, og reyndist það fólk okkur vel. — Þegar alt var komið í lag, var þetta hin snotrasta íbúð. En jeg var lítið heima, því nú þurfti jeg að vera á daginn niðri í K. F. U. M., og sat jeg þar frá kl. 9 á morgnana lil kl. 7 á kvöldin, með hæfilegum matartíma. Jeg hafði eitthvað 8 drengi til kenslu, og voru ýmsir þeirra utan úr sveit. Þeir lásu hjá mjer undir yfirheyrsluna, og var það mjög skemtilegur flokkur. Sigfús Halldórsson stóð sig mjög vel og skrifaði Ijómandi góða stíla, bæði íslenska og danska. Hann hafði líka lesið mikið í l

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.