Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 26
82
Ó Ð I N N
voru þeir Árni Árnason, Guðmundur Kr. Guðmunds-
son, Konráð R. Konráðsson og Páll Sigurðsson.
Þeir stóðu sig allir svo vel, að jeg hafði sjaldan þá
ánægju að þurfa að finna að nokkru við þá, og
jeg var mjög hreykinn af þeim. — Margir fleiri
piltar en mínir fjárhalds drengir komu til mín og voru
mjer til mikillar gleði. ]eg bauð þeim á sjerstaka
fundi fyrir skólapilta eingöngu, og voru það jafnan
meðal minna bestu kvölda. ]eg lagði ríkt á við alla
skólapilta, sem voru í fjelaginu, að lesa til hlítar lexíur
sínar áður en þeir kæmu á fund. — Það yrði ærið
langt mál, ef jeg ætti að nefna alla þá skólapilta,
sem á þeim árum voru mjer til yndisauka og auðg-
uðu líf mitt, væri mjer samt slík upptalning afar-
ánægjuleg, og það svo að jeg er hræddur um að jeg
yrði alt of hreykinn, ef jeg slepti mjer út á þá braut.
]eg man hve mjer hiínaði um hjartaræturnar af fögn-
uði eitt sinn, er jeg var heima hjá Steingrími Thor-
steinsson, sem þá var orðinn rektor. Við vorum að
tala um K. F. U. M. meðal annars. Þá spurði hann:
»Er ekki þessi piltur (sem hann nefndi) hjá yður í
fjelaginu?« ]eg kvað svo vera; það var einn af
»dúxunum«. — »]á, jeg þóttist vita það«, sagði hann.
»Og þessi? Og þessi?« — »]ú«. — Svo spurði hann
um heilmarga og voru það alt góðir námsmenn. Svo
bætti hann við: »]á, mjer finst jeg geta greint þá úr,
því þeir skera sig úr að siðprýði og öllu góðu«. ]eg
var afar hreykinn með sjálfum mjer. Svo spurði hann
um einn, sem heldur þótti gáfnatregur, og var frem-
ur neðarlega í bekk, og sagði: »Er hann ekki einn
af yðar sjerstöku vinum?« — ]eg fjekk alt í einu
löngun til að afneita honum, þótt mjer þætti verulega
vænt um hann, en jeg skammaðist mín um leið fyrir
lítilmenskuna og svaraði játandi, en bæiti svo við:
»Hann á dálítið erfitt með að læra«. — Þá sagði
Steingrímur: »]á, hann er nú samt eitt af ljósum
skólans, því siðprýðin og iðnin er svo framúrskar-
andi; hann kemst leiðar sinnar*. — Mjer hefur altaf
sviðið undan, er mjer hefur dottið í hug þessi augna-
bliks freisting til að afneita vini mínum. — Stein-
grímur Thorsteinsson var ætíð mjög velviljaður fje-
laginu og veitti starfi mínu góðsama athygli og vel-
vilja. Annar maður var líka sá, er á þeim árum hafði
mikla þýðingu fyrir mig og örfaði mig mikið. Það
var öldungurinn Páll Melsteð. Hann var ávalt vel-
unnari starfsins, og fjör hans og gleði, þótt hann
væri nær blindur orðinn og kominn á tíræðisaldur,
hresti mig oft og hvatti mig áfram. Hjá honum og
konu hans, Þóru Melsteð, átti jeg margar ljúfar
stundir.
En af öllum mínum vinum í Latínuskólanum varð
enginn mjer hjartgrónari en Árni Árnason. Hann var
dulur, en gat þó verið glaður og kátur. Hann var
einn sá skylduræknasti piltur, sem jeg hef þekt, og
svo staðfastur í fyrirætlunum sínum, að engan hef
jeg þekt slíkan. Hann var, eins og áður er sagt, besti
námsmaður og latínumaður góður. Þegar hann var í
5. bekk, vorið 1905, höfðum við komið okkur saman
um að taka okkur morgungöngu kl. 7 — 8, til þess
að æfa okkur í að tala latínu. Á þeim tíma máttum
við ekki segja nokkurt íslenskt orð, í hve miklum
vandræðum sem við vorum. Á hverjum morgni kom
okkur saman um það efni, sem við skyldum tala um
næsta dag, og gátum svo safnað orðum frá því sviði,
sem um átti að ræða. Þessar latnesku morgunstundir
voru mjer mjög unaðslegar og hafði jeg mikið gagn
að þeim. Vorum við í þessum samtölum kennarar
hvor annars. Árni var heimspekingur og kristinn
piltur. ]eg kallaði hann »kristna stóuspekinginn*.
Hann tók öllu með jafnaðargeði og var alt af ánægð-
ur með kjör sín, og ljet ekki kröfur til þæginda lífs-
ins aukast, þótt ofar kæmist á mentabrautinni. Mætti
skrifa um mentaferil hans langt mál. Hann og Sig-
urður Nordal voru keppinautar um »dúx«-4ignina í
bekknum og veitti ýmsum betur. Þeir unnu hvor
öðrum sigursins og var mjer mikil unun að þessari
samkepni, báðir voru þeir »gentlemen« að hjarta-
rótunum. ]eg lærði mikið af þeim, og mörgum öðrum
af vinum mínum í Latínuskólanum um þessar mundir.
Um haustið 1905 gerðist Árni, af fjárhagslegum
ástæðum, húskennari á Bessastöðum, hjá Skúla alþm.
Thoroddsen. Mjer þótti það leitt, því jeg þóttist
sjá, að hann með því mundi fyrirgera ágætiseinkunn
sinni við stúdentsprófið, en það varð að vera svo.
]eg saknaði hans mikið um veturinn 1905-6, en við
skrifuðumst á, á latínu, og fjekk jeg löng og góð
brjef frá honum. Það bætti úr skák. — Ný reglugerð
fyrir skólann var komin á, að mig minnir 1904, og
var mjer illa við hana, því latína var, eftir henni,
kend að eins í þrem efstu bekkjunum. Komu nú upp
bekkir latínulausir. ]eg fjekk þó allmarga pilta, eftir
nýju reglugerðinni, til að hafa einn latínutíma hjá
mjer á viku. Kenslan var auðvitað kauplaus og hefði
jeg verið ríkur, hefði jeg viljað feginn borga piltun-
um kaup til þess að læra. ]eg hafði nú samt mikið
upp úr þessum tímum. ]eg eignaðist vináttu piltanna,
og hefur vinátta sú haldist við fram á þennan dag. —
Ennfremur tók jeg vorin 1905 og 1906 allmarga
pilta síðari hluta maí og júní, til þess að þjálfa þá
undir upptökupróf. Það var einnig ágætur tími; voru