Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 15

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 15
ÓÐINN 71 Hjer hafa menn, sem standa í þjónustu hjá Dönum, eigi leyfi til að gifta sig nema þeir hafi svo og svo mikið, eða fái leyfi til þess hjá inspectornum. Gjöld mærskra trúarboða á Grænlandi eru 4000 rd., taka þeir öll laun sin í vistum, en engin í peningum. Pósturinn kom í gær að sunnan og sagði mik- inn ís, þó komst Najaden, en þeir hafnsögu- mennirnir ætluðu til Júlianiuvonar. 11. Regn, snjór og regn, verið til kvöldverðar hjá Tvede, söngur og skemtun. 12. Gengið út langa leið og litið yfir landslagið. 14. Drukkið um kvöldið alt vín fyrir presti, menn gerðust ölvaðir----------ofurstinn fanst á hliðinni etc. elc. 15. Yerið hjá Tvede, sem oftar, en síðan borðað hjá Ordrup um kvöldið í skonn. Baldur, þar var þá Fotel frá brigg Emanuel og Olsen frá bark Jeanette. 16. Talað um ferðalag og ráðin för i bátum að morgni. 17. Fóru þrír bátar 117», um hádegi. Þá fór og Smith og Hansen. 18. Á Lukasmessu fór Tvede með Olsen kl. 10'). 19. Verið á skipi með ofursta hjá Fotel, skrítin og merkileg viðskifti við Lisabet, sem jeg skildi eigi, því miður fjekk jeg eigi tækifæri til að þekkja hana betur. Prestkonan talaði um Fjældgængere = útilegumenn. Mállýskur á Grænlandi sanna, og svo er jafnan þar, sem engin er bókfræði. — Mundu vel Tvede. Viljirðu þekkja lands- menn, lærðu fyrst málið. Grænlendingar þykja undirförulir og óþakklátir, en þó hefndargjarnir; vanþakklæti þeirra er varla rjett hermt. Sagan um Jansen prest, er prjedikaði í fjárhúsinu og fjósið var framkirkjan, nú á Sjálandi. 20. Vjer ljetum úr höfn snemma dags, milli (7 og 8) miðmorguns og dagmála. Hægur land- nyrðingur. Mættum Olsen fyrir framan höfnina. Um Tvede hugsuðum allir vjer, og löstuðum Olsen að verðungu. 21. Um morguninn vorum vjer fyrir framan Arsut, sigldum um daginn og lágum í Bóndahöfn um nóttina í Mjóasundi, milli Núnarsoit og Meg- inlands. Byrr var góður allan daginn. Höfnin 1) Kaupa fyrir frú Tvede: grön vitriot og Skede- vand og bækur eftir miða. Muna verður og Sigurð Ólafs- son, hann hefur eignast harn eður fleiri. Dr. Einar Ól. Sveinsson. Hann er norrænufræðingur frá háskólanum hjer, og fjekk par doktorsnafnbót síðastiiðið vor fyrir rit- gerð um Njáls sögu. Er það verk nú að koma út, á kostnað Menningarsjóðs, og fyrra bindið komið. — Margt hefur verið um Njálu ritað áður, einkum á erlendum málum, og margar kenningar íram sett- ar um afstöðu henn- ar i íslenskum forn- bókmentum. Er nú þarna fengið yfirlit yfir þetta og gagn- rýning á gildi margra af hinum eldri skoð- unum. — Allir telja Njálu eitt af hetstu listaverkum islenskra bókmenta, en flestir munu álita sann- leiksgildi sögunnar minna en margra annara fornsagna okkar. — Dr. Einar Ól. Sveinsson hefur um hríð gegnt embætti Sigurðar prófessors Nordal í fjarveru hans. var þröng, svo betra mundi hafa verið, að fara til Kaksimíut um kvöldið, kl. 47» lögðumst vjer. Litlu áður kom maður á nökkva sínum, svo kalla jeg kajak, hann var tekinn upp i skipið með nökkva sinum. Nökkva-maðurinn sagði oss, að Buldog hefði verið i Júlíaníuvon, þar lá og Norðurljósið; hann flutti brjef til Arsút og var á heimleiðinni. Senncrút er hálend, og landið fyrir sunnan Arsút er geysi-fjöllótt og hálent, og sumstaðar líkt fjallatindum á Islandi. — Farið út úr Bóndahöfn aftur. 22. Mættum herra Matzfeld á leiðinni skamt frá Júlianíuvon, og kom hann með oss þangað. Gengið á land og drukkið drjúgum hjá inspek- lor Muller. 23. Besta veður (safnað steinum), fjallagrös, geitnaskóf, brönugrös, mikið af grænum glimmer. Buldog hafði komið hingað 29. sept. og farið hjeðan hinn þriðja þ. m. — Schönheider mint- ist á kirkjugarðinn á Herjólfsnesi, og mýið. 24. Lítill snjóhreitingnr. — Með M’Clintock voru þeir Right sjómælingur og Wallic gyðingur, kristinn sonur Wallic i Kalkutta. Tailer fór með

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.