Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 2
58 ÓÐINN Rvik, og um skeið einn af forstjórum Lands- verslunarinnar. Hann var lengi oddviti Garðahrepps, en síðar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, og vann með atorku að framfaramálum bæjarins. Þegar Hannes Hafstein í fyrsta sinn gerði fulltrúa fyrir sjávarútveginn að konungkjörnum þingmanni, varð Á. Fl. fyrir valinu. Yar hann konungkjörinn þingmaður frá 1905 — 1912, en fyrsti þingmaður Gullbr.- og Kjósarsýslu 1924— 1925, og einn af stofnendum íhaldsflokksins. Árið 1925 veiktist hann og lagði þá niður þingmensku. Fór hann skömmu síðar utan sjer til lækninga, komst aftur á fætur, en náði aldrei síðar fullri heilsu. 1931 Huttist hann alfarinn af landi burt til Kaupmannahafnar og ljetst þar hinn 13. sept. f. á. Árið 1892 kvæntist hann Þórunni Stefáns- dóttur, fósturdóttur sjera Þórarins Böðvarssonar í Görðum, og liflr hún mann sinn. — Þau hjón eignuðust ellefu börn, og eru níu þeirra á lífi. Ágúst Flygenring var lágur meðalmaður, þrek- vaxinn og vel á sig kominn. Sviphreinn og svip- mikill, ennið mikið og hátt, snareygur og fas- mikill, svo að gustur stóð af honum hvar sem hann fór. Hann var einn merkastur íslendingur sinnar samtiðar og bar margt til. Hann var maður vel viti borinn og mentaður, að þekkingu og í allri framkomu, drenglyndur, ör og ekki altaf orð- var, en hreinskilinn og einlægur, einarður og kjarkmikill, eljumaður og starfsmaður, alvöru- gefinn, en þó glaðastur með glöðum, hjálpfús, greiðvikinn og gjöfull og gestrisinn, sem þeim einum er gefið, sem fæddir eru til höfðingdóms. Var hann jafnan sjálfur svipurinn og bragðið, og gerði sjer engan mannamun. Leið öllum vel hjá honum og hinni ágætu og mikilhæfu konu hans, jafnt háum sem lágum, og er því gest- risni þeirra alveg viðbrugðið í þessu gestrisn- innar landi. Sá, er þetta ritar, sá Ágúst Flygenring fyrst um aldamótin, og hafði upp frá því af honum mikil og vaxandi kynni, einkum þó eftir 1915. Unga menn laðaði hann að sjer með orð- hepni sinni, glaðværð og karlmannlegu viðmóti, og sóttust allir eftir að vera með honum. Og í allri samvinnu um alvörumálin, hvort heldur var á sviði stjórnmála eða atvinnulifsins, var hann einstakur maður, því enda þótt hann hefði haldbetri þekkingu og meiri lífsreynslu en flestir aðrir og væri að eðlisfari ráðríkur, þá var hann svo samvinnuþýður, að hann hlýddi með gaum- gæfni á tillögur annara, og vildi jafnan það eitt hafa er rjettast sýndist. Hafði hann því mikil og góð áhrif á hvert mál, er hann hafði með höndum, og verður farsæld og nytsemi þess starfs seint rakin. Hjer á landi eru þess óteljandi dæmi, að menn hafi af sjálfsdáðum og eigin ramleik brotist úr fátækt og ýmist til menta, fjár eða metorða. Ágúst Fiygenring lagði undir sig öll þessi draumalönd hins fátæka en framgjarna æsku- manns, en það auðnast fæstum. Ágúst Flygenring hafði mikil afskifti af opin- berum málum, bæði í hjeraði og á Alþingi. Sómdi hann sjer vel í hóp stjórnmálamanna og mun hafa haft gaman af þeim viðfangsefn- um. En þótt hann væri bæði vinsæll og vel metinn, jafnt af samherjum sem andstæðingum, og hvorutveggja að verðleikum, þá gat hann sjer þó ekki þar þann orðstír sem lengst mun lifa. Afrek hans, þau er af bera, liggja á sviði atvinnulifsins, því hann var einn, og ekki sistur, af framherjum þeirrar fámennu sveitar, sem stórstígust hefur verið á framfarabrautinni alt frá landnámstíð. 1 baráttunni við sjálft lífið, við óblíða íslenska náttúru, fátæktina, deyfðina, fáfræðina, og seinna í lifinu við öfundina, — í þeirri baráttu var Ágúst Flygenring hinn ósigrandi og ósigraði vík- ingur, sem engin járn bitu og aldrei Ijet bugast, hversu sem á mæddi. Á þeim vettvangi vann hann sína stærstu sigra, sjálfum sjer til vegs og þjóð sinni til blessunar og farsældar, og þar stendur minning þessa máttarstælta meiðs um ókomna tima sem óbrotgjörn sönnun þess, hvers mannvit og mannkostir megna. Ólafur Thors. Ágúst Flygenring heima í Hafnarfirði. Þegar jeg geng vestur í bæinn og horfi á húsið, þar sem Ágúst Flygenring bjó, þá fer um mig einhver ónotaleg tilfinning. Þetta vill ekki fara af mjer, þó nokkur tími sje liðinn síðan að Ágúst Flygenring bjó þar og starfaði. Umskiftin eru mikil, skarðið stórt, sem dauð- inn hefur höggvið i hóp athafnamanna þessa bæjar.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.