Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 8
64 ÓÐINN Sveinn Jónsson og Elín Magnúsdóttir 10. ágúst siðastl. andaðist á heimili sínu hjer í bænum frú Elín Magnúsdóttir, kona Sveins kaupmanns Jónssonar. Hafði hún átt við langa vanheilsu að stríða og legið um tíma veik á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn, en var flult þaðan heim hingað nokkru fyrir andlátið. Frú Elín var fædd 12. ágúst 1876, dóttir Magnúsar Árnasonar trjesmíðameistara og Vigdísar Ólafsdóttur, prests Þorvaldssonar í Viðvík, en þau hjónin, foreldrar Elínar, ílutt- ust til Reykjavíkur vorið 1871, norðan úr Skagafirði, og dvöldu hjer síðan til æviloka og voru vel metín merkishjón. Er frá þeim sagt, með mynd af Magnúsi heitnum, í júlíblaði »óðins« 1911. Á yngri árum fjekst frú Elín við verslunar- störf, m. a. lengi í Thomsens Magasíni. En 8. júní 1918 giftist hún Sveini Jónssyni, fyrrum trjesmíðameist- ara, en siðar kaup- manni, sem er alkunn- ur maður fyrir dugnað og framtakssemi, hefur bygt fjölda húsa, bæði hjer í bæ og víðar, og var einn af stofnendum trjesmíðaverksmiðjunnar »Völundur«, en sú verksmiðja er nú orðin eitt hið mesta iðnaðar- og verslunar-fyrirtæki þessa bæjar, undir stjórn Sveins M. Sveinssonar, sonar Sveins Jónssonar af eldra hjónabandi. Hefur »Völundur« tvö síðastl. ár borið hæst útsvar allra gjaldenda hjer í bænum. Auk þessa hefur Sveinn Jónsson mjög starfað í ýmsum fjelags- skap hjer, svo sem Iðnaðarmannafjelaginu, Templarafjelaginu og stjórnmálafjel. »Fram«, sem mikið kvað hjer að um eitt skeið, og hefur hann hvervetna komið fram sem hinn nýtasti og merkasti maður. Hann er ættaður frá Steinum undir Eyjafjöllum, fæddur 12. apríl 1862, en kom hingað til bæjarins 21 árs gamall og lærði hjer trjesmíði hjá Þorkelí heitnum Gíslasyni. Eftir það var hann um hríð búsettur í Vestmanna- eyjum, en fluttist til Reykjavíkur rjett fyrir aldamótin og hefur dvalið lijer síðan. Hann var einn þeirra manna, sem gengust fyrir því, að koma hjer upp lik- neski Ingólfs land- námsmanns, og á síð- ari árum hefur hann í hjáverkum m. a. safnað öllu, sem hann hefur getað náð til, um Ingólf, látið vjelrita það og fært inn í bók, sem nú er orðin mik- ið verk. Við dóma sagnfræðinga um elstu frásagnir af landnámi Ingólfs og dvöl hans hjer fyrstu árin hefur Sveinn gert ýmsar at- hugasemdir, sem. eru eítirtektar verðar. Dóttir Sveins af eldra hjónabandi er Júliana listmálari, sem nú er búsett í Khöfn og veitir forstöðu kenslu- stofu í listvefnaði. Þau Sveinn og Elfn voru liðlega 15 ár saman i ágætu hjónabandi. Um frú Elínu hefur nákunnugur maður þeim hjónunum sagt m. a.: »Hún var greind kona og góð, og áhugasöm að hverju, sem hún gekk, hispurslaus í framkomu og drenglynd. Hún var söngelsk og sönggefin, eins og fleira af því fólki, og góður liðsmaður í ýmsum söngfjelögum hjer, og í Dómkirkju- kórnum í mörg ár. Hún var vel fjelagslynd, ósjerhlífin í störfum og iðjusöm. Hún var ágæt húsmóðir, gestrisin og glaðvær heim að sækja, og góður vinur vina sinna. Peir eru margir, sem sakna hennar og geyma minningu hennar«. Á heimili þeirra Sveins og Elínar, Kirkjustræti 8 B, ólust upp þrjú börn annarar dóttur Sveins af eldra hjónabandi, frú Sigurveigar Isebarn, sem áður hafði verið gift þýskum manni. Sveinn Jónsson og Elín Magnúsdóttir.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.