Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 33

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 33
ÓÐ I N N 89 mjög hrifinn af brjefi hans og um leið mjög gramur yfir að jeg gæti ekki gefið honum betri svör. Jeg hugsaði með mjer, að vert væri að hjálpa honum yfir fyrstu boðana á námsbrautinni og skrifaði hon- um eins og var, en sagði, að vegna móður hans vildi jeg gera fyrir hann það, sem jeg gæti, og mætti hann koma til mín seinni hluta vetrar, ef hann vildi, og skyldi jeg kenna honum undir skóla, og sjá um hann fram yfir inntökupróf. -- Jeg fjekk aftur svar, að hann mundi koma með pósti í lok marsmánaðar. Jeg beið með eftirvæntingu komu hans og hlakkaði til að kenna svo greindum pilti. Svo kom hann, að mig minnir laugardaginn fyrir Pálmasunnudag, og settist að hjá mjer. Páskavikan var dálítið erfið, því að Gunnari Sæmundssyni stórhrakaði og mátti þá og þegar búast við dauða hans. Jeg stundaði hann eftir mætti, og kona hans, til skiftis; en hún varð mikið að vera yfir barni þeirra, sem var dauðveikt um þessar mundir. Dáðist jeg að, hve vel hún bar þessa miklu reynslu, svo ung sem hún var; en hún var Iíka í góðum höndum, þar sem Ingunn Blöndal, móðursystir hennar, hin mikla ágætiskona, átti hlut að máli með henni. Páskavikuna gat jeg fremur lítið sint mínum nýja gesti og getur verið að honum hafi leiðst. Jeg fann strax, að hann var alveg óvenjulega vel þroskaður, og hafði lesið ósköpin öll, bæði á ís- lensku og dönsku, var honum feikna sýnt um alt, er laut að »músik«, og vissi skyn á hinum miklu kom- pónistum, og var fróður um rithöfunda. Jeg varð al- veg hissa á því, sem hann vissi. Hann var mjög óeyrinn fyrstu dagana og toldi lítið heima, og átti erfitt með að setja sig inn í kringumstæður mínar. Jeg býst við að jeg hafi orðið honum til vonbrigða; hefur hann ef til vill, áður en við hittumst, gert sjer glæsilegar hugmyndir um mig, því »í fjarska virðast fjöllin blá«, en missa blámann þegar nær er komið. Jeg varð líka fyrir talsverðum vonbrigðum, til að byrja með. Jeg man sjerstaklega eftir einu kvöldi í páska- vikunni snemma. Hann hafði farið út og var ókom- inn um háttatíma. Jeg beið svo eftir honum þangað til kl. um 3 um nóttina, og var orðinn dauðhræddur um hann, að eitthvað hefði orðið að honum, eða að hann væri að villast, þar sem hann var svo ókunn- ugur í bænum. — Svo kom hann loksins, og var jeg orðinn gramur og hryggur. Jeg spurði hann hvar hann hefði verið, og fjekk að vita, að hann hefði verið að ganga úti einn. Svo þegar hann var hátt- aður, án þess að jeg hefði sett ofan í við hann, þá sat jeg lengi enn og var mjer þungt í skapi; svo skrifaði jeg á blað nokkrar greinar, í dæmisöguformi, um vonbrigði mín, aðallega til að fróa mjer. Það var skrifað í líku formi og bók ein, er jeg hafði lesið eftir Turgenieff. Það voru myndir, t. d. um gimstein, er jeg hafði þráð með mikilli eftirvæntingu, en er jeg fjekk hann, reyndist hann að eins gler. Alt var skrifað á líka lund. Um morguninn, er drengurinn vaknaði, rjetti jeg blaðið að honum þegjandi. Hann tók það og las það yfir, og sagði: »Er þetta eftir Turgenieff?* — »Nei«, sagði jeg, »en það gæti verið það«. — Alt í einu roðnaði hann, en sagði ekkert. Jeg tók blaðið og gekk inn í aðra stofu þegjandi. Við töluð- um ekki meir um þetta, en það var eins og hann yrði annar drengur við að eiga. Jeg segi frá þessu til að sýna, hve tilfinninganæmur hann var. Svo urð- um við bestu vinir. — Á skírdag gekk fjöldi fólks úr K. F. U. M. og K. F. U. K. til altaris, og var það hátíðleg stund, og mjer til mikillar fróunar, því þótt samfjelagið væri lítið um veturinn, þá sá jeg þó að fjelagið lifði sínu góða lífi fyrir því, og enn betur kom þetta í ljós á skírdagskvöld, því þá var haldin stór samkoma í hinu nýja húsi, sem þá var albúið. Það hafði og verið viðfangsefni þessarar viku að undirbúa alt undir þessa samkomu, sem var vígslusamkoma hússins. Slíkan sal höfðum vjer aldrei átt kost á að nota. Hann tók hjer um bil 300 manns í sæti, og var ljós og bjartur. — Það var fyrst á mánadaginn fyrir að jeg steig fæti mínum inn í hið nýja hús og skoðaði það. — Nú var fundarsalurinn fullur af fagnandi fjelagsfólki, sem allan veturinn hafði verið á dreifingu. Vmsum gestum hafði og verið boðið: biskupi landsins, dóm- kirkjupresti og prestaskólakennurum. Vígsluathöfnin fór vel fram. Docent Jón Helgason, formaður fje- lagsins, hjelt aðalræðuna, og verkfræðingur Knútur Zimsen talaði, og var hann sá, sem hafði haft aðal- umsjón með byggingunni. Jeg talaði og nokkur orð og var mjer margt í huga, er jeg mintist þess, að þetta var síðasti fimtudagurinn í marts, en síðasta miðvikudaginn í marts 1898 kom fyrsti drengjaflokkur inn saman í Rvík, og urðu þeir sammála um að stofna K. F. U. M., og skrifuðu sig á lista, en það varð til þess að fjelagið var stofnað 8 mánuðum síðar. Jeg var þakklátur Guði og mönnum fyrir slíkan fram- gang fjelagsins, svo langtum meiri en jeg hafði þorað að vona. — Eftir samkomuna sagði einn af stofn- endum fjelagsins við mig: »Manstu hverju þú spáðir vorið 1900, er fjelagið var liðlega ársgamalt? Þú sagðir, að eftir 10 ár mundi fjelagið hafa eignast tví- lyft fjelagshús, með stórum sal og fundastofum. Þá brostum við að þessum fallega loftkastala, en nú

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.