Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 16

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 16
72 Ó Ð I N N honum til Englands. Skipverjar voru þjófóttir, einn stal brók frá dóttur Matzfeldts. Dr. Slesser, Mr. Woods og jeg fórum til Stór- eyjar og sáum Friðreks sjöunda Koparnámu, hr. Lund frá Sydpröven og Holm frá Sardlok voru með. Etatsráð Lundt hefur tekið allan málm þar, þar er þó tin, bæði hreint og linsteinn. Herra Lund sagði mjer, að sumir Grænlendingar væru næsta sterkir, einn þeirra barði Ásgrims- son, svo hann varð sjúkur af. Allar blöðrurnar á nökkvum eru selmagar. 25. Farið upp í Igallikko eður Einarsfjörð. Mursartok er líklega Grávik, hún liggur gagn- vart Ekallúit, þar rennur Laxá út í Ekallúit. Iglorsoit (pl. af iglorsokhús, stórt hús) heitir austari hluti vikurinnar, sem er sljettari, og eru þar rústir, en Mursartok hin vestari. Kaneitsut er lengri vík, en Musrartúk er grárri. Hamarr stendur við djúpt gil að vestanverðu, á lítil eður lækur fellur í gilinu, fyrir austan gilið er lítið fell eður hamarr, er bærinn hefur dregið nafn af. t*ar heitir nú Daddibadda (neðan vatns, fyrir því, að vötn liggja að fjallabaki). Hamar liggur miðja vegu milli Ekalluit og Dals, eður rúma viku sjávar innar en Skallúit. Dalur liggur i dalverpi, þar sem nú heitir Sisardlúktog (illfiri, hin slæma fjara). Vjer ætluðum inn að Görðum (Kaksiarksuk, líkt þröngum firði), en komnmst eigi lengra en inn um nesið milli Einars- og Eiríksfjarðar að austan fyrir lagís, snerum siðan norður undir nesið og lágum framan undir nes- inu um nóttina. f*ar er Viðvik; nesið er lágt að framan en eigi sljett, en fyrir ofan er hátt fell eður hnjúkur. Grænlendingar kalla sauð: savoa, og er það sjálfsagt dregið af islensku. Nulluk þýðir lendar, það er Búrfell, þar stendur Löngunes. 26. Gengið á land, fundum Vik, sú rúst liggur norðan undir nesi þvi, er gengur fram milli Eiriksfjarðar og Einarsfjarðar. Framan í nesið gengur breið vík, þar lá Fox, en norðan undir nyrðra nesinu liggja rústirnar af Vík við litla vik, þar eru nú tvær melrakka-fellur. Farið til Brattahlíðar um nónbil, með mjer voru þeir Dr. Slesser, Mr. Woods, sonur Möllers og þrír Grænlendingar. Vjer komum seint um kvöldið, og sá jeg rústirnar í tunglsljósi. — f*á var fagurt veður og norðurljós. 27. Skoðaður bærinn Brattahlíð, fundið Stokka- nes, 107* aftur á skip, siglt til Júlíaniu-vonar á 6’/s stundu. Bleytuslettingur um daginn eður krapahríð, er varð að snjó. 28. Fagurt veður, lygnt, norðan andvari. — Gengið á land, borðað um kvöldið hjá Möller, dansað fyrsta sinn við Grænlendinga. Síðan drukkið hjá Lúlzen æði mikið. — Um nóttina kom hr. Zeilau. t*enna dag sigldi Norðurljósið til Hafnar. 29. Farið út að Hallandsey, og suður um Pardleot, norðarlega var grunt, en sunnar dýpra. 360 faðmar. Er nú í áformi, að leggja þráðinn upp eftir Einarsfirði. f*eir fundu rústir af bæ í botni Einarsfjarðar, og Zeilau segir, að stígur liggi út með firðinum að norðan fram á nesið milli og Eiríksfjarðar, og annar stígur liggi í króka upp frá nesinu upp á fjallið að landsunnanverðu. 30. Spiluð lumbra hjá Hoyer. Menn hjer eru Möller og Karl sonur hans, Lútzen við versl- unina, dr. Prosch, Jansen prestur. 31. Verið hjá Möller. 1. nóvember. Verið hjá Dr. Prosch til góðrar lumbru. — Þá um daginn var fjúk og krapi, en áður hafði verið alla tíð frost og hreinviðri, mest frost hafði verið um miðnætti 7 stig á R. eða nær 16° F. 2. nóvember verið hjá landstjóra með Davíð og dr. Slesser, sem oftar. Um daginn fór skipstj. Mr. Woods með Matzfeldt til að Ieita þeirra dr. Raes og Shaftners, en hann kom daginn eftir um sama mund, og hafði eigi orðið ágengt hið minsta. Mr. Woods átti að taka mynd, en eigi varð af þvi, sem og liklegt var. Peir voru um nóttina við koparnámuna, en sáu lítt hjá því, sem við sáum áður. 3. nóvember. Drukkið fast um kvöldið hjá landstjóra, keypt pipa og brotin. — Þá ljek son- ur hans marga leika. 4. Nú fóru menn af stað til að leita þeirra dr. Raes og Shaflners. — Skipstjóri, luktafant- urinn og barnakennarinn fóru á einum bát með 4 háseta, en hr. Matzfeldt á öðrum; hann stefndi til Kakortak og siðan Iandveg til Igalliko. — Drukkið púns að Hoyer og dansað um kvöldið. 11° R um miðnætti. 5. Petersen fór á bátnum til Numartalik með Sofíu Lúlzen, móður hennar og systur. Borðaði kvöldverð hjá dr. Prosch. — Drukkið um kvöld- ið hjá landstjóra og dansað við Grænlendinga. 6. Að áliðnum degi komu þeir Shaffner og

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.