Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 12

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 12
68 ÓÐIN N Móöir og dætur. Frú Ástríður Sigurðsson. Frú Elín Stephensen, ekkja Magnúsar landshöfðingja Stephensen, andaðist í júlí í sumar, en hafði skömmu áður mist tvær dætur sínar. Frú Elin var fædd 13. ágúst 1856, dóttir Jónasar sýslumanns í Suður-Múlasýslu, Jónssonar landlæknis Thorsteinsen, en móðir hennar var Þórunn Pálsdóttir, amtmanns Melsted. Þau Magnús Stephensen og frú Elín giftust 1878, og átta árum síðar varð hann landshöfðingi og gegndi æðsta embætti landsins í 18 ár, svo að hún hafði fyrir að sjá stærsta og vandamesta heimilinu, sem hjer var til á þeim dögum. En allra dómur er það, að henni hafl farist það sjerlega vel. Að eins tvær dætur þeirra hjóna lifa móður sína: frú Mar- grjet, kona Guðmundar Björnssonar, fyrv. landlæknis, og frú Elín, kona Júlíusar kaupmanns Ste- fánssonar, Guðmunds'onar frá Torfastöðum í Yopnafirði. — Tvo syni mistu þau hjónin uppkomna og síðar eina dóttur, einnig fullorðna. En skömmu á undan móður sinni dóu tvær dætur þeirra, eins og fyr segir: Frú Ástriður, kona Magnúsar Sigurðssonar bankastjóra, var fædd 15. jan. 1884, en dó 25. apríl í ár. Þau Magnús bankastjóri giftusl 18. febr. 1909. — Yngsta dóttir þeirra lands- höfðingjahjónanna, Sigríður, var fædd 11. febr. 1895, en dó 2. júní í ár. Hún giftist 12. júní 1920 Þórhalli Árnasyni, prests Jóhannessonar í Grenivík. Frú Elín Stephensen. Frú Sigriður Árnason. og til valda sinna. Mistur og þoka fal landsýn, vindur á vestan. Þá skutu og allir 3 á sel á 150 föðmum, var luktafanturinn hinn þriðji maður, en enginn hitti1). Luktafanturinn skaut glappaskot undir þiljum niðri. Kom sunnan- 1) Fá las jeg Notes of the Cruise of the Caprice Yacht to Iceland and Norway 1850. Ónýt bók reyndar, eftir W. T. Pettz, frá írlandi. Par er sagt um Bjarna amt- mann Thorsteinsson, að hann talaði vel ensku, og höf- undurinn gerir honum pau orð um Byron: »he (lord Byron) was not a good man, and his fame would die, but that Shakespeare would live to the end of the world«, og um Livius sagði hann, að hann »thaugt he liked Livius less than all others historians, he was too tedious«. vindur og þíða. 46° F., svo sjórinn varð 44°, en áður 30°, líklega sakir straumskifta. Svona leið af nóttin. 14. september. Þoka og regn. Dýpt 1120 faðmar, en vjer vorum all-langt á hafi úti, jeg ætla um 80 enskar milur2). Um kvöldið hvass á útnorðan. Hittum íshroða, en fórum eigi yfir. 15. september. Fyrir sunnan Hvarf. Andviðri en sólskín. — Lesinn Jón t*orláksson. 16. september. Dýpt 1252. — Endað við Jón Porláksson. Væta og fremur milt veður. Eigi 2) Eftir Graahs skilningi hefur islensk vika sjávar verið 1'/» míla dönsk, sbr. 12 vikur, 18 mílur, milli Beykja- ness og Snæfellsjökuls.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.