Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 10
66
ÓÐINN
hestar og ófærir til reiðar. Dagsmörk hafa Fær-
eyingar, en engin nöfn nema nón (kl. 3). Þeir
kalla austur kl. 6, landsuður kl. 9, suður kl. 12,
nón kl. 3, vestur kl. 6, en meira hafa þeir eigi
og hvorki kalla þeir útsuður, útnorður nje held-
ur landnorður. Vjer fórum af stað frá Halldórs-
vík 7. ágúst um nónbil. — (Áður en jeg fór frá
Danmörku mintist jeg þessarar vísu: Away, ye
gay landshapes, ye gardens of roses).
11. ágúst sáum vjer ísland um miðdegi, vor-
um vjer þá komnir undir Eystrahorn; gerði þá
á þoku svo mikla, að vjer urðum að varpa
akkerum og lágum þar til morguns, síðan birti
þokuna og var aftur undið upp segl og var
reykur uppi. — Á leiðinní inn til Berufjarðar
var mælt dýpið, og áður höfðum vjer vanalega
tekið vatn af yfirborði sjávar og stundum frá
grunni, hitinn var mældur í loftinu, á yfirborði
sjávar og á grunní. Meiri var munur á hita í
sjó og lofti hjá Islandi en Færeyjum. Þá voru
og teknar nokkrar þangtegundir og sjávargrös.
Hinn 12. — það var sunnudagur — var stigið
á land í Djúpavogi. Þá var tekið til óspiltra
málanna. Vjer fundum sgr. Björn Gíslason á
Búlandsnesi og áður kaupmann Weywadt á
Djúpavogi. — Björn fór þ. 13. og útvegaði hesta,
kom aftur daginn eftir með sjera Hóseasi í Beru-
firði, og hafði þá keypt 8 hesta. Þeir dr. Rae,
Shafíner og Zeilau fóru með tveim fylgdar-
mönnum af stað um nón, hinn 15. ágúst, fyrst
upp í Fljótsdal og þaðan suður Vatnajökulsveg.
— Nú var mæld höfnin og íjörðurinn á ýmsa
vegu, teknar myndir af mönnum og landi, stein-
um safnað og grösum. Reikningur þeirra Shaffn-
ers var 350 rd. 60 sk. eður 41 £ 5 sh., og ann-
að, sem keypt var, 6 £ 6 sh. 8 d. eður alls £ 48
1 sh. 8 d. —
Þrjú þilskip eru á Berufirði, eitt á Weywadt,
15 lesta, það hafði fengið 200 tnr. lifrar; annað
á Jóhann nokkur, sænskur að ætt, aflamaður
mikill og dugnaðarmaður, og hið þriðja, mjög
lítið, á prestur nokkur. Verð á lýsi er 24 rd.,
á lifur 12 rd., þó fá megi hartnær 2/s úr henni af lýsi.
Verslunarlag er það, að enginn veit um verð-
lag hvorki á innlendri nje útlendri vöru fyrr en
einhverntima á haustin, þeim er einungis lofað
sama verði, sem á Eskifirði og Seyðisflrði. —
Verð á ull hvítri var fyrst 36 sk. Jakobsen setti
hana upp í 40 sk. Engin eru samtök með
mönnum hjer og flestir eru fátækir.
Af steinum fundum vjer zeolith, glerhall,
hraun, svo og grænan stein eirkendan eður
koparblandinn, það er mikið af þeim steini í
Berufirði norðanverðum, líklega þó eigi meira
en 2—3%.
Hinn 14. gengum við Woods frá Djúpavogi
upp á Búlandstind, á 8'/a stundu, klöppuðum
þar á W. og A. Þar er engin varða og hefur
aldrei verið hlaðin.
Hinn 17. fórum við frá Berufirði um mið-
aftansbil, það var föstudagur.
Um straumana fyrir Austurlandi er það að
segja, að lítið ber á þeim, og fara þeir mest
eftir vindum, þó er austurfall tiðara en vestur-
fall til Eystrahorns, en þaðan frá er vcsturfall
tíðara. 30—20 faðma dýpi er á Berufirði, þar
eru 2 holur um 50 faðma á dýpt, er annað
kallað Titlingsdjúp fram undan Titlingastöðum.
Gautavík er skamt þar fyrir innan, þar er höfn
góð og hróf all-gömul.
í Álftafirði sjást enn hróf fornmanna, en nú
er fjörðurinn eigi skipgengur, þvi landið hefur
síðan risið úr sjó, sem víða má sjá merki til.
Höfnin á Berufirði er góð, og er þar lagt stór-
skipum. Hafís kemur þar sjaldan, — í fyrra og
um 1820(?), og þá smá-jakar einir, fjörðinn legg-
ur því nær aldrei, og eigi nema höfnina oftast,
og það þó eigi nær jafnan.
Davis og dr. Slesser mældu Búlandstindinn
og reyndist hann að vera 4241 ensk fet (3388).
Hjer um bil 20 mílur austur og suður frá Aust-
fjörðum er sjávarbotninn hryggjóttur eður bárótt-
ur, er 40 — 60 faðma dýpi á hryggjunum uppi,
en 70—90 niðri í dældunum. Víða eru sker, þar
sem þeirra er eigi getið í sjóbrjefunum dönsku,
t. a. m. Hvítingar og Brökur undan Eystrahorni.
— (Bougamville leitast við að sanna, að Thule
Pythiasar sje Island, s. Polar seas regions).
Vjer fórum frá Berufirði 17. eður föstudag og
komum að Reykjavík 20. eður á mánudags-
kvöldið. Á miðvikudaginn fórum við Mr. Woods
til Krísuvikur og komum aftur á fimtudags-
kvöldið. Við söfnuðum grösum og steinum og
hann tók Ijósmyndir, 12 að tölu, sumar í Hafnar-
firði en sumar að námunum.
Ýmsar frjettir. Góð tíð á Suðurlandi, en ó-
þurkar hinir mestu austan og norðan — að
vestan hef jeg ekki frjett — og grasleysi hið
mesta á Austfjörðum.
Vjer komum eigi að Dyrhólmum, einungis til