Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 22

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 22
78 ÓÐINN sonar, síðast á Eydölum í Breiðdal. Hafði sjera Jón áður verið giftur Þóreyju Hjörleifsdóttur, prests Hjörleifssonar að Hjaltastað, og áttu þau tvo syni, Þórð og Einar, síðar bónda í Sauð- haga og Sandfelli, sem fyr er getið. Þórunn var af eldri börnum sjera Magnúsar (fædd í Berufirði 15. júní 1831, dáin 24. sept. 1907), tveimur árum eldri en Eiríkur, siðar bókavörður í Cambridge, en yngst þeirra syst- kina var Þorbjörg (f. 1851, sbr. »óðinn« 1927, XXIII. ár, bls. 60—63). Þeim hjónum, sjera Jóni og Þórunni, varð að eins þriggja barna auðið, og voru það dætur þrjár: Margrjet, Vilborg og Þórey, allar fæddar á Klyppstað. Þá var Þórey enn ungbarn er þau hjón fluttu með alt silt upp að Kirkjubæ í Hróarstungu, op voru eldri dæturnar fluttar í kláfum og hengdar upp á klakk, en Þórey reið bjá mömmu sinni. Mundi Margrjet, móðir mín, vel eftir þeirri för og þólti ævintýraleg, enda er bratl upp klifin í Tó, en svo heitir fjallvegurinn, sem farinn er úr Loð- mundarfirði til Hjeraðs. Skömmu síðar andaðist sjera Jón og fóru þær systur þá með móður sinni að Galtastöðum í Hróarstungu. Þar giftist Þórunn í annað sinn Stefáni Einarssyni (f. 9. mars 1854 á Dverga- steini, d. 28 júlí 1915), prests Hjörleifssonar frá Vallanesi. Var Stefán bróðir sjera Hjörleifs Ein- arssonar á Undirfelli, föður Einars skálds Hjör- leifssonar Kvaran og þeirra bræðra. Þau Þórunn og Stefán fluttust síðar að Sörla- stöðum i Seyðisfirðí og bjuggu þar um hríð. Voru þær systur lengst af með þeim, Vilborg var þó hjá hálfbróður sinum Einari — þá í Sauðhaga í Skriðdal —, eða með móöurafa sín- um sjera Magnúsi Bergssyni i Eydölum. Allar voru þær systur vel gefnar og nutu líka að sumu leyti betri fræðslu en títt var um ungar konur á þeim árum. 1 Eydölum fengu þær að læra eigi að eins dönsku, heldur einnig ensku, þótt ekki hefðu þær miklar nytjar þess lærdóms síðar meir. Aftur á móti bjuggu þær vel og lengi að hinu andlega loftslagi, sem Ey- dala-heimilið gat veitt þeim betur en aðrir staðir, sökum sambandsins við Eirik Magnússon. En n skóla fóru þær ekki, nema Þórey, á kvenna- skólann á Syðri-Ey í Húnavatnssýslu. Og ilend- ist hún þar nyrðra. Vilborg giftist fyrst þeirra systra. Mun hún Iiafa kynst Benedikt, er þau voru grannar í upp- vextinum, hann í Sandfelli, en hún í Sauðhaga hjá bróður sinum Einari. Þau hjónin Stefán og Þórunn brugðu búi á Sörlastöðum sama ár (1888) og fóru til þeirra. Síðan fóru þau að Höskuldsstöðum til Margrjetar, en eftir tvö ár (1991—92) fóru þau aftur að Þorvaldsstöðum til Vilborgar og vora þar ávalt síðan til heimilis. Þar dó Þórunn 24. sept. 1907 og Stefán 28. júlí 1915. En Stefán var annars oft víðsvegar við smíðar, því hann var smiður góður, lærður af Jóni Magnússyni mági sínum, en Jón var »sigldur« og hafði numið í Kaupmannahöfn. Stefán húsaði víða bæi og bygði mörg hús í þorpum á Austurlandi, ennfremur mun hann hafa hjálpað Hjörleifi bróður sínum á Undir- felli að byggja þar. En það er til marks um það, hve ástsæll hann var af stjúpdætrum sínum, að allar þrjár ljetu heita í höfuð honum, og ber jeg, sem þetta rita, nafn hans. Þeim Benedikt og Vilborgu varð als sjö barna auðið, en þrjú dóu: Eyjólfur, tæplega ársgamall (f. 1891), Stefán (f. 23. júní 1898, d. 12. apríl 1912) og Þuriður (f. 20. maí 1902, d. 1. júlí 1917). Urðu þessi börn mjög harmdauða foreldrum sínum, sem von var um jafn-stálpuð og efni- leg börn. Eftir lifa systurnar fjórar: Jónína (f. 10. febr. 1890), Sigríður (f. 23. nóv. 1892), Þórunn (f. 11. nóv. 1891) og Þorbjörg (f. 13. febr. 1897). Eru tvær eldri systurnar giftar, Jónína Helga bónda Finnssyni að Geirólfsstöðum í Skriðdal, en Sig- ríður Friðriki Jónssyni frá Víkingsstöðum, frænda sínum, og búa þau áfram á Þorvaldsstöðum. Hvortveggja hjónin hafa eignast börn. En þær yngri systurnar Þórunn og Þorbjörg hafa nú um nokkur ár verið búsettar í Reykjavík. Vilborg hjelt áfram búskap við svipaða rausn eftir fráfall manns sins 1918. Sýndist það þá best að hann hafði ekki staðið einn með hana við hlið sjer, þótt mikið væri skarð fyrir skildi, þar sem húsbóndann vantaði. En búinu hjelt hún, þar til vorið 1926, að þau Sigríður og Friðrik tóku við því. Dvaldi hún síðan hjá þeim það sem eftir var æfinnar, en hún dó 8. ágúst 1931. Hvílir hún með manni sínum og börnum og öðrum nákomnum í ættargrafreitnum á Þor- valdsstöðum. Með henni er síðasti fulltrúi gömlu kynslóð- arinnar í val hníginn. Enn lifir minningin með yngri kynslóðinni. Og ef þessar línur mættu

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.