Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 11

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 11
ÓÐINN 67 Vestmannaeyja. Vjer komum til Reykjavíkur 20. um kvöldið. Mr. Busby vill selja námurnar fyrir 16 til 20.000 rd, með húsum þar og því í Hafnarfirði. Hann gaf 1200 rd. fyrir það og segist hafa tapað á þeim 10.000 rd. Sumarið 1859 fjekk hann þar 100 skpd. af hreinuin brennisteini á 6 sh. pd., er gerir rjett 20.000 rd. Woods tók myndir af námunum. 27. fórum vjer allir upp að Hvalfirði til Maríu- hafnar, þar fundum vjer 15 faðma dýpi minst fyrir utan Galtavíkurdjúp, að öðru ætla jeg frakknesku sjóbrjefin góð. 29. komu þeir aftur ferðamennirnir, þeir höfðu flækst norður allar sveitír, og farið 450 enskar mílur. Þeir fóru frá Berufirði til Valþjófsstaðar, þaðan Hrafnkelsdal til Brúar á Jökuldal, þaðan Jökuldalsheiði til Möðrudals, þaðan ofan að Grímsstöðum í Axarfirði, þá að Reykjahlíð, þaðan Ljósavatnsskarð að Hálsi í Fnjóskadal, þaðan yfir Vaðlaheiði hjá Kaupangi fram Eyja- fjörð og upp hjá Hólum og suður Vatnahjalla- veg að Haukadal 1 Tungum, þaðan að F’ing- völlum suður. Föstudaginn síðasta ágúst lögðum vjer frá Reykjavík um miðaftan, vindur var á vestan- útsunnan og bar oss norður i haf nálega 100 enskar mílur (vikur) í útnorður undan Snæfells- jökli. Laust þá á andvirði hvöss, svo að vjer fengum áfall næsta mikið, er braut skörð í há- stokkana báðumegin framanverða. Síðan lögð- um vjer í rjett skipinu og bar oss þá aftur upp undir landið út af Faxaflóa. Á einhverjum stað var 170 faðma dýpi, og öðrum 200. Litlu síðar rann á landsynningur og sigldum vjer fyrst þverskeyting, en þá gekk sjórinn inn um skörð- in svo mjög, að vjer urðum að láta síga seglin og sigla þverskellu eða minna. Á Reykjavikur- höfn var logn og blíða nema tvo síðustu dagana, þá var hvassviðri á norðan, og lá við sjálft að skipið ræki upp. 11. september besta veður og eigi skýskaf á lofti. Reykur uppi, mæld dýpt sjávar 1052 faðm- ar, og var það rjett mál, leir og drulla í botn- inum. Degi áður var mælt 1540 faðma djúp og slitnaði strengurinn á uppdrættinum. Sjórinn var 42° F. á 200 faðma dýpi, á yfirborði sjávar 46°, í loftinu 46°—49° F. Sást Yenus í suðri. 12. september um miðjan morgun gufuðum og sigldum vjer gegnum ísspöng er lá með endi- langri austurströndinni á Grænlandi hjer um 5 vikur sjávar undan landí. Spöng þessi var eigi annað en laus hroði, einn jaki sást hár, eitthvað um 40 fet. Vjer vorum á 62° norður- áttar, eður fram undan Billeshöfða. Landið var að sjá alt hnjúkótt eður tindótt, jökull i hverju gili, skál, hvammi og hvar sem dróg til lægðar, eigi voru fjöllin hærri en um 3000 fet að sjá. Um morguninn var mælt tvisvar, var dýpið 172 fet og 340 fet og hefur líklega hin fyrri verið röng. Veður var kalt en stilt og gott, heiðskírt, 46°—47° F. í lofti, 42° F. í sjónum. Nær landi var smá-hroði, mulningar og fáir jakar stórir, einn þeirra var 50 fet á hæð og 800 á lengd, það heita ísfjöll. Smá-jakar sáust endrum og sinnum, dökkir og gagnsæir, sem vatnaís eður svell, og eru þeir líklega frá Græn- landi. Eftir nón varð heitara og um stund urðu 51° í loftinu. Vjer lögðum að jaka einum og tókum þar vatn, þá var og mæld dýptin, hún var 170 faðma. Jeg tók eftir því, að brim gekk útsunnan að einum stórjaka, er vjer fórum kringum, strenginn bar og til landnorðurs, er vjer mældum og lá þó skipið í logni rígbundið við jaka. Vjer sigldum skjótt suður úr ísnum, er lá upp að landi fyiir framan Billeshöfða, sýndist sunnar lítill með fram landinu, en vjer sáum það ógjörla, því mistur lagði yfir sjóinn um kvöldið og byrr rann á af norðri, svo oss bar skjótt suður með landinu. Vjer vorum 3 vikur undan landi eður meir. Billeshöfði er í raun rjettri enginn höfði heldur lág jökulbunga eða jökulbreiða. All er jökull nema tindar og jökul- gnípur, sem eru svo brattar að snjó festir þar eigi. Norðar eru svört fjöll (sbr. Graah), ein- ungis vegna þess, að þau eru svo brött. Um kvöldið gerði frost 2° eður 30° F. — Mjer datt í hug, að Billeshöfði, eða rjettara sagt jökulbreiða sú, væri Bláserkur fornu íslendinga eður Mið- jökull í Griplu. 13. Dýpt 254 faðmar. Bjart veður og sólskin, en kalt 37°. Hleypt inn í ísinn nærri landi, um 2—3 vikur enskar frá landi. Davíð tók nokkrar myndir og mældi hæðir, og kallaði hann eina eftir mínu nefi. Vjer sáum björn, þeir Young og Rae fóru og skutu hann, og átti Young bana- skotið. t*að var húnn. Síðan varð ísinn þykkri og vjer urðum að hverfa út aftur og snerum frá landi. — Við miðdegisborðið var drukkið kampavín, og á eftir fjekk jeg marga vindla og eldspýtur. Þá var Prokter aftur kominn í náð

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.