Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 24

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 24
80 ÓÐINN (Kaldalóns) við vísurnar: »Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn*. Hvort sem klárinn var á harðastökki, skeiði eða seinagangi, fór hann að valhoppa undir eins og jeg byrjaði þetta lag. Þótti oss, samferðafólkinu, ein- att gaman að þessu. Segir svo ekki meira af þessari ferð fyr en vjer komum til Borgarness; ætluðum vjer þaðan til Reykja- víkur. Þar var margt ferðafólk komið, svo öll hús voru full af gestum. — Var jeg nú í hálfgerðum vandræðum með mig og Pál, og veit jeg ekki hvernig það hefði farið, ef Þórður Bjarnason, kaupmaður, hefði ekki skotið skjólshúsi yfir okkur, og var þó fult fyrir hjá honum; það voru víst 14 næturgestir og öllu komið vel fyrir. Að vísu var þröngt, eins og nærri má geta, en hjartarúm húsbændanna var svo stórt að nautn verunnar jókst við ytri þrengslin. Hinn besti beini var veittur með gleði og vinsemd, sem aldrei gleymist þeim, sem þar voru. — Nánari atvik heimfararinnar, ásamt sjóferðinni, eru mjer gleymd, ef til vill vegna fagnaðarins að vera kominn heim. ]eg man að það var síðla dags seint í september, er jeg var kominn heim, og hópar af vinum voru komnir og sátu þjett hringinn í kring um stóra borðið við gluggann á lesstofu minni; jeg sat í skugga utan við hringinn; það var talsvert húmað. Þá kom Dollur, kötturinn minn, stökkvandi inn um gluggann og horfði undrandi á svo marga menn saman komna. Hann sá mig ekki. Þá sagði jeg lágt: »Dollur!« Tók hann þá viðbragð mikið og stökk yfir hringinn og hljóp í fang mjer og rjeð sjer ekki fyrir fögnuði. Hrakningsár. Um mánaðamótin eftir heimkomu mína byrjaði vetrarstarfið með fullum krafti. Allar greinar fjelags- ins, sem þá voru komnar á gang, tóku til starfa, og í mörg horn var að lita. Hjálparmönnum mínum meðal hinna ungu fjölgaði, og var mjer mikil gleði að samstarfi þeirra. Bókasafnið í fjelaginu tók á þessum árum miklum framförum. Þar hafði jeg ótrauða liðsmenn: Pjetur Gunnarsson, Þorvald Guðmundsson, bóksala hjá Sigurði Kristjánssyni, Sigurjón Jónsson og fleiri. — Auðgaðist bókasafnið mjög og útlán var vaxandi. — Fundir í deildunum voru vel sóttir og áhugi á fjelagsmálum jókst meðal hinna ungu. — Það var löngum gestkvæmt eftir fundi og talsvert fjör í samlífinu. ]eg fann að margir af þeim yngri aðaldeildarmönnum voru kristilega að mótast. ]eg get ekki lýst allri þeirri samúð og kærleika, sem streymdi til mín frá þeim. Það voru mikil auðæfi. Það var að vísu all-þröngt stundum í búi, hvað fjárhag snerti. ]eg hafði þá fyrir nokkrum tíma safnað saman ýms- um smáskuldum og sameinað þær í eina skuld í Landsbankanum og oft voru útborganir á vöxtum og afborgunum talsvert örðugur baggi að bera. Samt varð altaf eitthvað til hjálpar. Æfinlega, þegar þörfin var mest, kom hjálp á einhvern veg. — ]eg hafði fastar tekjur 200 krónur á ári, fyrir prestsþjónustuna við Holdsveikraspítalann, og svo kendi jeg, ekki all- Iítið. Þar að auki hafði jeg þá fengið á síðasta af- mælisdegi mínum gjöf. Þrír af hinum eldri piltum í fjelaginu komu þann dag til mín og færðu mjer 50 krónur, og sögðu mjer um leið, að jeg ætti að fá sömu upphæð þann 25. hvers mánaðar. Mjer varð dálítið þungt um hjartað af þessu, því mjer fanst að þetta væri ætlað sem kaup mitt fyrir þjónustu mína í fjelagsins þarfir, en jeg hataði þá hugsun að eiga að verða launaður starfsmaður fjelagsins. Þeir full- vissuðu mig um það, að fjelagið sjálft ætti ekki að greiða þetta úr sjóði sínum, heldur væru það nokkrir vinir innan fjelagsins sem stæðu fyrir gjöf þessari, og fengi jeg aldrei að vita nöfn þeirra, að undan- teknum þessum þremur, sem færðu mjer gjöfina; það væri eingöngu afmælisgjöf, áframhaldandi fyrst um sinn. ]eg vonaði að hún mundi taka enda eftir eitt ár eða svo, og einhvern veginn fanst mjer að jeg ekki vera eins frjáls og óháður á eftir, og stundum seinna fanst mjer þessi gjöf liggja sem martröð á mjer. ]eg reiknaði alls ekki fyrstu árin með þessum peningum, og fann ekki að þeir eiginlega bættu fjár- haginn, því mjer bæri aðallega að kaupa bækur eða einhverja þá hluti fyrir þá, sem væru sem afmælis- gjafir. — Mig langaði stundum til að biðja þá að hætta þessari leynilegu fjársöfnun; en kom mjer þó ekki iil þess, vegna þess, að jeg var hræddur við að særa tilfinningar þessara duldu velgerðamanna minna. Einstaka ský dró úr gleði minni þessi árin. Sam- bandið milli mín og fjelagsstjórnarinnar var ekki eins æskilegt og vera átti. Mjer fanst fjelagsstjórnin vera eins og utan við fjelagið, og að hana vantaði skiln- ing á stefnu og hugsjónum fjelagsins. Þar til kom að stjórnin vildi selja Melsteðshús, en til þess mátti jeg ekki hugsa. Svo fór samt, að húsið var selt ís- landsbanka fyrir verð, sem mjer þótti alt of lágt. ]eg var ákaflega niðurbeygður yfir þessu, og fanst mjer að úr því að svona fór, væri mjer eins gott að leggja árar í bát og hætta við starfið; en jeg vissi að Drottinn hefði sett mig í þetta starf og því bæri mjer að halda áfram. Það olli mjer og áhyggjum, hvar staður fyndist fyrir fjelagið og hvort nokkurs-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.