Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 28

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 28
84 Ó Ð I N N Ólafur Jónsson Iæknir. Hann andaðist á heimili sinu hjer í bænum 14. jan. síðasll., 43 ára gamall, fæddur 19. nóv. 1889, sonur sjera Jóns Arasonar á Húsavík og Guðríðar Ólafsdóltur frá Mýr- arhúsum á Seltjarn- arnesi. Sjera Jónheit., faðir Ólafs, var sonur Ara Jochumssonar, bróður Matthíasar skálds, en frú Guð- ríður, móðir Ólafs, er systir Guðmundar í Nýjabæ, Björns skipstj.í Mýrarhúsum og frk. Halldóru, sem verstun rekur hjer í Rvík. — Ólafur varð stúdent 1910, og las svo uin hríð læknis- fræði við Háskólann í Khöfn, en síðan hjer við Háskólann, og tók par próf 1918 með 1. eink. Eftir pað var hann árlangt við spítala i Odense í Danmörku, en varð síðan aðstoðarlæknir hjá Matthíasi Einarssyni hjer í bænum, og gegndi pví starfl lengi, en hafði auk pess á hendi sjálfstæð læknisstörf að miklum mun, pótti góður læknir og var mjög vel látinn. — Hann kvæntist 1915 Láru Lárusdóttur heit. Jóhannessonar, aðstoðar- prests á Sauðanesi, og Guðrúnar Björnsdóttur frá Prest- hólum. — Eignuðust pau 5 börn, og er hið elsta peirra nú 16 ára. lestrarflokkurinn kostaði að miklu leyti jarðarför hans. — Síðasta athöfn, sem fór fram í fundarsalnum í Melsteðshúsi, var fjelagskveðja, er hann var jarðaður. Mig minnir að það væri miðvikudaginn 27. júní, en sunnudaginn áður var salurinn kvaddur með fjöl- mennri samkomu. Áður en jeg skil alveg við Melsteðshús, verð jeg að minnast á enn eitt atriði í sambandi við sjómanna- stofuna. Síðast í febrúar kom hingað til lands fjöldi af norskum sjómönnum, sem höfðu verið ráðnir til sjómensku á íslensku skipin, en margir þeirra reynd- ust svo illa, að þeir urðu ekki notaðir, og aðrir gengu úr skiprúmi, og urðu hálfgerð vandræði úr öllu saman. Þessir norsku sjómenn voru öllum stundum á lestrar- stofu vorri og höfðu þar nokkurs konar miðstöð sína. Þeir voru margir vandræðamenn, þótt innan um væru ágætispiltar. — Þóttu þeir uppvöðslumenn og slark- arar, og sumir hverjir urðu miður góðkunnir í bæn- um. En aldrei komu þeir inn til min druknir, og voru ætíð prúðir á lestrarstofunni. Þeir báru upp fyrir mjer vandkvæði sín og varð jeg oft að hjálpa þeim í ýmsu, eftir því sem geta leyfði. ]eg hjelt oft fyrir þá samkomur, og hlýddu þeir fúslega á það, sem jeg hafði fram að bera, og firtust ekki, þótt jeg væri tíðum harðorður. ]eg hafði í rauninni mesta yndi af því að vasast í þessu, og urðu ýmsir þeirra mjer mjög kærir. Um vorið hurfu þeir flestir. — ]eg fann að jeg lærði talsvert af þessu og hafði gott af því, andlega talað. — Allar þessar minningar, og margar fleiri, gerðu mjer afarþungt að skilja við Melsteðshús. Og það var mjer ekki mikil fróun, að farið var um vorið að reisa hið nýja fjelagshús uppi við Amtmannsstíg. ]eg ljet ekkert til mín taka með tilhögunina á því, og þoldi alls ekki að sjá nýja staðinn, nje heldur fylgjast með í framgangi málsins. Mjer datt stundum í hug að yfirgefa það alt og hverfa aftur til Danmerkur, og láta fjelagið hjer sigla sinn eigin sjó, en svo vakn- aði þá aftur hjá mjer kærleikurinn til drengjanna minna, og fanst mjer það ótrúmenska að yfirgefa þá, og svo hitt, að jeg hjelt því föstu, að hingað hefði jeg verið sendur, og mætti ekki hverfa frá því eftir mín- um eigin geðþótta. ]eg fann oft að jeg var talsvert einmana, því jeg vildi hlífa mínum ungu vinum fyrir öllum áhyggjum og reyndi altaf til að tala kjark í þá, þótt jeg væri kjarklaus og hugdeigur stundum. Þó urðu margir af þeim mjer til mikillar fróunar, og mætti jeg telja þá upp marga, sem með trúfesti sinni ljettu mörgu fargi at mjer. Býst jeg við að sú hliðin, sem jeg nú hef minst á, komi betur í Ijós í sögu fjelagsins, því það heyrir því ef til vill enn meira til en minni eigin sögu, enda þótt á þessum árum væri það svo samtvinnað, að erfitt er mjer oft að greina á milli hvað sje mitt eigið og hvað sje fjelagsins. í júnlok enduðu svo Melsteðshúss-árin. Dagana 28.—30. júlí flutti jeg úr Melsteðshúsi. Mjer var þungt niðri fyrir og jeg saknaði staðarins mjög. ]eg sagði eitt sinn við nokkra vini: »Ef við gætum að eins flutt hjer yfir götuna og fengið landfógeta-lóðina, þá væri jeg ánægður*. — Þessu var kastað fram og vjer hlógum að þessari hugsun, en það var í mjer sterk löngun til þess, að fjelagsbústaður vor gæti verið í hjart- anu á miðbænum. — Þegar nú alt dót var komið burtu og alt hið stóra hús autt og tómt, gekk jeg um allar stofur, og um salinn, og dvaldi við minn- ingar liðins tíma. Raðir af myndum stigu fram fyrir augu mjer, myndir af atburðum og fullorðnum mönn- um og drengjum. ]eg sá fyrir mjer biblíulestrarflokk

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.