Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 21
ÓÐINN
77
dælingar voru einnig á ferð. Sannaðist þá á
þorvaldsstöðuno, að »oft liggja gagnvegir til góðs
vinar«, því krókur var að koma þar, ef ekki
drægi annað til. Þó komu þar menn og gistu
svo tugum skifti á stundum, svo að eigi að eins
fylti öll rúm á staðnum, heldur líka hlöðurnar,
en flestöllum mun hafa verið unninn beini eða
þá einhver greiði gerður. Daginn eftir slóst svo
heimafólkið i för með ferðafólkinu yfir í skógana.
Benedikt var mikill hestamaður og unni mjög
hestum sínum, enda átti hann þá bæði marga
og góða. Tóku börnin það eftir honum og leið
eigi á löngu áður en hvert þeirra átti sinn gæð-
ing, stundum tvo, annan í uppvexti. Og eigi
voru hestar þessir látnir standa ónotaðir í hög-
um á sunnudögum að sumrinu til, heldur fengu
þeir að reyna sig, er unga fólkið ljetti sjer upp
og reið á bæi í góðviðrinu.
III.
Hjer skal nú nokkru nánar sagt frá þeim
Þorvaldsstaða-hjónum.
Benedikt Eyjólfsson var fæddur að Litla-Sand-
felli í Skriðdal 24. nóv. 1850. Foreldrar hans
voru þau hjónin Eyjólfur Benediktsson og Þur-
íður Jónsdóttir, er bjuggu allan sinn búskap í
Litla-Sandfelli og farnaðist vel, þótt börnin væru
allmörg. ólst Benedikt upp með foreldrum sín-
um, ásamt systkinum sínum: Einari, Jóhönnu,
Herborgu og Björgu. Öll voru þau systkin, að
sögn kunnugra, greind og gjörn til bóknáms,
þótt ekkert þeirra gengi í skóla, nema Herborg;
hún var send á kvennaskólann að Laugalandi í
Eyjafirði. Hún álti síðar Jón bónda ívarsson að
Víkingsstöðum á Völlum. Beirra son var Friðrik,
er tók þar við búi eftir föður sinn, en nú býr
á Porvaldsstöðum, kvæntur Sigríði, dóttur Bene-
dikts móðurbróður síns.
Benedikt las í æsku meira af fræðibókum en
alment gerðist og aflaði sjer þannig talsverðrar
mentunar í heimahúsum.
Árið 1877 andaðist faðir hans, en móðir hans
hjelt áfram búskap með umsjá Benedikts, því
hann var elstur barnanna, þar til hann árið
1884 rjeðst í að kaupa Þorvaldsstaði, með allri
áhöfn, af Gunnlaugi bónda Jónssyni frá Bót, þá
á förum til Vesturheims, og erfingjum Runólfs
Guðmundssonar frá Hallfreðarstöðum.
Með Benedikt fóru að Þorvaldsstöðum systur
hans og móðir, er stóð fyrir búinu þar til hann
kvæntist, árið 1888, Vilborgu Jónsdóttur. Aftur
á móti varð Einar bróðir hans eftir í Sandfelli
og bjó þar. Hann bjó síðan um langa hríð að
Flögu, næsta bæ við Þorvaldsstaði, og þar býr
Eymundur sonur hans nú.
Skjótt mun það hafa sjest, að Benedikt var
búmaður góður, og þurfti þó hendi til margs
að taka á Þorvaldsstöðum, er hann kom þangað.
Voru hús allill og lá þá fyrst fyrir að byggja
þau upp að nýju, eins og gerist og gengur um
íslenska sveitabæi úr torfi og grjóti. Vita allir
hvílíkt verk það er, þótt sjaldan endist þau
mannsaidur, hvað þá lengur. En auk þess gerði
hann ýmsar aðrar jarðabætur, túnasljettur
nokkrar, nálthaga tvo stóra og túngirðingar.
Var hann með fyrstu mönnum á Hjeraði til
þeirrar nýjungar.
Auk þess sat hann jörðina ágætlega, hafði
margt gripa, bæði sauðfjár, nauta og hesta, enda
þurfti þess með, þar sem heimilið var mann-
margt, en aðdrættir ávalt nokkuð erfiðir á Hjer-
aði, þótt jörðin lægi, í þá daga, vel við sam-
gönguin við Reyðarfjörð (þórdalsheiði). Svo
mikið er víst, að síðan jeg man eftir var Bene-
dikt talinn í efnaðri bænda röð, og var þó oft
kostnaðarsamt, er bæði var rausn mikil og mörg-
um börnum fyrir að sjá með skólagöngu o. s.
frv., er oftast gerir æði djúpt skarð í arð sveita-
bóndans.
En það var eigi einungis í búskapnum að það
sá á, að Benedikt var hygginn maður, heldur
sást það líka í trausti sveitunga hans, að þeir
töldu hann vel til foringja fallinn. Hafði hann
smám saman með höndum flest eða öll þau
trúnaðarstörf, sem unt er að fela hinum bestu
mönnum hvers sveitarfjelags. Þannig var hann
hreppstjóri Skriðdalshrepps frá 1896 til dauða-
dags. Formaður og forgöDgumaður var hann í
Búnaðarfjelagi Skriðdæla yfir tuttugu ár, og í
hrepps- og sýslu-nefnd um margra ára skeið.
Öllum þessum störfum gegndi hann með hygg-
indum, festu og stakri samviskusemi.
Benedikt var á síðari árum eigi heill heilsu.
Var brjóstið ekki hraust og dró sá veikleiki
hann að lokum til dauða. Hann andaðist 4. febr.
1918 úr lungnabólgu.
Vilborg Jónsdóitir var fædd 16. sept. 1865 að
Klyppstað í Loðmundarfirði. Voru foreldrar
hennar þau sjera Jón Jónsson (vefara) og síðari
kona hans Rórunn Magnúsdóttir, prests Bergs-