Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 4
60 ÓÐINN — Það var unun að vera hjá honura í mann- fagnaði, því að hann kunni svo margar sögur og var hnittinn í orðum og sagði vel frá. Hann var sjálfkjörinn hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann var. Hann hafði sjerstakt lag á þvi, að láta ölluin líða vel í návist sinni, hann gat sett sig inn í hugsanagang fólks á mismunandi þroskastigi, en það er list, sem öllum er ekki lagið að leika. — Jafnvel stjórnmála-andstæðingar hans virtu hann og þótti vænt um hann; er þó venjulega sæmi- legt djúp staðfest milli slíkra manna. Með Ágústi FJygenring er fallið í valinn mikil- menni í íslensku atvinnulífi, gáfaður maður og góður drengur. P. Edilonsson. 4 Jakob Árnason hreppsfjóri. Fað hefur dregist alllengi að minnast fráfalls merkisbóndans Jakobs Árnasonar, er bjó um langt skeið rausnarbúi i Auðsholti í Ölfusi, en andaðist á heimili sínu, Ránargötu 12 hjer i bænum, 6. ágúst 1921, en sú mun vera afsökun fyrir þeim drætti, að ættingjum hans og vinum hefur þótt fara vel á því, að bíða þess tíma, að hin mæta kona hans »yrði kölluð heim«. Jakob var sonur Árna Árnasonar og konu hans Elínar Jakobsdóttur, er lengi bjuggu í Vestri-Garðsauka í Hvolhreppi, og þóttu þá mestu búhöldar og sæmdarhjón í hvívetna. — Meðal margra mannvænlegra barna þeirra hjóna var Jakob, er var fæddur 3. sept. 1843. Eftir fráfall föður síns tók Jakob við búi i Garðsauka og fjekk byggingu fyrir jörðinni hjá sjera Ás- mundi Jónssyni, er þá var prestur í Odda, en gekk síðar að eiga Helgu Böðvarsdóttur frá Reyðarvatni á Rangárvöllum. Þau hjón voru samhent í dugnaði og allri búsýslu, enda efnuðust þau prýðilega, því að umgengni þeirra og prúðmenska við hjú sín gerði garð þeirra frægan. Gestrisni þeirra hjóna hefur lengi verið við brugðið, því að svo mun mega segja að allir þeir mörgu, er komu á heimili þeirra, nytu beina, hugulsemi og vinsemdar. Jakob var sá glaðlyndi og hversdagsljúfi maður, sem allir virtu og allir glöddust af að hitta að máli, hvort heldur var á förnum vegi eða á heimili hans. Hann tók mikinn þátt í sveita- störfum, og var lengi starfandi í sýslunefnd, enda naut hann jafnan hvarvetna trausts og virðingar samverkamanna sinna. Árið 1883 fluttu þau hjón búferlum að Auðs- holti í Ölfusi, og eftir að hann hafði lært þær búskaparreglur er giltu þar í sveit, búnaðist þeim prýðilega, enda jukust þeim efni brátt og bú þeirra stóð í miklum blóma í mörg ár. Jakob varð bráðlega hreppstjóri í Ölfushreppi og sýndi í því starfi, sem öðru, frábæra reglu- semi, samvinnulipurð og umhyggju fyrir hag sveitarfjelagsins. Hann var prýðilega vel að sjer í öllu því er snerti sveitamálefni, og eftir þvi sem þá tíðkaðist var hann svo vel að sjer, að margir yngri skólagengnu mennirnir mættu öfunda hann af þvi, hve víðlesinn hann var, og hve fagra rithönd hann reit. Hann þótti glöggur og tillögugóður í öllum þeim málum, er hann skyldi fjalla um, og Ijet sjer sjerstak- lega ant um að leggja þeim liðsyrði, er voru lítilsigldir, enda hefur drengskap hans oft verið við brugðið. Þegar kaupkröfur vinnuhjúa gengu svo fram úr hófi, að menn sáu að sveitabúskapnum var háski búinn, varð þeim hjónum það ijóst, að ógerlegt yrði fyrir þau að búa lengur á mann- frekri sveitajörð; því hurfu þessi heiðurshjón burtu úr sveitinni og frjálsu fjallasælunni, þar sem þau höfðu starfað af stakri alúð um langan aldur, og þar sem þau unnu af alhug hverri þúfu, dal og dæld, og fluttu til Reykjavikur »á möl- ina«, eins og það var þá orðað, en börnin þeirra voru öll mannvænleg og fengu bráðlega lífvæn- legar stöður í borginni, svo að gömlu hjónin þurftu aldrei að bera áhyggjur fyrir elli eða fjeleysi. Þau hjón eignuðust mörg börn, en þau, sem komust til fullorðinsára, eru: Elín, Isleifur og Sigriður, sem öll eru ógift og búa saman á föðurleifð sinni við Ránargötu; ennfremur Guð- rún, sem gift er Jóni Guðmundssyni trjesmið, frá Brekkum i Hvolhreppi, en þau bjuggu lengi fyrirmyndarbúi, fyrst á Ósi í Skilmannahreppi, en síðar i mörg ár á Narfeyri í Skógarstrandar- hreppi, en fluttust hingað til bæjarins vorið 1931. Þau eiga mörg pr57ðilega vel gefin og mannvæn- leg börn, sem þau hafa sett til náms, bæði í Kennaraskólann og Verslunarskóla íslands. Helga Böðvarsdóltir var fædd 16. janúar 1845,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.