Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 14

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 14
70 ÓÐINN Dr. Þorkell Jóhannesson. Hann fjekk doktorsnafnbót við háskólann í Kaup- mannahöfn á síðastliðnu vori, fyrir ritgerð um verka- fóik á Islandi í fornöld, og kjör þess. Er það sama ritgerðin sem hann lagðí hjer fram í kepninni um söguprófessorsembætt- ið við íslenska háskólann fyrir nokkru, en að sjálf- sögðu aukin og endur- bætt. Ritgerðin er prent- uð og er á þýsku, all- stór bók. — Um þetta efni hefur lítið verið rætt eða ritað áður en kepp- endurnir um háskóla- embættið hjer fengu það til úrlausnar, svo að rit Þorkels leiðir athygli að nýju og allmerkilegu rann- sóknarsviöi. Höfundurinn er norrænufræðingur frá háskólanum hjer, þingeyingur að ætt; hefur áður verið kennari við Samvinnuskólann og forstöðumaður hans, en er nú starfsmaður við Landsbókasafnið. silfurgrár á broddunum (silfurmelrakki — silver- fox) kostar á Englandi 45 pund, þau skinn koma frá Hudsonsflóa. Mórauð frá Islandi og Grænlandi 15 sh., hvít 3 til 6 sh. Vindur gekk til útnorðurs um kvöldið og síðan til vesturs, var þá eigi siglt um nóttina, en um morguninn var kominn aftur landsynn- ingurinn gamli. 1. október. Bjart veður og gott 37,5° F. hitinn. Siglt til lands, sjeð land glögt um kvöldið. Tungl- skin fagurt. Siglt og gufað. Isjakar háir en strjálir. 2. október. Hægur landsynningur. Gufa uppi. Strjálir og háir jakar, yfir 100 fet á hæð. — Komið í höfn í Fredreksvon um nónbil. Kolonial-bestyrer Tvede og prestur Barfoed borðuðu hjá oss; vjer fórum í land, drukkum madéra og reyktum vindla ets. ets. 3. Luktafantinum og mjer boðið til að spila lumbru hjá presti, Tvede var 4. maður. 4. Okkur boðið að spila hjá Tvede, þar var prestur og stýrimenn hinna skipanna, því hjer liggja 3 kaupför, öll að sækja Kryolith. — Vjer borðuðum um borð og var þá drukkið fast. Minni voru: skipstjóra vors, Engladrotningar, forseta Bandamanna, Danakonungs, Daviðs, Svia og Norðmanna konungs, stýrimaður Olsen frá Arendal flutti. Síðan var gengið á land og etið, drukkið, reykt og spilað hjá Tvede. 5. Allir enn í landi. Þá var dansleikur um kvöldið, jeg horfði á dansinn. Grænlendingar syngja vel og dansa. Um kvöldið snætt hjá báð- um, jeg og skipstjóri hjá Tvede, og borðaði jeg þá hreinasteik fyrsta sinn. — Tvede gaf mjer hún, kona hans múffu og skó. 6. Skotið 27 skot í landi. Þann dag og jóla- dag er skift millum allra Grænlendinga 1 keks- köku og pela af grjónum. Veður var alla þessa daga heiðskirt og lygnt með frosti -+- 7 stig mest á Reumeur, en þenna dag var frostlaust. Snjó- föl var á jörðu. Landslag likt útskerjum í Nor- egi, lyng, geitnaskóf, fjallagrösin og lítið gras annað. Geitur eru nokkrar og þrífast þær vel, nokkrar kindur af dönsku kyni, er eigi eru nógu harðskiftnar, en íslenskar mundu þola það all-vel. Steinar: Granit og Gneiss. Enginn málmur í Grænlandi borgar kostnaðinn nema »Kryolith«, og þó óvíst. Landið er að sökkva. — Tvede sagði oss, að prins Napóleon hefði tekið segl og keðju frá skipi, er þá með timburfarmi var rekið upp undir isblinkinn fyrir norðan Fred- reksvon; menn og nafn vantaði á skipið. Um kvöldið vorum vjer allir boðnir til prestsins, og komu allir nema skipstjóri, liklega fyrir það, að hann var dálítið reiður yfir þvi, er meira var haít við Shaffner, er skál hans hafði verið drukkin með lukkuósk fyrirtækisins. — Davíð drakk minni bæjarstjóra í nafni skipstjóra, og fórst honum vel. Tvede sjálfur svaraði með því, að skjóta af fallbyssu. 7. Jeg hlýddi á messu Grænlendinga, þeir syngja vel, en eigi hafa þeir guðrækni nema sjer til gamans. Barnakennarinn (kateket) syng- ur vel á organ. — Þann dag vorum vjer boðnir til Tvede. 8. Bar litið til tíðinda. Við Slesser fórum út í Varðey. Þá var frostlaust um kvöldið, en áður var jafnan frost, hreint veður og logn að mestu. 9. Regn og krapi. Þeir ofursti og luktafantur eru enn á Iand gengnir. Feir eru að koma sjer í mjúkinn etc. etc. — Hláka og regn. 10. Regn og hláka. Presturinn var til miðdegis hjá oss. Hann og aðrir prestar hafa 200 rd. til að gifta sig fyrir, því að prestar hafa oft átt börn hjer, enda vilja grænlenskar stúlkur eigi vera hjá þeim, sem eigi sofa hjá þeim.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.