Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 29

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 29
Ó Ð I N N 85 yngri deildarinnar, og þær ánægjuríku stundir, sem jeg hafði haft með honum; jeg mintist söngsveitar drengjanna, og heyrði hinar skæru raddir hljóma í eyrum mjer. Ekki datt mjer þá í hug, að einn sá, er bestu röddina átti í þeim flokki, yrði seinna söngvari í Ítalíu og öðrum löndum, en það var Eggert Stef- ánsson. — Jeg sá Sigvalda bróður hans sitja við orgelið margar stundir, bæði á fundum og utan þeirra, og leika svo, að hjörtu glúpnuðu. — Jeg sá salinn fyltan af 200 drengjum, og myndirnar risu upp frá mörgum atvikum; jeg sá fyrir mjer eldrauða andlitið á piltinum, sem jeg refsaði fyrir að spýta á gólfið, með því að jeg kom þegjandi niður úr ræðustólnum og þurkaði hrákana upp með vasaklút mínum, og stakk honum svo inn í ofninn, og hjelt síðan áfram ræðu minni; á eftir hafði jeg talað við drenginn, og við svo orðið miklir vinir, en upp frá því sást varla nokkurn tíma hráki á gólfi. — Jeg sá fyrir mjer allan skarann af þeim ungu mönnum, sem með kappi og kæti höfðu á eftir fundum hjálpað mjer lil að skúra gólfið, skólapiltar, stúdentar, verslunarmenn og aðrir. Jeg er viss um að ekkert gólf hefur verið þvegið af svo mörgum höndum eins og það salargólf. — Jeg sá þá fyrir mjer í röð, sem höfðu verið hjá mjer sem vinnupiltar, en jafnframt sem vinir mínir: Pjetur Gunnarsson, Sigurjón Jónsson, Einar Hró- bjartsson, Guðmund Kristinn, Sigtrygg Eiríksson o. fl., sem um lengri eða skemri tíma höfðu þannig hjálpað mjer. — Jeg sá fyrir mjer þann kæra biblíulestrar- flokk, sem jeg eitt sinn hafði haft með prestaskóla- mönnum, er vjer lásum saman Jeremías spámann, og meðal þeirra Lárus Halldórsson, sem út af sam- lestrinum í 1. kap. spádómsbókarinnar, um útvalning- una til spámannsstarfs, hafði fengið slíka umhugsun, að það leiddi hann til lifandi trúar. — Slíkar og því- líkar myndir stigu fram og blinduðu næstum augu mín. Jeg veit ekki hve lengi jeg sat þar, þangað til jeg reif mig lausan og fór svo alfarinn úr Melsteðshúsi. Jeg hafði leigt mjer íbúð í gamla Frederiksens- bakaríi við Fischerssund. Það var stór íbúð, og jeg leigði fyrst alt húsið, nema kjallarann og tvær stofur, sem lágu út að bakgarðinum. Frederiksen bakari, sem staðurinn var kendur við, var dáinn, og kona hans flutti til Danmerkur. — Þau hjón höfðu frá skóladögum mínum verið mjer hinir trúföstustu vinir, og í húsi þeirra hafði jeg átt margar ágætar stundir, eins og fyr er frá sagt. — Jeg hugði gott til að búa þar, því jeg vissi að þangað stefndu vinahugir. — Bakari einn hafði leigt kjallarann og tvær bakstof- urnar, og ætlaði þær til geymslu, en útsölu hafði hann annarsstaðar. Mjer þótti gott að búa þannig einn í húsinu, og hafði nóg húsrúm, þrjár stofur að fram- hlið hússins og 2 herbergi uppi á lofti. Gólfhiti var nógur, því bakað var niðri undir, en ekki laust við brauðalykt í stofunum, því að gólfið var svo gisið. Um sumarið voru engar samkomur í fjelaginu, nema biblíulestrar heima hjá mjer. Vinir mínir komu oft á kvöldin og einstöku drengir meðal hinna yngri. Sjer- staklega þótti mjer vænt um komur eins drengs, er hafði verið í skóla hjá mjer fyrstu Melsteðshúss-árin. Hann var fermdur þetta vor, og var við vinnu um sumarið, og kom oft til mín á sunnudögum síðdegis. Hann var vel gáfaður og hafði verið með þeim efstu í skóla mínum, en svo stiltur og siðprúður að jeg kyntist honum minna en hinum piltunum. Hann hjet Ingvar Arnason, og grunaði mig þá lítið að hann mundi verða einn af mestu styrktarmönnum mínum síðar í starfinu. Jeg fann þá að hann var mjög trú- hneigður og mjer þótti vænt um komur hans. — Jeg kom aldrei upp þangað, sem verið var að vinna að fjelagshúsinu, og vissi lítið, hvernig verkinu leið. Sumum af vinum mínum fanst þetta undarlegt, og jeg man að Guðmundur Bjarnason, klæðskeri, hálfgert vandaði um þennan skort á áhuga, en hvorki hann eða hinir aðrir vissu, hvaða sár jeg bar í brjósti út af missi Melsteðshúss, svo að jeg hafði ekki geð í mjer til að sjá nýja staðinn, fyr en hann væri full- gerður. Margar skemtilegar stundir og góðar átti jeg í Bakaríinu. Jeg kendi líka ofurlítið. Þá um sumarið kendi jeg undir skóla: Gunnari Benediktssyni og Karli Magnússyni, og hafði þá tvo í tíma. Einn dag sátum við í instu stofunni, þar sem jeg hafði mest af bókum mínum. Jeg var að hlýða þeim yfir »Alex- ander mikla* í Mannkynssögunni. Svo tók jeg eftir að reykur allmikili var í stofunni og undraði mig, hve mjög jeg hefði »púað« úr löngu pípunni, sem jeg var að reykja í. — En alt í einu heyrðist mesti glumrugangur niðri í kjallaranum, og heyrðum vjer eins og rúður væru að springa, og sáum um leið að smá reykjarstrókar þyrluðust upp um óþjett gólfið, og í sama bili var hrópað úti á götunni: »Eldur í bakaríinu!* Drengirnir spruttu upp. Jeg sagði mjög þurlega: »Hvað gengur að ykkur?« — »Eldur niðril* sögðu þeir. — »Já«, sagði jeg, »kemur það nokkuð Alexander mikla við?« — »Nei, en það er að brenna!* sögðu þeir. — »Já, það kemur ekki okkur við, fyr en þið eruð búnir að skila lexíunni*. — Þeir settust svo niður, og jeg hjelt áfram að hlýða þeim yfir, en sagði þeim þó að við værum í engri hættu staddir, að svo komnu. Það var að eins lítið eftir af greininni, annars

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.