Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 37

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 37
Ó Ð I N N 93 Silfurbrúðkaup. Á vissum áramótum eða tímamótum liugsa menn sjer merki sett, enda pótt tíminn fljúgi látlaust áfram. sPangað er jeg nú kominn«, hugsa menn, líta til baka og skima fram í tímann. Og hjón, sem geta haldið silfurbrúðkaup á besta aldri, mega vænta pess, að halda gull- brúðkaup eftir 25 ár. Svo er um pau hjónin Valdimar Jónsson verslunarmann og frú Magðalenu Jósefsdóttur, sem hjer koma nú myndir af. Pau giftust 7. des. 1907, og áttu silfurbrúðkaup 7. des. sl. Hann var 22 ára og hún 18 ára, pegar pau giftust. Valdimar er fæddur 13. ágúst 1885 í Helgabæ í Reykjavík, en frú Magðalena ólst upp á Þormóðsstöðum á Grímsstaða* holti. — Bæði hafa pau alið allan aldur sinn hjer í bænum, eða átt hjer heimili. Valdimar var fyrst við veitingar á Hótel tsland, par næst við Thomsens-verslun, síðan í siglingum með E. Nielsen, á »Tryggva kóngi«, en fór svo til Olíufje lagsins, pegar Philippsen eldri stofnaði pað hjer, og síðan hefur hann verið par afgreiðslumaður, bæði meðan Lands- verslunin rak oliusöluna, og eins effir að B. P. tók við henni og Hjeðinn Valdimarsson alpm. varð forstjóri hennar. — Valdimar er duglegur maður og pau hjónin eiga gott og fallegt heimili. Pau hafa eignast 8 börn, og eru 5 peirra á lífl: Hulda, Magnús, Helga, Sigríður Guðrún og Birgir. — Einar Sæmundsson kvað pelta til peirra hjónanna í silfurbrúðkaupi peirra: Eftir fjórðungs aldar skeið Ykkar för var ljúflingsleið. — inni hjer við stöndum. Ljós með öllum ströndum. dönsku, og honum hætli við að lesa skáldsögur utan hjá. Aðrir piltar, sem hjá mjer lásu þá um vorið, voru þeir Erlendur Þórðarson, Gísli Magnússon, Halldór Gunnlaugsson og Valgeir Björnsson. Allir voru þessir piltar kappsamir og skemtilegir, og þótti mjer unaður að stjórna lestri þeirra. Minnist jeg þeirra allra með þakklæti fyrir samverutímann. — Frú Sigríður, ekkja Tómasar læknis Helgasonar, veitti umsjá húsinu, og gerði það með mestu prýði. Sonur hennar, Helgi, var hjá henni og þótti mjer skemtun að honum, því að hann var fjörugur og kurteis drengur, og hinn efnilegasti. Undi jeg nú all- vel mínum hag, enda þótt jeg saknaði stundum hinna lakari heimkynna í Melsteðshúsi. Jeg hefði fljótar sætt mig við breytinguna, ef veran hefði byrjað á hausti, er alt fjelagslíf hefði verið í fullum blóma. Nú var að fjara út, eins og vant er að gera á vorin, og sumardreifing komin meðal yngri fjelaga, svo að þeim varð ekki náð saman á fundi. — Svo leið nú fram á sumarið að ekki bar til tíðinda. Eins atviks verð jeg að geta, sem bar í sjer mikla gleði fyrir mig. Jeg kom eitt sinn inn til Ragnheiðar, dóttur Lárusar Blöndal, sýslumanns. Hún var gift Guðmundi Guð- mundssyni, frá Eyrarbakka; þau bjuggu í húsi uppi á Hverfisgötu. Er jeg kom þar inn í stofuna stóð frúin á gólfinu og hjelt á dreng, sjö mánaða gömlum. Hún sagði við mig: »Þetta er nú BjörnU Jeg skildi þegar í stað að hún átti við, að hann hefði verið nefndur eftir móðurbróður sínum, sjera Birni Ðlöndal. Jeg rjetti fram hendurnar, og hann rjetti báðar hendur á móti og heimtaði til mín. Jeg tók hann í fangið, og varð mjer heitt um hjartaræturnar og mjer vöknaði um augu, að halda á systursyni hans og nafna í fang- inu. Jeg hjelt á honum meðan jeg dvaldi þar, og er jeg fór af stað, vildi hann ekki fara frá mjer. Jeg kom þangað síðan oft, og Ijek mjer við litla dreng- inn, sem varð svo elskur að mjer, að hann fór nær ávalt að gráta, er jeg skilaði honum, þegar jeg varð að fara. Af samkomum þeim, sem haldnar voru í nýja hús- inu þá um voríð, vil jeg að eins minnast einnar. Það

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.