Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 35

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 35
ó Ð I N N 91 fengið að vita um þeirra vilja. Við vorum saman langa stund og töluðum um þetta, og samdist loks með okkur, að jeg færi með honum til Borgarness, og færi hann vestur, ef hestar og brjef væri þar fyrir, en að öðrum kosti kæmi hann með mjer aftur til Reykjavíkur. Jeg bað svo með honum, og síðan fletti jeg af handahófi upp í biblíunni og rakst á orðið í Dóm. 6, 23: »Drottinn sagði við hann: »Friður sje með þjer; óttastu eigi; þú munt ekki deyjalc — Þessi orð komu eins og svar við því, sem við höfð- um talað um. En rjett á eftir komu boð til hans þaðan, sem hann bjó, um það að foreldrar hans væru komnir. Nú var spurningin leyst um burtförina. En eftir þetta varð vináttu-samband okkar enn dýpra og innilegra en áður; þannig stóð á því, að jeg var hjá honum öllum þeim stundum, er jeg gat heiman verið í páskavikunni, og kom alt af á kvöldin að búa um hann, því að honum fanst þá fara betur um sig, en ef aðrir gerðu það. Páskadagskvöldið hjelt jeg hina 3. samkomu í nýja húsinu. Það var kalt veður þann dag og norðanbelg- ingur mikill. Þegar allir voru komnir burtu, er á sam- komunni höfðu verið, lokaði jeg húsinu og gekk heim á leið, en þá sótti á mig svo mikill kuldahrollur, að tennurnar nötruðu, og varð jeg að bíta þeim saman, er jeg gekk fram hjá einhverjum, svo að tannaglamr- ið heyrðist ekki. Jeg skrapp á leiðinni upp til Arna, að búa um hann, og fór svo heim. Jeg drakk svo flóaða mjólk, til þess að fá úr mjer hrollinn, og hvarf hann, en þá varð mjer svo heitt að jeg var í einu svitalöðri. Þar að auki fjekk jeg höfuðverk og hafði ekkert þrek í mjer að fara að skrifa ræðu, sem jeg átti að halda í Dómkirkjunni næsta dag. Jeg fór því að hátta og ætlaði mjer að fara bráðsnemma á fætur, og semja ræðuna. Jeg sofnaði, en vaknaði við það að jeg stóð við rúm Sigfúsar og var með rennvott handklæði að baða höfuð hans. Hann reis upp með andfælum og varð hræddur, sem von var, en jeg sagði, að honum væri svo fjarska ilt í höfðinu, og væri jeg að reyna að sefa verkinn. Jeg man vel eftir þessu, og hef þó verið með óráð; hann fór svo upp úr rúminu og náði í mömmu. Hún fjekk mig sefaðan, og gat sannfært mig um að Sigfúsi væri ekkert ilt. Jeg Ijet það svo vera, en fann ekki að neitt væri að mjer. Svo fór jeg inn í stofu mína og tók skrifföng til að skrifa ræðuna, en fann brátt að jeg gat það ekki, og lagði mig út af í legubekkinn, sem jeg sat í, og sofnaði, án þess að hafa neitt ofan á mjer. Jeg vaknaði svo kl. 7, og var kalt, en að öðru leyti kendi jeg mjer einskis meins. Svo klædd- ist jeg og tók til að semja ræðuna, og gekk það vel. En er fólk kom á fætur, var jeg svo hás, að jeg gat að eins hvíslað. Mamma vildi senda til sjera Jóhanns og Iáta hann vita, að jeg gæti ekki messað, en jeg vildi það ekki, og sat og keptist við til kl. 12, er jeg fór niður í kirkju og messa byrjaði. Jeg beitti öllum viljakrafti mínum til þess að tóna, en jeg held að það hafi verið hræðilegt að heyra. Jeg var líka mjög hás, er jeg byrjaði á prjedikuninni, en röddin lagaðist, eftir því sem á leið ræðuna, og hæsin var alveg horfin, er jeg kom aftur fyrir altarið. Mjer var alveg batnað, er heim var komið. — Nú er það að segja af Gunnari, þessa daga, að miðvikudaginn fyrir skírdag kom mikil breyting yfir hann. Hann misti málið að mestu leyti, en um leið hvarf öll tilfinning úr útlimunum, svo að hann fann ekkert til, þótt komið væri við bólguna. Hann hafði þá fult ráð og skildi alt, sem við hann var talað, en kom ekki hugsun sinni fram. Það varð því að geta upp á, er hann langaði í eitthvað. Hann gaf svo til kynna með því að kinka kolli, ef rjett var getið, en hristi höfuðið, ef rangt var til getið. Þetta var stund- um mjög erfitt, en að öðru leyti var hægra að hag- ræða honum, þar sem hann hafði enga sársaukakend í kýlunum. Hann gat sagt orð og orð á stangli, en ekki sett neitt saman. Þannig var það til dæmis eitt sinn, að hann vildi eitthvað. Hann sagði: »Snjór, snjór, sumarsnjór, sumar«, og endurtók það aftur og aftur. Jeg gat upp á ýmsu, en hann hristi höfuðið. Svo datt mjer í hug: Snjórinn er hvítur, hann vill ef til vill eitthvað hvítt, t. d. mjólk. Jeg spurði: »Viltu mjólk?< Þá glaðnaði yfir honum, og hann sagði aftur: »Sumar«. Jeg hugsaði, hvað það gæti verið; svo datt mjer í hug að sumarið er hlýtt, og spurði: »Viltu volga mjólk?« Þá kinkaði hann kolli, mjög glaður. — Mjer gekk ekki alt af svona vel að skilja hann, en gat þó oft- ast fundið leiðarhnoða. Það var eins og hann gæti ekki munað orðin, sem hann vildi nota. — A þriðju- daginn eftir páska var mjög tekið að draga af hon- um. Svo var það eitthvað, sem hann vildi, og eftir langa mæðu hepnaðist mjer að finna, að hann vildi að jeg læsi fyrir sig í biblíunni, og með því að spyrja mig fram, fann jeg að hann vildi að jeg læsi 14. kap. í Jóh.-guðspjalli, og er jeg hafði lesið hann, lagði hann hendurnar saman á brjósti, og jeg tók það sem merki um að jeg ætti að biðja. Það kvöld varð hann alveg rænulaus, og kona hans vakti hjá honum um nóttina. Næsta morgun, þann 3. apríl, andaðist hann. Um sama leyti dó litli sonurinn hans, og fóru þeir í eina gröf báðir.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.