Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 9
9
jafnvel fleiri, svo sem Eggerts Olafssonar og Olavíus-
ar, að sildin væri ekki mjög almenn f Norðurhöfum,
þar á meðal við ísland og Grænland. þ>að var og
fjarstætt eins greindum og áreiðanlegum fræðimanni,
og hann var, að styðja álit sitt við annað en sannanir.
En um það blandaðist honum ekki hugur, að i sjálfu
sér væri það óhugsanlegt eða ómögulegt, að hin
mikla síldarmergð, sem kæmi svo vfða fram, væri
frá einum aðalstöðvum, eða undan isbreiðum norður-
heimskautsins, og hrygndi þar sem hvorki væri næg
birta eða hiti. Hann áleit það og fjarri öllum sanni,
að síldin gæti farið alla þessa löngu leið á stuttum
títna, og á hinn bóginn væri á mörgum stöðum ein-
kennilegar síldartegundir, þótt alstaðar væri sama
sfldarkyn. þ>essir einkennilegu síldarflokkar kæmu
þess utan ekki nema á sínar tilteknu stöðvar og hvergi
annarstaðar. Af þessu leiddi hann þá ályktun, að sild-
argangan kæmi að visu jafnaðarlega frá norðri, og
færi suður á við, en það væri eðli sildarinnar, að leita
nærfelt hinna sömu stöðva i hvert sinn við land á viss-
um tilteknum tímum, en svo hyrfi hún aptur f djúpa
hafála, ekki mjög langt frá landstöðvum sínum, og
héldi sig þar dreifð mikinn tíma ársins, þangað til
æxlunarfýsnin magnaðist, og þá flokkaði hún sig í
stórar torfur, og héldi til lands á grunnið, þar sem að
góður botn væri til hrygningar og uppvaxtar.
Bæði Cuvier og Valenciennes staðhæfðu nú, að
einnig víðar kæmu fram mismunandi síldartegundir, og
hin nýrri skoðun fór að ryðja sjer til rúms, enda var
og tími kominn til þess, því að mörg hjátrú og villa
hafði læst sig inn hjá almenningi um þessi efni, sem
gjörði einungis skaða en ekkert gagn. Vér skul-
um að eins nefna þá, að þegar sildin færi frá norður-
heimskautinu, þá réði fyrir síldargöngunni hinn svo