Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 20
10
farið er að vísu margbreytt, en fer einnig eptir birtu
og hvaðan á hana er horft.
J>etta sköpulag er á þeim tveimur síldartegund-
um, er vér hér ræðum um, hafsíld og kópsíld; en það
gjörir samt allmikinn mun, hvort um unga síld er að
ræða, feita síld eða magra o. fl. þ>annig leiðir það af
aldrinum, að tala uggabeinanna verður ekki ætíð hin
sama; hjá hinum ýngri eru uggabeinin ekki alvaxin
eða greinileg, eins og hjá hinum fullorðnu, og þess vegna
verður að gæta nokkurrar varúðar að fara eptir fjölda
þeirra, og láta það vera sem einkenni milli tegunda.
Faber, er ferðaðist hér á íslandi og ritaði bæði um
fugla og fiska 1829, gjörir, að oss virðist, ekki þann
mun á einkennum hafsíldar og kópsíldar, að eptir því
sé óhætt að greina milli tveggja tegunda. f>ar sem
hann telur kópsíldina 3—5 þuml. á lengd og hafsíld-
ina 6—10 (honum hefði verið nær að segja alt að 16),
má þess geta, að hafsíldin því að eins nær þessari
stærð, að hún í uppvextinum hafi áður verið 3—5 þuml.
á lengd. þ>að er og ekki ráðlegt að fara eptir því,
hvort fiskurinn er höfuðmjór að framan eða gildur um
tálknin, því að það fer eptir því, hvort hann er feitur
eða magur, og sama er um bakið. Fiskar fá mismun-
andi útlit eptir því, hvort þeir eru feitir eða magrir.
Lífsskilyrðin hljóta ávalt að hafa áhrif á útlit og jafn-
vel vaxtarlag dýranna, án þess að þar af leiði, að á-
stæða sé til þess, að skipta þeim í marga flokka eða
tegundir sökum þessa; vér tölum hér ei um afbrigði
(Varieteter), heldur verulegan greinarmun.
Vér neitum því als ekki, að hafsíld og kópsíld
kunni að vera eða jafnvel sé tvær sérstakar tegundir,
en til þess að sanna það, þarf að voru áliti sannanir
og áreiðanlega þekkingu. Einn munurinn á að vera
sá, að kópsildin hrygni á öðrum tíma en hafsíldin.
Faber segir, að hún hrygni sjálfsagt á vorin, eptir að