Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 74
7*
sé að gæta að tunnum þeim, sem saltað hafi verið i
deginum áður, og ef lekið hafi, að láta síldina i aðra
tunnu, salta hana um og setja lög á hana. þeir eiga
að gæta þess, að þeir sem kverka, hafi beitta knífa.
Enn fremur á að sjá um, að salti sé stráð á sildina um
leið og hún er látin i ílátin til kverkunar, að hreinlega
sé farið að því að kverka, að síldin sé flokkuð eptir
stærð, að skemdur eða særður fiskur sé skilinn úr, að
saltað sé yfir hvert lag, og hver tunna þakin með
loki þegar er hún er fylt. Á einum stað, þar sem
síld þykir vel verkuð, er sildin lögð svo í tunn-
una, að lagið verði 6—8 þumlungar yfir brún, og er
svo látið sterkt lok yfir. Næsta dag sígur sildin svo,
að við verður að bæta, og er þessu haldið áfram i io
daga, og síldin pressuð niður, þannig að fullorðinn mað-
ur þrýstir hlemmnum niður með þvi að standa á hon-
um. Siðan er og látinn lögur á tunnuna og henni
lokað. Aðalreglurnar eru:
Að strá salti á síldina strax er hún veiðist, eða svo
fljóttsem verðamá. Síldsemekki hefir verið stráð salti
á fyrstu 12 stundirnar eptir að hún hefir verið veidd,
má telja sem skemda að mestu.
Að salta ætið úr Líverpool salti en ekki spönsku
salti (Setubal eða Trapani salti), eins og Norðmenn
gjöra, og er saltið frá Liverpool veikara en hittog ó-
dýrara.
Að hafa þéttar tunnur þykkar og aldrei gamlar.
þar sem kvistir eru í stöfunum, á að smyrja þá innan-
vert með vanalegu kítti eða búnu til úr síldarlýsi og
smámulinni krít.
Síldin á að leggjast fast í tunnurnar og þær að
vera vandlega fyltar.
Auk þessa er og allmikið af síld verkað á Bret-
landi á annan hátt, einkum reykt, og er hún þá köll-
uð „bloaters“, fyrst söltuð lítið, og svo reykt lítið eitt