Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 37
37
byrgt inni í nót, og komu þá upp nokkrir stórupsar
við nótarvegginn utanverðan, og leituðu á bæði ofar
og neðar, til þess að komast inn í nótina. Hún var
of smáriðin til þess, að þeir gæti smogið bana, en alt
í einu stungu þeir sér, og þegar þeir komu upp aptur,
léttu þeir sér til þess að stökkva yfir nótina, og tókst
það sumum þeirra. Síldin var þétt í nótinni alt að alin
frá nótargarðinum, en nú sprengdist torfan þar inni
strax, og losnuðu þá frá tveir smáhópar, og eltu ups-
arnir þá um leið og þeir stungu sér til hliðar. Sé
margir upsar innibyrgðir í nótinni, getur komið svo
mikil riðlun á síldina, sem annars er kyrlát, að þær,
í stað þess að forðast nótargarðinn, eins og þær eru
vanar að gjöra, þjappist svo fast að honum, að hann
rifni.
Uti í hafi hlýtur upsinn að ráðast á síldina á lík-
an hátt og rjúfa fylkingar hennar, svo að torfan geti
ekki gengið fram skipulega. Af þessu losna þá og
frá á stundum smátorfur af síld, sem ná fyr að landi,
án þess að aðaltorfan fylgi á eptir, og kalla Norðmenn
smágöngur þessar upsarekstur (Sejejag).
Á sjálfa aðaltorfuna hefir upsinn ekki mikil áhrif,
en þar á móti að eins á jaðra hennar eða randir, og
fleygar hann þá úr þeim smáhópa eða torfur, er Norð-
menn kalla „Straal“. f>ær taka land sem optast öðru
hvoru megin við aðaltorfuna, en henni fylgja hval-
irnir. Á undan henni fylgir og opt upsi, og þykir
Norðmönnum þá síldarvon, er upsi veiðist með síld i
maganum.
Af upsanum er víst engu minna hér við land en
í Noregi, þó að lítt sé hann veiddur og minna envera
skyldi. Öll þau smáseiði, sem sjást alstaðar hér við
ijörumál, og sem kölluð eru varaseiði, eru smáupsar.
þ>að er að eins einstöku þorskseiði, sem kann að sjást
innan um þau. Sumstaðar hefir hér, einkum í Hafnar-