Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 81
81
svonefndu Ansloser. Til þessa er brúkuð bæði vor-
og þó heldur haust- eða sumarkópsíld alveg ný.
Til einnar skeppu af síld er búinn til lögur úr 2
pottum af Liverpoolsalti, sem er hrært út 1 svo miklu
af vatni, að það í kerinu flói yfir síldina. í leginum
er hún látin vera tólf tíma, svo er hún látin á sáld og
lögð niður í þessa kryddun: 4 pela af Lýneborgarsalti,
6 lóð pipars, 6 lóð allrahanda (Allehaande), 1 lóð neg-
ulnagla, 1 lóð muskathnota, 1 lóð spansks humals, 6 lóð
Havannasykurs (púðursykurs). Alt þetta er mulið og
blandað saman. Kópsíldin er lögð 1 lög í trékúta litla
eða tinaðar dósir, lárberja- eða kirsubeijalauf lagt á
milli laganna og ofan á, og síðan lokað. Á ílátinu
eru svo höfð endaskipti annanhvorn dag í viku. Sum-
ir hræra síldinni saman í helming kryddsins, og láta
það standa með leginum í hálfan mánuð, áður en síldin
er lögð niður. Annars eru mjög margar aðferðir við til-
búninginn, en eg læt mér nægja að lýsa einni þeirra,
sem tekin er eptir Löberg. Hann telur veiði Norð-
manna af Brisling og Ansíos um 200,000 kr. virði, og
er það mestalt áunnið við tilreiðslu vörunnar, því sfldin
í sjálfu sér kostar næsta lítið, þegar hún er dregin úr
sjó. Hér á landi mætti víða veiða allmikið af kópsíld,
t. a. m. á Breiðafirði, og gjöra tilraun með að tilreiða
hana á sama hátt og í Noregi.
Eg get eigi sagt skilið við ritgjörð þessa án þess
að biðja velvirðingar á því, að hún i allmörgu er ekki
svo vel af hendi leyst, sem hefði mátt vera, ef eg hefði
átt kost á að kynna mér, hvernig til hagar með síldar-
göngur hér við land og hina nýbyrjuðu veiði Norð-
manna, sem eg að eins þekki af afspurn. En á hinn
bóginn vona eg, að sú ósk mín megi rætast, að
viðleitni mfn hvetji menn til framkvæmda, og að
þekking manna um eðlisfar síldarinnar og kunnáttu á
Tímarit hins íslenzka Bókmentafélags. IV. 6