Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 43
43
öllu samtöldu virðist engin sennileg ástæða vera til
þess, að síld gangi fremur á móti straumi en með
honum. Annað mál er það, að síldinni, þegar hún
er í ætisförum sínum, virðist hentara að leita á móti
straumi, því þá berst á móti henni mikið æti af
krabbaflóm og annari fæðu með straumnum, og alt annað
en á vorin, þegar hún er á langferð til þess að kom-
ast á hrygningarstaði sína, því þá hlýtur hún að halda
fram leið sína, hvort heldur straumur er með eða móti.
í>að er þannig engin ástæða til þess að halda, að sild
í aðalgöngu sinni renni fremur á móti straum en
undan.
Vindar eða stormar hljóta þar á móti að hafa
meiri áhrif á aðalgöngurnar. Menn hafa ímyndað
sér, að sild leiti til lands með aflandsvindi, en frá
landi þegar vindur stendur á land. Aptur hafa sumir
sagt, að mest væri veiðivon með álandsvindi. Sænskur
fiskfræðingur, Eckström, álítur, að eptir að síldin hafi
létt sér til landgöngu, þá reki hana með vindi við-
stöðulaust til lands þess, sem vindur stendur á í það
skipti. J>etta getur ekki verið rétt, en hugsa mætti,
og er all-líklegt, að þegar vindur er ekki mjög sterk-
ur, þá geti síld leitað til lands bæði í álands- og af-
landsvindi. En öðru máli er að gegna, ef stormur er.
Með aflandsstormi er enginn sjógangur, brimlítið við
land, og ekkert til fyrirstöðu, að síldin renni upp;
miklu fremur er þess von, að hún leiti til lands til
þess að vera í hlé. í Noregi er það títt, að vel veið-
ist í landvari. Með álandsstormi er sjógangur mjög
mikill og brim, brýtur á mjög djúpu og alt er í
hrönn, af því að ölduslagið eða öldugangurinn nær
langt niður. J>á á síldin eigi mjög hægt með að leita
til lands, en forðar sér undan og það jafnvel á staði,
þar sem annars sjaldan verður vart við hana. Frá
Noregi mætti tilfæra mörg dæmi um þetta, sem og,