Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 8
8
landi væri Htið um sild. Var þvi Hkt á komið með
báðum, er hvorugur hafði rétt fyrir sér.
Skoðun Andersons ruddi sér fastlega til rúms, og
enginn hreifði mótmælum gegn henni á 18. öld, og á
fyrri hluta 19. aldar gróðursettu nafnfrægustu vísinda-
menn hana í kenslubókum sinum, og skal til nefna
um það kenslubók Okens 1817, margar útgáfur af
kenslubókum Blumenbachs og Cuviers (2. útg. af Régne
animal 1830). Og hver gat þá efazt um, að kenning
þessi væri rétt, en af henni leiddi hin tvöfalda skoð-
un, að allar síldargöngur væru á mjög hraðri ferð, yrðu
ekki handsamaðar nema af og til, og aptur, að þær
að vöxtunum til yrði mjög misjafnar. J>ar sem síldar-
veiðar eigi voru í fjörugum gangi, hlaut þetta að tálma
mjög byrjun á verklegum framkvæmdum.
J>ó skal þessgetið, að maður nokkur, Gilding að
nafni, kom með aðra skoðun i ameríkönsku timariti
1786. Eptir henni átti hin sama síld að sýna sig á
ýmsum tímum og stöðum í einhvers konar sporbaugs-
göngu, sem færi eptir sólarhæðinni, þannig að sildin
væri 1 stöðugri göngu til þess að komast hjá of mikl-
um kulda eða hita. þessi sporbaugsganga átti að ná
yfir ekki minna svæði en 47 breiddarstig frá norðri
til suðurs, og frá austri til vesturs milli Norðurálfunn-
ar og Ameríku.
J>að var nú að visu á hinn bóginn, að einstöku
náttúrufræðingum, svo sem Bloch og Nilsson, óx mjög
í augum þessi langa ganga, er allir lögðu trúnað á.
Bloch efaðist stórlega um hana í riti, er hann gaf út
á þýzkalandi 1783, og hinn nafnfrægi náttúrufræðing-
ur Svía, prófessor Nilsson, gékk harðlega á móti henni
f ritum, er hann gaf út 1826 og 1828. Hann bar eigi
svo mikla þekkingu á aðrar sildarstöðvar, en við
strendur Svíarikis, að honum gæti komið til hugar að
neita þeirri sögu Horrebows, Egedes, Fabriciusar, og