Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 46
46
fjörd framanverðan inn Kollál, og svo lengra inn hina
djúpu vestfirði, án þess að hún hafi komið við í Faxa-
flóa innanverðum.
Eins og sjá má af því sem nú hefir verið sagt,
þá vitum vér svo lítið um eðli og lífsháttu sildarinnar,
að það er ekki furða, þótt hún sé kölluð einhver hinn
hvikulasti fiskur. Hið eina sem óræk vissa er fyrir,
þegar um stórferðir hennar er að ræða, er það, að
hún leitar til lands til þess að hrygna; þá er mest
veitt af henni, og þá verður hún fyrir mestum ofsókn-
um af mannavöldum. það er einkennilegt, að laxinn
er friðaður, þegar hann hrygnir, en síldin ofsókt, þeg-
ar líkt stendur á fyrir henni. í annan stað sjáum vér,
að síld kemur alla jafna fyrir, því nær á hvaða árstíma
sem vera skal, rétt við land inni í fjörðum, víkum og
vogum. J>etta getum vér kallað ætisgöngur eða ætis-
farir hennar. í þriðja stað verðum vér þess varir, að
ofsóknir annara dýra geta og ráðið allmiklu á stund-
um um verustaði hennar, og þá eru landsteinarnir
griðastaður fyrir hana.
Alt þetta er nú mjög skiljanlegt, en erfiðara er
að gera grein fyrir hinum mikla hvikulleik síldarinnar
og öllum hinum ytri skilyrðum, sem ráða því i hvert
einstakt skipti, hvort síldin kemur fram á einum stað
eða ekki. Hér er ekki að ræða um það, hvort síldin
geri í göngum sínum nokkrar tilbreytingar um firði
og víkur, heldur um hitt, þegar hún legst í mörg ár
eða tugi ára frá stóru svæði. þ>etta hefir opt komið
fyrir í öðrum löndum, og optar en einu sinni á sama
stað. þ>annig hefir opt verið mjög ríkuleg síldarveiði
við vesturströnd Svíaríkis, síðast alt fram að 1809 eða
1811, en öll síldarganga hvarf þáað mestu í mörg ár,
svo að ekki fór að veiðast aptur fyrri en eptir mörg
ár eða undir 1870. Svíum brá mjög í brún að missa
einn hinn bezta atvinnuveg sinn, og 1812 voru veittar