Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 36
36
kveða, semliggja upp að landi, fjörðum ogeyjasundum.
Eptir þeim rennur síldartorfan vanalega, eptir því
sem sagt er, þegar hún leitar lands. Á ferð sinni fer
hún fram í fleygmyndaðri fylkingu, sem er breiðust um
miðju en endar svo í halarófu. Hún rennur fram beina
leið ogheldurhóp, ef engin fyrirstaða verður, en ef það
verður, þá beygist torfan eins og í boga. Sé ár stungið
niður fyrir framan fylkingarbroddinn, svo að fremstu
sildirnar að eins lendi á henni en ekki þær síldirnar
sem aptar eru, báðum megin við árina, þá stöðvast
fremstu síldirnar, semr verða fyrir árinni, og dragast
inn í torfuna eða skáhliðast eins og í tígul. En strax
á eptir má sjá, að torfan réttir sig aptur í fleygfylk-
inguna, því úr miðjum hópnum að framanverðu flytja
nokkrar sig fram, til þess að mynda broddinn. Komi
nú lítill hópur í flæðarmál, þar sem dálítil smuga er, t.
a. m. inn í lón á milli klappa, og einungis ein röð af síld
hverri á eptir annari nái að komast inn, og svo sé
innganginum lokað, þá má sjá, að þær síldirnar, sem
inn eru komnar, optast fara í hring hver á eptir ann-
ari. Skipti maður nú þessum hring fljótt með því að
stinga hendinni niður, fælast öptustu síldirnar, og þá
myndast tveir hópar, sem kringsóla þannig hvor út af
fyrir sig, en blandast eigi saman. Sé stærri hópar
saman af misstóru síldarseiði, eru þau eldri fremst en
hin yngri á eptir.
þessar lýsingar eru eptir hinum nákvæmu ran-
sóknum Boecks. En þó að síldartorfurnar í uppgöngu
sé í fleygmyndaðri fylkingu, þá getur hún bæði fljótt
og opt farið úr lagi. Ef að hvalir sækja að, þá gjöra
þeir harða atlögu á jöðrum fylkingarinnar. Hún riðl-
ast þá til og frá, þjappast saman eða dreifist, eptir
því sem á stendur, þegar dregur að landi, koma nýir
óvinir, og það eru ýmislegir fiskar, einkum upsinn.
Boeck sá einu sinni til aðfara hans. Mikið af síld var