Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 50
margir aðrir álíta, að hin einstöku dæmi, er hafa kom-
ið fyrir, sanni ekkert, og færa gild rök á móti, eins
og áður er talið, þá er ekki mjög mikill trúnaður
leggjandi á það, sem einstöku sinnum kann að hittast
á, og þá ef til vill aðrar orsakir liggja að.
Að rask og grútur, sem fleygt hefir verið í sjó,
hafi fælt síldina frá, hefir eigi næg rök við að styðj-
ast. í Bohuslán vestan til í Sviaríki var það fyrst á
síðari hluta 18. aldar, að þar var byrjað að bræða
síldarlýsi, og gat því grútarburður í sjó ekki valdið því,
að síldin hafði lagzt þar frá optlega áður. Svíarlögðu
samt trúnað á það, að grúturinn mundi spilla síldar-
veiðum þeirra, og lög voru því gefin út fleirum sinn-
um til þess að varna grútarburði í sjó, en það hafði
engan árangur. Skoðanir manna skiptust nú um þetta.
Sven Nilsson áleit grútarburð í sjó skaðlegan, og aptur
aðrir hið gagnstæða, og sumir héldu jafnvel, að síldin lað-
aðist að landi af grútnum. þ»að verður þó eigi sagt,
að sildin neyti grútarins til fæðu, og þar sem grútur-
inn er of mikill, þá spillir hann öllum gróðri, einnig
á þangi, og þar með hrygningarstöðvum síldarinnar,
ef hann nær þangað; en líklegt er, að slík spilling
geti eigi náð langt, og síldin því fundið aðra næga
hrygningarstaði nærlendis.
Sé nú alt lagt á metin, þá eru mjög litlar líkur
eða engar ástæður til þess, að halda, að síldin legg-
ist frá af þeim manna völdum, er talin hafa verið, eða
öðrum. Alt bendir til þess, að sliku valdi eitthvað
það, er mannlegur kraptur hefir ekki megn að ráða við,
og sem menn fá jafnvel tæplega skilið, að minsta kosti
ekki enn sem komið er, en það er mjög sennilegt, að
orsökin sé umskipti og breytingar á ýmsu í ríki nátt-
úrunnar, og þau áhrif, er þetta kann að hafa á síld-
ina sjálfa og allan þann aragrúa af smádýrum, er hún
lifir af. Hér er því enn eptir mikið svæði til ran-