Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 1
[Líki annaðhvort öllum eða engum allt, sem stendur í EIMR., þá er hún ónýt.j
Skipun alþingis.
Og fýsi þig yfir til jramtíöaiiands
og finnist þú vel getir staöiö,
þd láttu ekki skelfa þig leiös'ógu hans,
sem leggur d tœpasta vaöiö•
p. E.
ÍM hefur optsinnis verið hreyft í íslenzkum blöðum, að skip-
un alþingis væri ekki sem heppilegust. Því hefur verið hreytt
út sona hjáleiðis án nokkurrar gagnrýni, en mönnum hefur ekki
þótt ómaksins vert að reyna að sýna fram á, í hverju skipun þess
væri ábótavant eða hvernig hún ætti að vera. Skipun alþingis
hefur þó svo mikla þýðingu fyrir þjóðlíf vort, að það virtist
nokkru þarfara fyrir blöðin, að verja nokkru rúmi til þess að ræða
hana rækilega, en að fylla dálka sína með staðlausu rausi um land-
ráð og annan ófögnuð um hvern þann, sem ekki vill sigla rnögl-
unarlaust í kjölfar einhvers ákveðins »skrílkóngs« (EIMR. II, 54)
og jarla hans, er byggja veldisstóla sína á því, að smjaðra fyrir al-
þýðunni og kitla tilfinningar hennar, en gera þó sitt ýtrasta til
að rýja hana inn að skinninu.
Það er hvorttveggja að flestum af blöðum vorum er e^ki sýnt
um gagnrýni, enda minnumst vjer ekki að þau hafi haft annað
verulegt út á skipun alþingis að setja, en að þar væru of fáir
bændur og of margir prestar. Að færa rök fyrir þessari útásetn-
ing, hafa menn ekki borið við, og á aðrar stjettir en þessar tvær hef-
ur ekki verið minnzt. Það virðist þó auðsætt, að þegar um skip-
un alþingis er að ræða, þá verður að taka tillit til allra þeirra
stjetta og atvinnuflokka, sem til eru í landinu. Alþingi er full-
trúaþing allrar þjóðarinnar, og eigi því skipun þess að vera full-
komin, verður hver stjett og atvinnuflokkur að eiga fulltrúa á því
í nokkurn veginn rjettu hlutfalli við atkvæðamagn hvers þeirra utn
I