Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 34
34 sinn, spýtti vænum sopa kolmórauðum á skrifstofugólfið og sagði: »Hjer er hann.« Svo settist hann niður á auða stólinn framan við borðið, — og var áminntur um sannsögli. Þorsteinn var maður miðaldra, hár vexti og stirðlegur. Ennið var bratt og sljett, nefið söðulbakað, og vítt rnjög og uppbrett að framan, bereygður og gráeygður, og vóru lítil brúnabeinin, sperr- brýndur, og var eins og þrjár hrukkur lægi í hring utan um aug- un. Hann var dökkur á hár og skegg, og var hvorttveggja svo strítt, að út stóð i loptið. Mikill þótti hann á lopti og þóttist ærið eiga undir sjer, og það jafnvel eptir það að hann var orðinn sveitar- þurfi. Sýslumaðurinn fór nú að spyrja hann um atvik þau, er urðu við skiptapann. Það var sizt að segja, að hann kæmi þar að tóm- um kofunum. Þorsteinn byrjaði, og ætlaði að fara romsa upp alla söguna í þulu, eins og barn, sem verið er að hlýða yfir kverið sitt, og kann vel. En sýslumaður bað hann að eins að svara spurn- ingum sínum. Þorsteinn leysti vel og greiðlega úr þeim öllum. Prestur fjekk svo leyfi til þess að leggja tvær eða þjár spurn- ingar fyrir Þorstein; var hin fyrsta sú, hvers vegna hann hefði sagt þeim Helgu svo frá, sem hann hafði fyrst gert, að Bjarni hefði farizt þegar mastrið brotnaði. Það kvaðst Þorsteinn hafa gert af því, að hann hefði haldið, að Helgu fjelli ver að heyra, að Jón hefði orðið fyrir því, heldur en hann hefði einfaldlega drukknað, þegar bátnum hvolfdi. Onnur spurningin var: hví hann hefði þá verið að segja öðr- um út í frá rangt frá, þó að hann hefði ímyndað sjer, að hann vægði Helgu með því að segja ósatt. Þorsteinn kvaðst hafa kunnað betur við að segja ekki sitt í hverju orðinu — hann væri ekki svo gerður. Þriðja spurningin var um það, hví hann hefði þá farið að breyta sögu sinni eptir að fyrsti dagurinn var liðinn. Ja, hann sagðist hafa farið að hugsa, að það kynni að koma að því, að hann yrði að standa við orð sín fyrir rjetti, og því vildi hann ekki vera að fara með nein ósannindi lengur. Meira var svo ekki að fá eða um að spyrja, og Þorsteini sagt að fara. var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.