Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 73

Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 73
73 hefur kannske verið af því, að jeg hafði svo sjaldan augun af íslending- um. Skipstjórinn á »Lake Winnipeg* sagði mjer og, að aldrei hefði honum líkað eins vel við neina innflytjendur, sem hann hefði flutt yfir hafið, eins og við Islendinga. Þeir hefðu verið þrifalegri og hreinlegri en allir aðrir. Það er álit margra, að Vesturíslendingar muni hverfa í sjóinn, að íslenzkt þjóðerni og islenzk tunga muni þar brátt líða undir lok. Jeg hef sjálfur verið á þeirri skoðun, en ieg er ekki jafnsannfærður um þetta, eptir að jeg hef komið vestur. Pað er reyndar hætt við slíku i bæj- unum, nema innflytjenda straumurinn haldist stöðugt við. En öðru máli er að gegna um sveitirnar, sem sumar eru allt að því eins mannmargar og meðalsýsla á Islandi. Par er samfeld röð af íslenzkum bæjum á afar- miklu svæði, þar sem aldrei er annað talað en íslenzka, og margt fólk kann ekki annað. Börnin læra ekki annað en íslenzku, fyrri en þau koma í skólann, svo að hún verður móðurmál þeirra, en ekki ensk- an. Pá styður kirkjan, blöðin og mannfundir ekki lítið að því, að halda við málinu, og yrði íslenzkri skólastofnun komið þar á fót, eins og nú er i ráði, þá mundi hún iíka verða öflugt meðal til þess. Rejmslan sýnir, að ýmsar aðrar þjóðir (t. d. Norðmenn, Danir, Svíar, Pjóðverjar, Frakkar o. s. frv), hafa um langan aldur getað haldið tungu sinni og þjóðerni í Ameríku. Hvi skyldi þá ekki Islendingum eins takast þaðr — Einmitt þeim, sem eiga svo frægar bókmenntir, sögu og tungu, að hverj- um hlýtur að þykja sómi að, að geta talizt til þess þjóðftokks, sem hef- ur framleitt slika gimsteina, er vekja verðskuldaða aðdáun allra annara þjóða. Jeg hef verið andvígur miklum vesturflutningum frá Islandi og er það að miklu leyti enn. Mjer þykir sárt, að okkar fátæka og strjál- byggða land skuli ekki fá að njóta þess litla mannafla, sem það fram- leiðir, án þess að hin volduga Amerika sje að sjúga úr þvi merginn. Pað er og sannast að segja, að þó mörgum Islendingum líði þar nú vel, sem hafa verið svo heppnir að setjast að í góðum byggðarlögum, sem járnbrautir hafa verið lagðar um, þá mun ekki árennilegt fyrir ný- komna, fjelitla Islendinga, sem ekkert kunna til akuryrkju, að setjast þar að i veglausum óbyggðum, en annars staðar munu nú öll góð lönd num- in. Jafnvel i Argyle hitti jeg menn, sem höfðu hætt við búskap, af því þeir gátu ekki fengið sjer nema svo ljelegt jarðnæði að landnámi, að þeir gátu ekki þrifizt.á því. En þó jeg sje mótfallinn miklum vestur- flutningum, þá tel jeg vafasamt, að það ’ væri heppilegt fyrir Island, að útflutningastraumurinn yrði algerlega stiflaður, þvi jeg er hræddur um, að það hefði ekki heppilegar afleiðingar fyrir lífsafl islenzkrar tungu og þjóðernis i Ameríku. Vesturíslendingum verður að berast blóð frá hjart- anu, ef þeir eiga að geta við haldið þjóðerni sínu. Og að slikt geti haft mikla þýðingu fyrir Island, um það er jeg í engum vafa. Peir, sem vestur hafa flutt, geta orðið landi sínu að liði fyrir því, þótt þeir hafi tekið sjer bústað i annari heimsálfu. Hversu margar framfarahug- myndir hafa ekki borizt frá Norðmönnnm í Ameriku til Noregs, Dön- um til Danmerkur o. s. frv. Hví skyldi ekki líkt fara með Island. Mjer virðist að þegar megi sjá þess merki, og mun þó siðar betur verða. Margar góðar bendingar hafa þegar borizt til Islands i blöðum Vestur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.