Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 41

Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 41
4i var móðir Schillers, Elisabeth Dorothea, hin heiðvirðasta kona, greind i betra lagi, hjartagóð og guðrækin og unni því,1 sem gott er og fagurt, þó hún hefði litla menntun fengið; uppáhalds skáld hennar voru þeir Uz og Gellert. þannig voru foreldrar Schillers vel löguð til að hneigja huga hans að andlegum efnum og til alvöru. Jafnan bjuggu þau hjón við fátæk kjör og ólst Schiller upp hjá þeim, fyrst i Marbach, en síðan víðar, er þau skiptu um bústaði. Kom það mest til kasta móður hans að kenna honum á barnsaldrinum, en reglulegrar tilsagnar naut hann fyrst hjá Moser, presti í Lorch. 1768 kvaddi Karl hertogi Caspar Schiller til setuliðsins i Ludwigsburg, og gekk Schiller ungi þar í latínuskóla og lagði hann einkum stund á gömlu málin, þvi hugur hans stóð þá helzt til prestskapar, eins og móður hans líka var hughaldnast. En nokkru siðar íjekk Caspar umsjónarmanns stöðu við »Solitudee, sumarhöll her- togans, og varð þá sonurinn eptir i Ludwigsburg og lauk sjer af við skólann þar. Siðan var hann látinn ganga á Karls- háskólann, eins konar her- manna- og veraldlegra em- bættismanna skóla, sem hertoginn hafði stofnað eigi löngu áður, og var það eptir vilja hertogans, sem vildi foreldrum Schill- ers vel, og bauð þeim því að koma Schiller seinna meir i einhverja betri stöðu en hina prestlegu. Þorðu þau ekki að drepa hendi við þessu náðarboði hertog- ans, þó bæði þeim ogSchill- er sjálfum væri það óskap- felt. Kaus þá Schiller að lesa lög. En er háskól- inn var fluttur til Stutt- gart (1775), hætti Schiller við lögin og tók læknis- fræði í staðinn. Var þessi Karls-háskóli að mörgu leyti nýt stofnun og hefir eflaust haft talsverð mennt- andi áhrif á Schiller, en það var á honum hermennskubragur og agi hinn strangasti; átti það ekki við skaplyndi Schillers og anda, sem full- ur var af skáldlegu fjöri og frelsisþrá og þoldi engin bönd, enda er ekki fjarri sanni, að aginn og harðkreppan í skóla þessum hafi ekki átt hvað minnstan þátt i að leggja undirstöðuna til hins rótgróna haturs, er Schiller hafði síðan alla æfi á hverskonar ófrelsi og kúgun. Hafði hugur hans snemma hneigzt að skáldskap og notaði hann hverja stund, sem hann gat, til að lesa skáldrit, og þannig las hann Shakespeare í þýðingu Wielands, skáldmæli Klopstocks og það, sem hann gat náð í,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.